Peningamál - 01.08.2010, Blaðsíða 9

Peningamál - 01.08.2010, Blaðsíða 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 3 9 tölum Hagstofunnar. Sé litið til árstíðarleiðréttrar einkaneyslu dróst hún einnig lítillega saman frá fyrri ársfjórðungi, eða um 0,6%, eftir að hafa vaxið ársfjórðungana tvo þar á undan. Var þessi samdráttur í samræmi við spá bankans frá því í maí um 0,7% samdrátt milli ársfjórðunga. • Fyrsti fjórðungur þessa árs var áttundi fjórðungurinn í röð sem samdráttur mælist milli ára í einkaneyslu. Í uppfærðri spá er áfram reiknað með árssamdrætti á öðrum fjórðungi sem nemur 1,5%. Helstu vísbendingar um þróun einkaneyslu á öðrum fjórðungi ársins benda til þessa, en þær hafa þó ekki verið afdráttarlausar. Þannig benda vísbendingar á borð við kortaveltu og smásölu- vísitölur til þess að einkaneysla hafi dregist frekar saman á öðrum fjórðungi. Á hinn bóginn hefur innflutningur neysluvarnings farið vaxandi milli ára auk þess sem væntingar neytenda hafa glæðst á sumarmánuðunum. M.a. hafa fyrirhuguð stórkaup neytenda aukist. Það gæti bent til kröftugri einkaneyslu en spáin gerir ráð fyrir. Að öllu samanteknu er því spáð að vöxtur einkaneyslu verði heldur minni á þessu ári en spáð var í maí eða um 0,5% í stað 1,1%. Spáin fyrir næstu tvö ár er hins vegar svipuð og í maí. • Skatttekjur ríkissjóðs voru 1,4% undir áætlun á fyrstu sex mán- uðum þessa árs. Lægri tekjur af veltusköttum skýra frávik- ið að mestu og kann það að hafa áhrif á fjárlagavinnu fyrir næsta ár þar sem markmiðinu um jákvæðan frumjöfnuð verður að ná á næsta ári samkvæmt efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Á gjaldahliðinni sýna þjóðhagsreikning- ar fyrir fyrsta fjórðung þessa árs að aðhald í rekstri hins opinbera er að mestu í samræmi við efnahagsáætlunina. Afgerandi breyting hefur orðið á þróun útgjalda þar sem útgjöld til samneyslunnar hafa staðið í stað í kringum 100 ma.kr. að nafnvirði á hverjum fjórðungi fimm ársfjórðunga í röð. Í meginatriðum gerir uppfærð spá ráð fyrir svipaðri þróun í búskap hins opinbera og spáð var í maí. Samneyslan mun dragast saman um 2½-3½% á ári á spá- tímanum og samdráttur verður í fjárfestingu hins opinbera fram á árið 2012. Gert er ráð fyrir að afkoma hins opinbera verði svipuð og spáð var í maí og í samræmi við efnahagsáætlunina. • Enn ríkir mikil óvissa um framgang áætlaðra stóriðjuframkvæmda. Í þeirri spá sem hér er birt er reiknað með að framkvæmdir sem áætlað var í maí að yrðu við Helguvíkurverksmiðjuna í ár flytjist að mestu leyti yfir á næsta ár. Framkvæmdum sem áætlaðar voru á árunum 2011 og 2012 hefur einnig verið hliðrað til í tíma um sem nemur u.þ.b. einu ári. Þá er einnig ljóst að nokkuð dregur úr framkvæmdum við orkuvinnslu í ár. Samanlagt hefur þetta í för með sér að fjárfesting í stóriðju verður svipuð í krónum talið í ár og á síðasta ári en að magni til er gert ráð fyrir um 15% aukningu milli ára í stað 45% í maí. Þessi tilfærsla gerir það að verkum að aukningin verður meiri en ella á næsta ári en heldur minni árið 2012. Aukning í útflutningi stóriðjuafurða seinkar með samsvar- andi hætti. 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01 Væntingavísitala Gallup (v. ás) Einkaneysla (h. ás) Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands. Vísitala Breyting frá fyrri ársfj. (%) Mynd 12 Einkaneysla og væntingavísitala Gallup 1. ársfj. 2002 - 2. ársfj. 2010 Væntingavísitala Gallup til sex mánaða (v. ás) 1. Grunnspá Seðlabankans 2. ársfj. 2010 - 3. ársfj. 2013. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd 13 Hlutfall atvinnuvegafjárfestingar af vergri landsframleiðslu1 % af VLF Atvinnuvegafjárfesting Atvinnuvegafjárfesting utan stóriðju 0 5 10 15 20 25 30 ‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 14 Fjármunamyndun og framlag undirliða 2000-20121 Fjármunamyndun alls Atvinnuvegir án stóriðju Stóriðja Íbúðarhúsnæði Hið opinbera -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.