Peningamál - 01.02.2012, Blaðsíða 5

Peningamál - 01.02.2012, Blaðsíða 5
P E N I N G A M Á L 2 0 1 2 • 1 5 Alþjóðleg efnahagsmál og utanríkisviðskipti • Eftir því sem leið á síðasta ár dró úr hagvexti í helstu viðskipta- löndum Íslands og bjartsýnin sem ríkti á fyrri hluta ársins um að það versta væri yfirstaðið fjaraði út. Áframhaldandi óvissa í tengslum við skuldavanda ýmissa evruríkja, hætta á frekari útbreiðslu vandans og minni hagvöxtur víða um heim hefur orðið til þess að spár um hagvöxt fyrir árið í ár hafa lækkað verulega. • Töluvert dró úr hagvexti í flestum evruríkjum á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Skuldatryggingarálag langflestra evruríkja hækkaði gífurlega á síðasta ári og er almennt talið að evrusvæðið sé nú þegar komið í milda niðursveiflu. Í Bretlandi og Bandaríkjunum dró einnig verulega úr hagvexti á þriðja ársfjórðungi. Hins vegar dró heldur úr samdrættinum í Japan þegar áhrif jarðskjálftans snemma á síðasta ári tóku að fjara út. Fyrstu vísbendingar um þróunina á síðasta fjórðungi ársins gefa til kynna sterkari vöxt í Bandaríkjunum og Bretlandi, en að hægt hafi á hagvexti á evru- svæðinu. • Spár um hagvöxt á þessu ári hafa verið lækkaðar í flestum við- skiptalöndum Íslands, að Bandaríkjunum og Japan undanskildum. Efnahags- og þróunarstofnunin (OECD) spáir 0,8% hagvexti á árinu í helstu viðskiptalöndum Íslands en spár Consensus Forecasts og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gera ráð fyrir ½% hagvexti, sem er töluvert lægra en gengið var út frá í síðasta hefti Peningamála. • Verðbólguhorfur í helstu viðskiptalöndum Íslands hafa lítið breyst frá því í byrjun nóvember sl. Verðbólga virðist hafa náð hámarki í flestum þessara landa í haust og hefur síðan hjaðnað, m.a. í kjölfar lækkunar hrávöruverðs. Verðbólga í Bretlandi og á evrusvæðinu er þó enn nokkuð yfir verðbólgumarkmiði viðkomandi seðlabanka. Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum – Uppfærð spá1 Efnahagsbatinn heldur áfram þrátt fyrir lakari alþjóðahorfur Horfur í alþjóðlegum efnahagsmálum halda áfram að versna, en alþjóðlegar spár gera enn sem komið er ráð fyrir að samdráttur á evrusvæðinu verði tiltölulega skammvinnur. Viðskiptakjör voru nokkru lakari í fyrra en spáð var og verða einnig lakari á þessu ári. Á móti virðist krafturinn í útflutningi vera heldur meiri. Horfur um hagvöxt eru í stórum dráttum svipaðar og í nóvemberspá Seðlabankans: hagvöxtur síðasta árs virðist hafa verið 3% og áætlað er að hann verði um 2½% á ári á þessu og næstu tveimur árum. Í spánni er gert ráð fyrir að bati á vinnumarkaði haldi áfram með svipuðum hætti og spáð var í nóvember. Áfram er spáð að verðbólga nái hámarki á fyrsta fjórðungi þessa árs en taki síðan að hjaðna og verði við verðbólgumarkmið bankans snemma árs 2014. Sem fyrr litast efnahagshorfurnar af óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum. 1. Greiningin sem hér birtist byggist í meginatriðum á mati bankans á þróun efnahagsmála sem birtist í Peningamálum 2011/4 í nóvember sl. og þeirri uppfærðu spá sem hér er birt. Hún er byggð á gögnum sem lágu fyrir snemma í febrúar 2012. Heimild: Macrobond. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 1 Alþjóðlegur hagvöxtur Magnbreyting VLF 1. ársfj. 2003 - 4. ársfj. 2011 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 201120102009200820072006200520042003 1. Þegar vísitalan er undir 0 eru hagvísar verri en gert hafði verið ráð fyrir og á móti sýnir vísitala yfir 0 að hagvísar eru jákvæðari en gert hafði verið ráð fyrir. Vísitalan segir ekki til um hvort hagvísarnir séu jákvæðir eða nei- kvæðir. Heimild: Macrobond. Mynd 2 Vísitala um óvænta þróun hagvísa1 Daglegar tölur 1. janúar 2010 - 3. febrúar 2012 Vísitala Bandaríkin Evrusvæðið -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 80 100 120 140 2010 2011 ‘12

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.