Peningamál - 01.08.2010, Síða 8

Peningamál - 01.08.2010, Síða 8
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 3 8 vikur. Má því ætla að hreyfingar á skuldatryggingarálagi íslenska ríkisins undanfarið endurspegli í meginatriðum þróunina á alþjóð- legum mörkuðum. • Undirliggjandi viðskiptaafgangur, bætt viðskiptakjör og lækkun áhættuálags á fjárskuldbindingar ríkissjóðs hafa að undanförnu stuðlað að styrkingu krónunnar. Frá útgáfu Peningamála snemma í maí hefur gengið styrkst án nokkurra inngripa Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði sem nemur tæplega 8% gagnvart Bandaríkjadal og um 9% gagnvart evru. Miðað við viðskiptavegna gengisvísitölu nemur styrkingin um 8%. Samkvæmt uppfærðri spá verður gengi krónunnar svipað og það er nú út spátímann sem er rúmlega 7% hærra gengi gagnvart evru á spátímanum en spáð var í maí. • Verulega hefur dregið úr lækkun fasteignaverðs á undanförn- um mánuðum. Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um rúm 34% frá október 2007 þegar það var hæst og nafnverð um 14,2% frá því að það fór hæst í janúar 2008. Fasteignamarkaðurinn hefur heldur glæðst það sem af er þessu ári samanborið við sama tímabil í fyrra. Þannig er uppsöfnuð velta í júlí á fasteignamarkaði um 21% meiri en á síðasta ári, þótt hún sé enn afar lág í sögulegu samhengi. Í uppfærðri spá er gert ráð fyrir því að raunverð íbúðarhúsnæðis lækki áfram á komandi miss- erum þótt nú sé gert ráð fyrir að lækkunin verði eitthvað minni en búist var við í síðustu útgáfu Peningamála. Skýrist það að hluta af því að nú er reiknað með minni samdrætti kaupmáttar ráðstöf- unartekna samhliða minna atvinnuleysi en í fyrri spá. Innlendur þjóðarbúskapur og verðbólga • Miðað við þjóðhagsreikninga fyrir fyrsta ársfjórðung reyndist nokkru meiri seigla í innlendu efnahagslífi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en gert var ráð fyrir í síðustu Peningamálum. Innlend eftirspurn dróst saman um 2% milli ára en gert hafði verið ráð fyrir 5,2% samdrætti. Þessi mikli munur helgast fyrst og fremst af töluvert minni samdrætti samneyslu en gert hafði verið ráð fyrir í maí. Þetta frávik samneyslu skýrist að mestu leyti af töluvert minni hækkun verðvísitölu samneyslu en spáð var þar sem nafnvirði samneyslunnar var í ágætu samræmi við spána. Bráðabirgðatölur Hagstofunnar fyrir fyrsta fjórðung ársins um einkaneyslu og fjárfestingu voru í takt við spá bankans. Neikvætt framlag utan- ríkisviðskipta til hagvaxtar hafði í för með sér að samdráttur landsframleiðslu varð tæpum 5 prósentum meiri en samdráttur þjóðarútgjalda eða 6,9%. Samkvæmt maíspánni var gert ráð fyrir rúmlega prósentu minni samdrætti landsframleiðslu á fyrsta árs- fjórðungi enda var þá spáð nokkru minni samdrætti útflutnings, auk þess sem birgðabreytingar, sem rekja má til birgðasöfnunar í sjávarútvegi, voru óvenju miklar. • Eftir mikinn samdrátt á síðasta ári dróst einkaneysla á fyrsta fjórð- ungi þessa árs lítillega saman frá fyrra ári samkvæmt bráðabirgða- Mynd 9 Gengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum Daglegar tölur 3. janúar 2008 - 13. ágúst 2010 Kr./evra, Kr./USD, Kr./GBP Heimild: Seðlabanki Íslands. Bandaríkjadalur (v. ás) Evra (v. ás) Breskt pund (v. ás) Vísitala meðalgengis - viðskiptavog víð (h. ás) 50 70 90 110 130 150 170 190 210 230 250 50 70 90 110 130 150 170 190 210 230 250 201020092008 3. janúar 2000 = 100 Punktar Mynd 10 Skuldatryggingarálag ríkisins Daglegar tölur 29. mars 2007 - 13. ágúst 2010 Heimild: Bloomberg. 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 2010200920082007 Mynd 11 Þróun einkaneyslu, dagvöruveltu og greiðslukortaveltu 1. ársfj. 2003 - 2. ársfj. 2010 Heimildir: Hagstofa Íslands, Rannsóknarsetur verslunarinnar, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Einkaneysla Dagvöruvelta Debet- og kreditkortavelta einstaklinga innanlands -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 20102009200820072006200520042003

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.