Peningamál - 01.08.2010, Qupperneq 3

Peningamál - 01.08.2010, Qupperneq 3
P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 3 3 Yfirlýsing peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands Seðlabankinn lækkar vexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 1 prósentu. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 5,5% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 6,75%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga lækka í 7,0% og daglánavextir í 8,5%. Verðbólga hefur lækkað verulega undanfarna mánuði. Þannig minnkaði tólf mánaða verðbólga úr 7,5% í maí í 4,8% í júlí, eða í 4% ef áhrif hærri neysluskatta eru frátalin. Þetta er hraðari hjöðnun verðbólgu en gert var ráð fyrir í maíspá Seðlabankans, sem stafar að verulegu leyti af sterkara gengi krónunnar en reiknað var með. Sam- kvæmt uppfærðri verðbólguspá, sem birtist í Peningamálum í dag, verður verðbólga án áhrifa neysluskatta við markmið bankans í lok árs og komin nokkuð undir það snemma á næsta ári. Verðbólguvæntingar hafa einnig lækkað verulega að undanförnu. Viðskiptavegið meðalgengi krónunnar hefur styrkst um rúmlega 2½% frá síðasta fundi nefndarinnar í júní og um rúmlega 2% gagn- vart evru, án viðskipta Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði. Á sama tíma hefur vaxtaálag á skuldbindingar ríkissjóðs lítið breyst. Gjaldeyrishöft- in, þróun viðskiptajafnaðar og -kjara, ásamt vaxtamun við helstu við- skiptalönd Íslands halda áfram að styðja við gengi krónunnar. Minni verðbólga, lægri verðbólguvæntingar, sterkara gengi krón unnar og horfur á hraðari hjöðnun verðbólgu en áður var reiknað með gefa færi á meiri vaxtalækkun en að jafnaði undanfarið ár. Hjaðn- andi verðbólga og verðbólguvæntingar hafa leitt til þess að raunvextir Seðlabankans hafa hækkað frá síðustu vaxtaákvörðun. Þótt efnahags- bati virðist hafinn er hann enn sem komið er veikur og horfur eru á að slaki verði til staðar í þjóðarbúskapnum á næstu árum. Miðað við verðbólguhorfur eru vextir Seðlabankans enn nokkuð háir og rök fyrir áframhaldandi lækkun þeirra. Á móti kemur að ekki er enn ljóst í hve miklum mæli nýleg verðbólguhjöðnun endurspeglar skammtímaþætti. Þá verður að hafa í huga að þegar að því kemur að losa um gjaldeyrishöft verður áhættuveginn vaxtamunur á milli Íslands og útlanda að styðja nægilega við krónuna. Hins vegar er enn nokkur óvissa um hvenær hægt verður að byrja að leysa höftin. Því er erfitt að fullyrða hvað fyrirhuguð losun hafta felur í sér fyrir vaxtastefnuna næstu mánuði. Að lokinni þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórn- valda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins munu forsendur fyrir afnámi gjald- eyrishafta vera til staðar hvað varðar gjaldeyrisforða og þjóðhagslegan stöðugleika. Hins vegar er enn töluverð óvissa um styrk fjármálakerfis- ins í kjölfar nýlegra dóma Hæstaréttar. Því er þörf á að endurskoða fyrirliggjandi áætlun um afnám gjaldeyrishafta í ljósi breyttra aðstæðna og þeirrar seinkunar sem þegar er orðin.

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.