Peningamál - 01.09.2005, Page 59

Peningamál - 01.09.2005, Page 59
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 59 þeir hurfu frá fast gengisstefnu. Þetta gerir frávik frá markmiði í þess- um lönd um augljóslega minni í samanburði við Ísland sem skilgreindi tölulegt markmið þegar í upphafi og hefur ekki breytt því síðan. Frávik frá verðbólgumarkmiði hér á landi má að mestu leyti rekja til upp- safnaðs vanda frá tímum fastgengisstefnunnar sem kom fram fyrsta árið eftir að verðbólgumarkmið var tekið upp. Mikil gengislækkun átti sér stað eftir að gengi krónunnar var sett á fl ot sem leiddi til aukinnar verð bólgu í kjölfarið. Þetta sést á meðfylgjandi mynd sem sýnir að staðalfrávik frávikanna (miðað við tveggja ára tímabil) hefur lækkað nokkuð á síðustu misserum og er nú u.þ.b. 1%, sem er í samræmi við staðalfrávik annarra iðnríkja.3 Þrátt fyrir þessa annmarka á samanburðinum er ekki hægt að horfa fram hjá því að frávik verðbólgu frá verðbólgumarkmiði hafa verið nokkuð stór hér á landi. Á þessu geta verið nokkrar skýringar. Í fyrsta lagi gæti verið að Seðlabankinn standi sig einfaldlega ekki eins vel og aðrir seðlabankar í að vinna að markmiðinu og að trúverð ugleiki stefnunnar sé minni hér en víðast hvar annars staðar. Önnur skýring er að sveifl ur í efnahagslífi Íslendinga séu einfaldlega meiri og breytingar sem hafa áhrif á framvindu verðlags skyndilegri en í fl estum hinna landanna (sérstaklega iðnríkjanna) og því sé erfi ðara að halda verð- bólgu við markmið hér á landi. Ein leið til að kanna þetta nánar er að skoða fylgni staðalfráviks frávika frá verðbólgumarkmiði og staðalfráviks hagsveifl na í viðkom- andi löndum (hagsveifl ugögnin eru tekin úr grein Þórarins G. Péturs- son ar, 2005). Í öllu landasafninu er fylgnin einungis um 0,2, sem er varla nægilega mikil fylgni til að styðja þessa tilgátu með óyggjandi hætti. Nokkrum löndum gengur þó illa að halda verðbólgu nálægt markmiði þrátt fyrir tiltölulega litlar hagsveifl ur, eins og t.d. Brasilíu, Suður-Afríku og Ungverjalandi, á meðan öðrum löndum gengur óvenju vel að halda verðbólgu nálægt markmiði þrátt fyrir nokkrar hagsveifl ur, eins og t.d. Suður-Kóreu og Nýja-Sjálandi. Séu þessi fi mm lönd fjarlægð úr landasafninu hækkar fylgnin milli frávika frá verð- bólgumarkmiði og hagsveifl na verulega og verður rúmlega 0,6. Því virðist mega ætla að nokkurn hluta frávika verðbólgu frá markmiði megi rekja til sveifl ukennds efnahags hér á landi. Þótt það sé vissulega markmið peningamálastefnunnar að draga úr hagsveifl um má áfram búast við því að sveifl ur hér á landi verði nokkrar vegna smæðar og fábreytni efnahagslífsins, sterkra áhrifa gengissveifl na á innlent verðlag og mikilvægis atvinnugreina er tengjast náttúruauðlindum sem í eðli sínu eru háðar náttúrulegum sveifl um, sem augljóslega eru utan áhrifa- sviðs innlendrar peningastefnu. Verðbólga utan þolmarka Flestir seðlabankar á verðbólgumarkmiði notast einnig við þolmörk utan um verðbólgumarkmiðið. Mismunandi er hvert hlutverk þess- ara þolmarka er. Í sumum löndum er verðbólgumarkmiðið ekki eitt tölu gildi heldur bil sem þolmörkin ákvarða. Er þá markmiðið að halda 3. Þegar verðbólgumarkmiðið var innleitt árið 2001 lýsti Seðlabankinn því yfir að hann ætlaði að ná verðbólgu niður í markmiðið í síðasta lagi í árslok 2003 og gekk það eftir. Sé einungis miðað við tímabilið frá árinu 2003 verður meðalfrávik frá markmiðinu einungis 0,4% og staðalfrávik frávika 0,9%. IV ’02 I ’03 II ’03 III ’03 IV ’03 I ’04 II ’04 III ’04 IV ’04 I ’05 II ’05 Heimild: Seðlabanki Íslands. Staðalfrávik frávika - 2 ára gluggi 4. ársfj. 2002 - 2. ársfj. 2005 Mynd 1 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 %
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.