Peningamál - 01.08.2010, Blaðsíða 7

Peningamál - 01.08.2010, Blaðsíða 7
P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 3 7 ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM ráð fyrir að halli á þáttatekjujöfnuði verði meiri en áður var gert ráð fyrir, þar sem endurskoðaðar tölur fyrir síðasta ár sýndu meiri halla en komið hafði fram í áður birtum tölum og hefur það áhrif á væntan halla á þessu ári. Mældur viðskiptahalli á þessu ári er því meiri en áætlað var í síðustu spá Peningamála. Afgangur á undir- liggjandi viðskiptajöfnuði, þ.e. viðskiptajöfnuði án áfallinna vaxta- greiðslna vegna innlánsstofnana í slitameðferð, á þessu ári verður að sama skapi ívið minni en í síðustu spá. Á næsta ári er gert ráð fyrir að mældur viðskiptahalli aukist tímabundið á ný og undirliggj- andi viðskiptaafgangur minnki í takt við spána frá því í maí. Innlendir fjármálamarkaðir • Vextir Seðlabankans voru lækkaðir um 0,5 prósentur við útgáfu síðustu Peningamála í maí og aftur í júní sl. Vextir á innlánsreikn- ingum eru fyrir útgáfu Peningamála nú 6,5%, hámarksvextir 28 daga innstæðubréfa 7,75% og vextir á veðlánum 8%. • Þrátt fyrir að vextir Seðlabankans hafi verið lækkaðir að undan- förnu hefur skammtíma raunvaxtastig heldur hækkað þar sem verðbólga og verðbólguvæntingar hafa lækkað hraðar en vextir bankans. Að þessu leyti hefur aðhald peningastefnunnar aukist undanfarið. • Á móti kemur að áhættuleiðréttur skammtímavaxtamunur við útlönd hefur heldur minnkað þar sem innlendir skammtímavextir hafa lækkað meira en áhættuálag á íslenskar fjáreignir. Út á við hefur því dregið lítillega úr aðhaldsstigi peningastefnunnar. • Frá útgáfu síðustu Peningamála hafa verið birtar tölur um stöðu bankakerfisins í lok maí. Alla jafna hafa þessar tölur gefið upplýs- ingar um það hver þróun útlána hefur verið. Tölurnar sem nú hafa verið birtar eru þó litaðar af endurskipulagningu bankakerfisins og má rekja flestar af stærri breytingum útlána til hennar. Þrátt fyrir að túlka beri gögnin varlega benda þau til þess að útlánavöxtur sé lítill sem enginn. Þessi þróun er að mörgu leyti skýrari í tölum yfir peningamagn í umferð en M3 hafði í lok maí dregist saman um tæp 5% frá lokum síðasta árs. • Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa er nú á bilinu 4-6% og hefur ávöxtunarferill þeirra hliðrast niður á við, nokkurn veginn í takt við lækkun vaxta Seðlabankans. Ávöxtunarkrafa verð- tryggðra íbúðabréfa hefur einnig lækkað frá því í maí, þótt lækk- unin sé nokkru minni eða á bilinu 0,2 til 0,6 prósentur og hefur ávöxtunarkrafa þeirra nýlega verið á bilinu 3-3½%. • Skuldatryggingarálag á ríkissjóð hefur farið lækkandi frá því í maí en eftir hækkun álagsins síðustu dagana fyrir þessa útgáfu nemur álagið tæpum 3,2 prósentum. Skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu sem fóru verst út úr fjármálakreppunni hækkaði einnig í aðdrag- anda þessarar útgáfu eftir að hafa farið lækkandi undanfarnar Mynd 6 Vextir Seðlabankans og skammtíma markaðsvextir Daglegar tölur 1. janúar 2009 - 13. ágúst 2010 % Daglánavextir Vextir á veðlánum Daglánavextir á millibankamarkaði Hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum Viðskiptareikningar Heimild: Seðlabanki Íslands. 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 OSÁJJM ÁJJMAMFJ N D J F M A 2009 2010 % Mynd 7 Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa Daglegar tölur 3. janúar 2007 - 13. ágúst 2010 Heimild: Seðlabanki Íslands. RIKB 09 0612 RIKB 10 1210 RIKB 10 0317 RIKB 13 0517 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 2010200920082007 RIKB 19 0226 RIKB 25 0612 RIKB 11 0722 % Mynd 8 Ávöxtun verðtryggðra íbúðabréfa Daglegar tölur 3. janúar 2007 - 13. ágúst 2010 Heimild: Seðlabanki Íslands. HFF 150914 HFF 150224 HFF 150434 HFF 150644 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2009 201020082007

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.