Peningamál - 01.09.2005, Síða 64

Peningamál - 01.09.2005, Síða 64
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 64 Seðlabankinn hefur nú reiknað tvær nýjar vísitölur með eftir- farandi hætti: 1. Inn í svokallaða „þrengri“ vísitölu hafa verið tekin öll lönd sem eiga viðskipti við Ísland sem nema meira en 1% af heildarvöru- viðskiptum. „Víðari“ vísitalan nær til allra landa sem eiga viðskipti við Ísland sem nema meira en 0,5% af heildarvöruviðskiptum. 2. Vöruviðskipti við þau lönd sem eru ekki í körfunni eru ekki tekin með í útreikninginn, þ.e.a.s. fá vægið núll. Aðferðin sem beitt hef ur verið við að dreifa viðskiptunum á stóru gjaldmiðlana, þ.e.a.s. eftir skiptingu SDR eða með öðrum hætti, jók vægi stóru „hörðu” gjaldmiðlanna, en slíkt er ástæðulaust í gengisvísi tölu sem ekki þjónar því hlutverki að vera akkeri fyrir fastgengis- stefnu. 3. Til þess að forðast þann vanda að þurfa að bæta oft gjaldmiðlum í eða fella þá úr vísitölunni vegna árssveifl u í viðskiptum er inn- taka og brottfall miðað við þriggja ára meðaltal vöruviðskipta. 4. Ekki er tekið tillit til þriðjulandaáhrifa í þessum vísitölum. Slíkt væri að vísu æskilegt, en slíkur útreikningur er tæknilega erfi ður og matskenndur. Ávinningurinn er ekki talinn nægilega mikill til þess að réttlætanlegt sé að leggja út í reglulega uppfærslu slíkrar vogar. Við útreikning á samsetningu nýju vísitalnanna miðað við 0,5% af þriggja ára meðaltali vöruviðskipta sem inntökuskilyrði annars vegar og 1% hins vegar koma nokkur lönd til viðbótar inn í vísitölurnar sem eru ekki í opinberu vísitölunni. Vísitölurnar hafa verið reiknaðar aftur til ársins 1995. Helsti munur á nýju þrengri vísitölunni (1%) og núver- andi gengisvísitölu er að á árinu 1995 bætast Rússland, Ástralía og Taívan við. Kína bætist við vísitöluna árið 1999 og Eistland árið 2002. Þessi lönd haldast þó ekki inni allan tímann því að Taívan fellur aftur út árið 1999, Kanada árið 2003 og Ástralía árið 2004. Í víðari vísitölunni bætast 14 lönd við á ýmsum tímum og fjöldi gjaldmiðla í vísitölunni fyrir árið 2005 verður 19 í stað 9 í núverandi gengisvísitölu. Þar sem tilgangur nýju vísitalnanna er að mæla samkeppnisstöðu Íslands gagnvart helstu viðskiptalöndum er æskilegt að taka tillit til þjónustuviðskipta að því marki sem sæmilega áreiðanlegar upplýsingar um samsetningu þeirra liggja fyrir. Settar hafa verið fram kenningar um að skipting vöruviðskipta sé sambærileg við skiptingu þjónustuvið- skipta að ferðamannaiðnaðinum undanskildum. Í ljósi þess að skipting þjónustuviðskipta í núverandi gengisvog sker sig verulega úr skiptingu vöruviðskipta og þjónustuviðskipta í öðrum löndum er ástæða til að ætla að þær upplýsingar sem fengnar eru úr gjaldeyrisviðskiptakerfi nu gefi ekki rétta mynd af raunverulegri landaskiptingu þessara viðskipta. Því er ekki æskilegt að byggja á þeim. Upplýsingar um uppruna er- lendra ferðamanna og ákvörðunarstaði innlendra ferðamanna liggja hins vegar fyrir og mætti taka tillit til þeirra. Gengisþróunin miðað við nýjar gengisvísitölur Ekki er ýkja mikill munur á þróun þrengri og víðari vísitölunnar á und- an förnum tíu árum þó að töluvert fl eiri gjaldmiðlar séu í þeirri síðar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.