Peningamál - 01.05.2009, Side 5

Peningamál - 01.05.2009, Side 5
I Verðbólguhorfur og stefnan í peningamálum Gjaldeyriskreppan kemur hart niður á þjóðarbúskapnum Líkt og gjaldmiðlar margra smáríkja hefur gengi íslensku krónunnar lækkað verulega frá því í haust, í kjölfar alþjóðlegs fjármálaumróts. Krónan hefur þó orðið verr úti en flestir þeirra. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að innlenda bankakerfið hrundi nánast til grunna. Frá sama tíma fyrir ári hefur gengi krónunnar lækkað um tæplega 30% gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Gengislækkunin hefur aukið verulega á skulda- byrði þeirra heimila og fyrirtækja sem hafa tekið lán í erlendum gjald- miðlum. Þetta hefur haft áhrif á gæði útlánasafns innlendra fjármála- fyrirtækja. Þannig hefur efnahagur þeirra einnig orðið fyrir miklu áfalli, sem hefur komið niður á getu þeirra og vilja til frekari lánveitinga. Gengislækkunin hefur þar að auki leitt til mikillar aukningar verðbólgu og náði hún hámarki í 18,6% í janúar. Þetta hefur komið enn frekar niður á eftirspurn einkageirans með því að auka skuldabyrði af lánum og draga úr kaupmætti ráðstöfunartekna. 1. Í þessari grein er byggt á gögnum sem lágu fyrir 6. maí 2009, en spáin er byggð á gögnum fram til 29. apríl. Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Gengisstöðugleiki brýnn á meðan efnahagur heimila og fyrirtækja er efldur á nýjan leik Til skemmri tíma hefur peningastefnan það að meginmarkmiði að draga úr sveiflum í gengi krónunnar. Til lengri tíma er verðbólgumarkmiðið hins vegar eftir sem áður meginmarkmið hennar. Að nokkru leyti hefur tekist að draga úr sveiflum í gengi krónunnar frá því að gjaldeyrismarkaðurinn tók aftur til starfa í byrjun des- ember 2008 og tekist hefur að koma í veg fyrir öfgakenndar gengissveiflur. Gengi krónunnar hefur þó sveiflast nokkuð frá þeim tíma. Afgangur af utanríkisviðskiptum hefur ekki stutt við krónuna að því marki sem vænst var. Þetta hefur gert peningastefnunni erfiðara um vik að stuðla að enduruppbyggingu efnahags heimila og fyrirtækja og hefur kallað á tiltölulega aðhaldssama peningastefnu í upphafi fjármálakreppunnar. Nú hefur verið dregið úr aðhaldinu, en ennþá er þörf á varkárni. Stýrivextir hafa verið lækkaðir um 2,5 prósentur frá síð- ustu útgáfu Peningamála. Með því að hindra óheft útflæði fjármagns stuðla tímabundin gjaldeyrishöft einnig að stöðugra gengi krónunnar. Þar sem fjárfestar telja íslenskar fjáreignir mjög áhættusamar væri þörf á mjög miklum vaxtamun við útlönd til að styðja við krónuna ef slíkra hafta nyti ekki við og líklega einnig þegar þeim verður aflétt að lokum. Meðan veruleg óvissa er ríkjandi um erlendar skuldir þjóðarinnar, stöðu ríkisfjármála og endur skipulagningu fjármálakerfisins eru gjaldeyrishöft forsenda þess að hægt sé að draga verulega úr aðhaldi í peningamálum. Óvissa í tengslum við alþjóðlegu fjármálakreppuna gefur þar að auki ekki tilefni til að hægt sé að aflétta þeim að svo komnu. Hún hefur magnast enn frekar frá útkomu Peningamála í janúar. Horfur um alþjóðlegan hagvöxt og alþjóðaviðskipti hafa verið endurskoðaðar verulega niður á við. Horfurnar fyrir útflutn- ingsdrifinn hagvöxt á næstu misserum eru því háðar meiri óvissu en áður. Þetta felur í sér meiri samdrátt í framleiðslu á þessu ári sem frestar efnahagsbatanum miðað við það sem spáð var í janúar. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir verulega auknu aðhaldi í ríkisfjármálum í spánni, bæði í formi niðurskurðar ríkisútgjalda og auk- inni skattbyrði næstu árin í því skyni að tryggja sjálfbærni í ríkisfjármálum. Atvinnuleysi mun þar af leiðandi haldast hátt lengur en spáð var í janúar. Ekkert lát mun verða á hjöðnun verðbólgunnar sem þegar er hafin. Því er spáð að verðbólga verði komin niður fyrir 10% þegar í sumar og að hún verði við verðbólgumarkmiðið snemma á næsta ári. Flestar vísbendingar um verðbólguvæntingar styðja þetta og benda til væntinga um hraða hjöðnun verðbólgu. Engu að síður á enn eftir að skapa verðbólguvæntingum trausta kjölfestu. Mynd I-1 Gengi evru, Bandaríkjadals og gengisvísitala krónu Kr./evra, Kr./USD, Jan. 2000=100 Heimild: Seðlabanki Íslands. Bandaríkjadalur Evra Gengisvísitala krónu 50 100 150 200 250 300 MAMFJDNOSÁJJ 2008 2009

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.