Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 64
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
3
64
Seðlabankinn hefur nú reiknað tvær nýjar vísitölur með eftir-
farandi hætti:
1. Inn í svokallaða „þrengri“ vísitölu hafa verið tekin öll lönd sem
eiga viðskipti við Ísland sem nema meira en 1% af heildarvöru-
viðskiptum. „Víðari“ vísitalan nær til allra landa sem eiga viðskipti
við Ísland sem nema meira en 0,5% af heildarvöruviðskiptum.
2. Vöruviðskipti við þau lönd sem eru ekki í körfunni eru ekki tekin
með í útreikninginn, þ.e.a.s. fá vægið núll. Aðferðin sem beitt
hef ur verið við að dreifa viðskiptunum á stóru gjaldmiðlana,
þ.e.a.s. eftir skiptingu SDR eða með öðrum hætti, jók vægi stóru
„hörðu” gjaldmiðlanna, en slíkt er ástæðulaust í gengisvísi tölu
sem ekki þjónar því hlutverki að vera akkeri fyrir fastgengis-
stefnu.
3. Til þess að forðast þann vanda að þurfa að bæta oft gjaldmiðlum
í eða fella þá úr vísitölunni vegna árssveifl u í viðskiptum er inn-
taka og brottfall miðað við þriggja ára meðaltal vöruviðskipta.
4. Ekki er tekið tillit til þriðjulandaáhrifa í þessum vísitölum. Slíkt
væri að vísu æskilegt, en slíkur útreikningur er tæknilega erfi ður
og matskenndur. Ávinningurinn er ekki talinn nægilega mikill til
þess að réttlætanlegt sé að leggja út í reglulega uppfærslu slíkrar
vogar.
Við útreikning á samsetningu nýju vísitalnanna miðað við 0,5% af
þriggja ára meðaltali vöruviðskipta sem inntökuskilyrði annars vegar
og 1% hins vegar koma nokkur lönd til viðbótar inn í vísitölurnar sem
eru ekki í opinberu vísitölunni. Vísitölurnar hafa verið reiknaðar aftur
til ársins 1995. Helsti munur á nýju þrengri vísitölunni (1%) og núver-
andi gengisvísitölu er að á árinu 1995 bætast Rússland, Ástralía og
Taívan við. Kína bætist við vísitöluna árið 1999 og Eistland árið 2002.
Þessi lönd haldast þó ekki inni allan tímann því að Taívan fellur aftur út
árið 1999, Kanada árið 2003 og Ástralía árið 2004. Í víðari vísitölunni
bætast 14 lönd við á ýmsum tímum og fjöldi gjaldmiðla í vísitölunni
fyrir árið 2005 verður 19 í stað 9 í núverandi gengisvísitölu.
Þar sem tilgangur nýju vísitalnanna er að mæla samkeppnisstöðu
Íslands gagnvart helstu viðskiptalöndum er æskilegt að taka tillit til
þjónustuviðskipta að því marki sem sæmilega áreiðanlegar upplýsingar
um samsetningu þeirra liggja fyrir. Settar hafa verið fram kenningar
um að skipting vöruviðskipta sé sambærileg við skiptingu þjónustuvið-
skipta að ferðamannaiðnaðinum undanskildum. Í ljósi þess að skipting
þjónustuviðskipta í núverandi gengisvog sker sig verulega úr skiptingu
vöruviðskipta og þjónustuviðskipta í öðrum löndum er ástæða til að
ætla að þær upplýsingar sem fengnar eru úr gjaldeyrisviðskiptakerfi nu
gefi ekki rétta mynd af raunverulegri landaskiptingu þessara viðskipta.
Því er ekki æskilegt að byggja á þeim. Upplýsingar um uppruna er-
lendra ferðamanna og ákvörðunarstaði innlendra ferðamanna liggja
hins vegar fyrir og mætti taka tillit til þeirra.
Gengisþróunin miðað við nýjar gengisvísitölur
Ekki er ýkja mikill munur á þróun þrengri og víðari vísitölunnar á und-
an förnum tíu árum þó að töluvert fl eiri gjaldmiðlar séu í þeirri síðar-