Peningamál - 01.08.2010, Qupperneq 4

Peningamál - 01.08.2010, Qupperneq 4
P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 3 4 Eins og fram kom í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar er mikilvægt á komandi misserum að auka þann hluta gjaldeyrisforða Seðlabankans sem ekki er fenginn að láni. Gengishækkun krónunnar og lækkun áhættuálags á íslenskar fjárskuldbindingar gefa nú svigrúm til gjaldeyriskaupa í þessu skyni og munu þau hefjast hinn 31. ágúst næstkomandi. Umfang þeirra verður ákveðið með það að leiðarljósi að áhrif á gengi krónunnar verði sem minnst. Eins og áður telur nefndin forsendur áframhaldandi slökunar peningalegs aðhalds vera til staðar, haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist og hjaðni verðbólga eins og spáð er. Nefndin er reiðubúin til þess að breyta aðhaldi peningastefnunnar eins og nauðsynlegt er með hliðsjón af því tímabundna markmiði hennar að stuðla að gengis- stöðugleika og í því skyni að tryggja að verðbólga verði nálægt mark- miði til lengri tíma litið.

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.