Peningamál - 01.08.2010, Page 11

Peningamál - 01.08.2010, Page 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 3 11 vexti í maí og 1,7% hagvexti 2012 samanborið við 1,9% vöxt í maíspánni. Minni vöxtur innlendrar eftirspurnar á næsta ári og veikari útflutningur árið 2012 vegna tafa á stóriðjufjárfestingu skýra þessar breytingar að mestu leyti. • Útlit er fyrir að framleiðsluslakinn verði heldur minni framan af tímabilinu en spáð var í maí og verði um 4% í ár í stað 4½%. Eins og spáð var í maí mun slakinn hins vegar smám saman minnka og vera nánast horfinn við lok spátímans. Rétt er hins vegar að hafa í huga að veruleg óvissa er um mat á framleiðsluslakanum, sérstaklega í kjölfar fjármálakreppunnar. • Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar fyrir annan ársfjórðung 2010 bendir til þess að viðsnúningur sé hafinn á vinnumarkaði. Er það nokkru fyrr en gert var ráð fyrir í þeirri spá sem birtist í Peningamálum í maí þar sem spáð var að atvinna tæki ekki að aukast fyrr en um mitt næsta ár. Vinnuaflseftirspurn jókst á alla mælikvarða á öðrum fjórðungi ársins, í fyrsta sinn frá því á árinu 2007. Hlutfall starfandi fólks af mannfjöldanum 16-74 ára jókst um 1,6 prósentur milli ára og heildarvinnutími um 1,1%, bæði vegna fjölgunar fólks við vinnu og lengri vinnutíma. Mest var aukningin meðal fólks í elstu og yngstu aldurshópunum en fækkun varð meðal kjarnavinnuaflsins, þ.e. vinnuafls á aldrinum 25-54 ára. • Þar sem niðurstöður úrtakskannana eru ætíð háðar nokkurri óvissu og vegna þess hversu stór hluti vinnuaflsaukningarinnar skýrist af framlagi elsta aldurshópsins er líklegt að vinnuaflsaukn- ingin hafi ekki verið jafn afgerandi og niðurstöður könnunarinnar fyrir annan ársfjórðung gefa til kynna. Í þeirri spá sem nú er birt er ekki gert ráð fyrir að aukningin sé vísbending um þróun næstu fjórðunga og vinnuaflseftirspurn aukist því ekki á milli ára fyrr en um mitt næsta ár. Hlutfall starfandi (á aldrinum 16-64 ára) verður þó rúmlega ½ prósentu hærra í ár en spáð var í maí eða um 70%. • Atvinnuleysi, eins og það er skráð hjá Vinnumálastofnun, minnk- aði um tæpa prósentu milli fjórðunga á öðrum ársfjórðungi og mældist 8,3%. Atvinnuleysi er þó líklega jafn mikið eða meira en það var á sama tíma í fyrra þar sem breytingar á aðferðum við útreikning atvinnuleysis og breytingar á atvinnuleysisbótarétti hafa í för með sér að atvinnuleysi mælist um ½-1 prósentu minna en ella í ár. • Mælt atvinnuleysi var um 1½ prósentu minna á öðrum fjórðungi en bankinn spáði í maí. Atvinnuleysi hefur verið ofspáð undan- gengið ár þar sem gert hefur verið ráð fyrir að fjárhagsleg endur- skipulagning fyrirtækja gengi hraðar fyrir sig en reyndin hefur verið. Að teknu tilliti til ofangreindra breytinga á aðferðafræði er munurinn hins vegar minni. • Vísbendingar um þróun atvinnuleysis á næstu mánuðum eru mis- vísandi. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálakerfinu virðist endur- 1. Grunnspá Seðlabankans 2. ársfj. 2010 - 3. ársfj. 2013. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd 17 Atvinna og atvinnustig1 Ársvöxtur atvinnu (v. ás) Hlutfall starfandi (árstíðarleiðrétt, h. ás) % af mannafla 16-64 áraBreyting frá fyrra ári (%) -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 2013201220112010200920082007 Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd 18 Atvinnuleysi Breyting á atvinnuleysi (h. ás) Skráð atvinnuleysi (v. ás) Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi (v. ás) Prósentur% af mannafla -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 201020092008 1. Jákvæður vöxtur framleiðni kemur fram sem neikvætt framlag til hækkunar á launakostnaði á framleidda einingu. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd 19 Launakostnaður á framleidda einingu og framlag undirliða 2000-20121 Breyting frá fyrra ári (%) -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Nafnlaun Launakostnaður annar en laun Undirliggjandi framleiðni Launakostnaður á framleidda einingu

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.