Peningamál - 01.08.2010, Blaðsíða 12

Peningamál - 01.08.2010, Blaðsíða 12
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 3 12 skipulagningu stærstu fyrirtækjanna að mestu lokið. Bjartsýni almennings um atvinnuástandið hefur aukist frá því á vormán- uðum samkvæmt væntingavísitölu Gallup en vísbendingar úr við- horfskönnun sem Capacent Gallup gerði í júní meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins benda hins vegar til að vinnumarkaðurinn eigi enn eftir að veikjast nokkuð. Samkvæmt henni vildu fleiri fyrirtæki fækka starfsmönnum í júní en í sambærilegri könnun í mars en fjöldi þeirra sem hugðist fjölga starfsmönnum hélst óbreyttur. • Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist nokkuð á haust- og vetrar- mánuðum og verði hæst 9% á fyrsta fjórðungi næsta árs, en minnki smám saman eftir því sem efnahagsumsvif aukast og verði komið niður í um 6% árið 2012. Þetta er u.þ.b. einni prósentu minna atvinnuleysi á öllu tímabilinu í samanburði við maíspána. • Launaþróun hefur verið í takt við síðustu spá. Ekki hafa komið fram nýjar vísbendingar sem benda til aukins launaþrýstings og ekki er gert ráð fyrir að mikill þrýstingur verði við gerð næstu kjarasamn- inga um að leiðrétta kaupmátt launa. Meiri aukning vinnuafls en gert var ráð fyrir í maí hefur í för með sér að framleiðni verður heldur minni í ár en áður var talið. Vöxtur launakostnaðar á fram- leidda einingu verður því um prósentu meiri í ár en spáð var í maí eða rúmlega 6%. Þróunin á næstu tveimur árum er hins vegar svipuð og spáð var í maí. • Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,66% í júlí eftir að hafa lækkað um 0,33% í júní. Tólf mánaða verðbólga hefur því hjaðnað hratt frá útgáfu síðustu Peningamála og nam 4,8% í júlí. Verðbólga án áhrifa óbeinna skatta mældist 4%. Verðbólgan mældist 8,3% í apríl eða 6,9% séu bein áhrif neysluskatta undanskilin og hefur verðbólga á báða þessa mælikvarða því minnkað um u.þ.b. þrjár prósentur frá útgáfu síðustu Peningamála. Nokkur grunnáhrif voru fyrir hendi vegna mikillar hækkunar vísitölu neysluverðs á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Árstíðarleiðrétt þriggja mánaða verðbólga á ársgrunni mældist -2,3% í júlí og hefur minnkað úr 6,8% í apríl. • Verðbólga var 7,1% á öðrum ársfjórðungi þessa árs en í spánni í maí var reiknað með 7,4% verðbólgu. Helsta skýringin á frávikinu er að gengi krónunnar styrktist heldur meira en spáð var í maí. Einnig hækkaði olíuverð á heimsmarkaði nokkru minna á öðrum ársfjórðungi en búist var við. Hins vegar lækkaði húsnæðisverð minna en spáð var í maí. • Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur lækkað frá síðustu útgáfu Peningamála og nema verðbólguvæntingar til næstu þriggja ára um 1½% og um 2½% til næstu tíu ára samkvæmt verðbólguálaginu. Hafa verðbólguvæntingar á þennan mæli- kvarða lækkað um u.þ.b. ½-1 prósentu frá maíspánni. Samkvæmt ársfjórðungslegri könnun Capacent Gallup á verðbólguvæntingum fyrirtækja sem framkvæmd var í júní sl. væntu stjórnendur fyrir- Mynd 21 Undirliðir verðbólgu Framlag til 12 mánaða verðbólgu janúar 2007 - júlí 2010 12 mánaða breyting (%) Innfluttar vörur án áfengis, tóbaks og bensíns Bensín Húsnæði Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Almenn þjónusta Aðrir liðir Vísitala neysluverðs Heimild: Hagstofa Íslands. -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 2010200920082007 Mynd 20 Verðbólga janúar 2001 - júlí 20101 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01 12 mánaða breyting (%) 1. Kjarnavísitölur mæla undirliggjandi verðbólgu, kjarnavísitala 1 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns. Í kjarnavísitölu 2 er að auki verðlag opinberrar þjónustu undanskilið. Kjarnavísitala 3 undanskilur til viðbótar áhrif af breytingum raunvaxta. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Kjarnavísitala 3 Verðbólgumarkmið

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.