Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 59

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 59
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 59 verðbólga mun meiri en spár höfðu gert ráð fyrir, sérstaklega ef mið er tekið af árinu 2008. Í þriðja lagi var gengi krónunnar um 40% veikara í fyrra miðað við árið áður, en t.a.m. var einungis spáð um 20% geng- isveikingu í Peningamálum 2008/1. Stóran hluta spáskekkjunnar má því væntanlega skýra með of bjartsýnum gengisspám. Á mynd 2 eru spár sérfræðinga á fjármálamarkaði og fjármála- ráðuneytis bornar saman við spá Seðlabankans um þróun verðbólgu milli ársmeðaltala fyrir árið 2008.1 Skyggða svæðið á mynd 2 endur- speglar bil hæsta og lægsta gildis í spám þessara sérfræðinga um árs- meðaltal verðbólgu fyrir árið 2008. Ef úrtak spáaðila væri nægilega stórt ætti meðaltal spáa sérfræðinga og fjármálaráðuneytis að lenda nálægt miðju gráa svæðisins. Myndin varpar ljósi á það hvort fyrirliggj- andi upplýsingar um stöðu efnahagsmála hafi verið vel nýttar við spá- gerð spáaðila hverju sinni. Þó ber að athuga að Seðlabankinn fór ekki að gera eigin spár um þróun gengis krónunnar og stýrivaxta fyrr en frá árinu 2007. Spár fyrir 2007 nýttu því ekki að fullu mat sérfræðinga bankans um líklega þróun þessara stærða. Einnig getur verið erfið- leikum bundið að gera sér grein fyrir á hversu góðum grunni spárnar eru byggðar með því að skoða eitt ár þar sem þróun mála á einu ári getur verið tilviljanakennd, þ.e. háð atburðum sem ómögulegt er að spá fyrir um. Til að fá betri mynd af gæðum spánna er því nauðsynlegt að horfa til fleiri ára og bera saman þá meginþætti sem spárnar eru byggðar á svo sem hagvöxt, aðstæður á vinnumarkaði og eignaverð. Framan af spátímabilinu taldi Seðlabankinn að verðbólga árið 2008 yrði í grennd við verðbólgumarkmið en spáaðilar gerðu almennt ráð fyrir að verðbólga yrði nokkru meiri. Árið 2006 töldu spáaðilar að verðbólga yrði á bilinu 2,5-4,3% en þó má merkja að fleiri spáað- ilar töldu meiri líkur á að verðbólga yrði meiri árið 2008 heldur en að hún yrði minni. Um mitt árið í fyrra töldu spáaðilar að verðbólga ársins 2008 yrði á bilinu 10,4-12% og spáði Seðlabankinn 11,3% verðbólgu. Í reynd mældist verðbólga 12,4%. Mat á spáskekkjum yfir lengra tímabil Við mat á verðbólguspám er horft á meðalskekkju (bjögun) og staðal- frávik spáskekkju. Meðalskekkja sýnir hvert meðalfrávik spánna frá eiginlegri verðbólgu er og þar með hvort verðbólgu hefur kerfisbundið verið of- eða vanspáð. Neikvætt formerki gefur til kynna að verðbólgu hafi verið vanspáð með kerfisbundnum hætti. Staðalfrávik er aftur á móti mælikvarði á hversu langt spágildið er frá réttu gildi að meðaltali. Eftir því sem spáð er lengra fram í tímann mun spáskekkjan aukast þar sem meiri óvissa er fyrir hendi um þróun helstu þjóðhagsstærða. Tafla 1 sýnir meðalskekkju og staðalfrávik í verðbólguspám Seðla bankans allt að fjóra ársfjórðunga fram í tímann frá árinu 1994. Samkvæmt töflunni hefur verðbólgu verið vanspáð tvo, þrjá og fjóra ársfjórðunga fram í tímann og því meira sem lengra er horft fram í tímann. Allar meðalskekkjurnar reyndust vera tölfræðilega marktækar 1. Seðlabanki Íslands gerir ársfjórðungslega könnun á mati sérfræðinga á fjármálamarkaði þar sem þeir eru beðnir um að spá fyrir um verðbólgu milli ársmeðaltala tvö til þrjú ár fram í tímann. Þátttakendur í könnuninni voru Askar Capital ásamt greiningardeildum Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Verðbólguspá fjármálaráðuneytis er hægt að fi nna á vef ráðuneytisins en fjármálaráðuneytið birti ekki spá sumarið 2008. Þessi könnun hefur verið framkvæmd frá október 2006 en stöðvaðist við hrun bankanna haustið 2008. Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd 2 Spá Seðlabankans, sérfræðinga og fjármála- ráðuneytis um ársmeðaltal verðbólgu 2008 Hæsta og lægsta gildi sérfræðinga og fjármálaráðuneytis Meðaltal sérfræðinga og fjármálaráðuneytis Spá Seðlabanka Íslands Verðbólga 2008 Verðbólgumarkmið 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 Okt. 2006 Mars 2007 Júní 2007 Okt. 2007 Nóv. 2007 Júlí 2008 Nóv. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.