Peningamál - 01.05.2009, Qupperneq 13

Peningamál - 01.05.2009, Qupperneq 13
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 13 Hrávöruverð hefur lækkað samhliða olíuverði eftir því sem niður- sveiflan í heimsbúskapnum hefur dýpkað. Orsakirnar fyrir þessum lækkunum eru að miklu leyti þær sömu: eftirspurn minnkar vegna fjármálakreppunnar og vegna samdráttar í fjárhag heimila. Munurinn á mánaðarlegu verði eins og það var hæst, um mitt síðasta ár, og eins og það var lægst, í desember í fyrra, var tæplega 50%. Síðan hefur verðið hækkað nokkuð að nýju, eða um 16% um miðjan apríl. Þó er þess vænst að verðið verði svipað og árin 2006 og 2007 út þetta ár. Breytingar á verði á olíu og hrávörum hafa haft veruleg áhrif á heimsbúskapinn. Í upphafi síðasta árs olli verðhækkun á olíu og hrávörum því að verðbólga jókst um sinn í mörgum löndum, svo sem Bretlandi. Síðan hefur verð á þessum vörum lækkað verulega og þar með valdið því að dregið hefur úr mældri verðbólgu um allan heim. Vegna grunnáhrifa frá fyrri verðhækkun á olíu og neysluvörum er líklegt að verðhjöðnun verði í mörgum löndum þrátt fyrir óverulegar breytingar á kjarnaverðbólgu. Seðlabankar beita óhefðbundnum úrræðum í peningamálum um leið og dregur úr verðbólgu Eftir því sem efnahagslægðin dýpkar stefnir verðbólga í mörgum ríkj- um í átt að núlli. Verðbólga í Bandaríkjunum mældist -0,4% milli ára í mars, sem er fyrsta lækkun milli ára í Bandaríkjunum frá árinu 1955, og þess er vænst að verðbólga í ár verði -0,4%. Verðhjöðnun hefur einnig orðið í Japan þar sem verðbólga mældist -0,3% milli ára í mars og því er spáð að verðbólga verði -1,2% fyrir árið í heild, en -1,3% árið 2010. Á evrusvæðinu jaðrar einnig við verðhjöðnun þar sem verð á neysluvörum hækkaði aðeins um 0,6% milli ára í mars, sem er sama hækkun og spáð er yfir allt þetta ár. Um allan heim dregur úr verðbólgu af sömu ástæðum: lægra verði á hrávörum og olíu sem og minnkandi eftirspurn. Aðeins í örfáum löndum, sérstaklega í Mið- og Austur-Evrópu, eykst verðbólga. T.d. í Póllandi hefur gengislækkun gjaldmiðils landsins, zloty, í febrúar valdið því að verðbólga hefur auk- ist tímabundið, en hún mældist 3,6% í mars. Gengi hryvnia, gjaldmið- ils Úkraínu, hefur einnig lækkað þó nokkuð sem olli því að verðbólga þar í landi mældist meira en 20% í árslok. Þó er líklegt að verðbólga fari einnig minnkandi í þessum ríkjum um leið og gengi gjaldmiðla þeirra verður stöðugra. Minnkandi verðbólga hefur veitt mörgum seðlabönkum svigrúm til að draga úr peningalegu aðhaldi. Til að forða því að efnahagshorfur í heiminum versni enn frekar hafa seðlabankar um allan heim haldið áfram tilslökun í peningamálum. Stýrivextir hafa verið snarlækkaðir og eru í sögulegu lágmarki í mörgum ríkjum. Seðlabanki Bandaríkjanna, Japansbanki og Englandsbanki hafa lækkað stýrivexti í nálægt núll. Þeir hafa því gripið til óhefðbundinna úrræða í peningamálum til að draga enn frekar úr peningalegu aðhaldi, t.d. með kaupum á ríkis- skulda- og fyrirtækjabréfum. Stærð efnahagsreiknings seðlabanka er því líkleg til að vera mikil þar til að ástandið batnar. Alþjóðaviðskipti dragast hratt saman Þar sem neysla og fjárfesting dregst saman um allan heim, gera alþjóðaviðskipti það einnig. Inn- og útflutningur flestra stærri landanna Heimild: Reuters EcoWin. 12 mánaða breyting (%) Mynd II-6 Alþjóðleg verðbólga Mánaðarlegar tölur janúar 2002 - mars 2009 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 20092008200720062005200420032002 Heimild: Reuters EcoWin. % Mynd II-7 Stýrivextir erlendra seðlabanka Daglegar tölur 1. janúar 2003 - 1. maí 2009 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan 0 1 2 3 4 5 6 2009200820072006200520042003 1. Innflutningur vöru og þjónustu í helstu viðskiptalöndum Íslands. 2. Einfalt meðaltal vöruinnflutnings og -útflutnings í OECD-ríkjum og stærstu ríkjum utan OECD. Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands. Breyting milli ársmeðaltala (%) Mynd II-8 Alþjóðaviðskipti Helstu viðskiptalönd Íslands1 Alþjóðaviðskipti2 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘10‘05‘00‘95‘90‘85‘80‘75‘71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.