Peningamál - 01.02.2012, Blaðsíða 7

Peningamál - 01.02.2012, Blaðsíða 7
P E N I N G A M Á L 2 0 1 2 • 1 7 ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM vegna meiri endurfjárfestingar erlendis hjá innlánsstofnunum í slitameðferð. Mældur viðskiptahalli í fyrra lækkar því töluvert eða úr 8,2% af landsframleiðslu í nóvemberspánni í tæplega 6% nú en afgangur á viðskiptajöfnuði án innlánsstofnana í slitameðferð er svipaður og í nóvemberspánni eða 0,4% af landsframleiðslu. Horfur eru á að viðskiptaafgangur án innlánsstofnana í slitameð- ferð verði á bilinu 1½-2% af landsframleiðslu á ári í ár og á næstu tveimur árum, sem er aðeins lægra en spáð var í nóvember. Innlendir fjármálamarkaðir • Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði vexti bankans um 0,25 prósentur samhliða útgáfu Peningamála í byrjun nóvember en hélt þeim óbreyttum í desember. Fyrir útgáfu þessa heftis Peningamála voru vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana 3,75%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,5%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,75% og daglánavextir 5,75%. Raunvextir bankans hafa hins vegar heldur lækkað frá því í nóvember og eru um -0,8% miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar. • Samkvæmt framvirkum vöxtum vænta markaðsaðilar þess að vextir Seðlabankans haldist óbreyttir fram til haustsins en þá virðist búið að verðleggja 0,25 prósentna hækkun vaxta inn í vaxta ferilinn. Samkvæmt framvirka ferlinum verða veðlánavextir því 5% í árslok og 6,5% í lok næsta árs. • Skammtímavextir á millibankamarkaði hafa sveiflast á bilinu 3,75- 5,25% frá útgáfu Peningamála í nóvember. Á sama tíma hafa óverðtryggðir langtímavextir lækkað um 0,2-0,3 prósentur en verðtryggðir langtímavextir um 0,4-1 prósentu. • Grunnfé hefur aukist lítillega frá útgáfu síðustu Peningamála. Pen- ingamagn í umferð (M3) hefur aukist um 10,7% frá því að það náði lágmarki í maí á síðasta ári. Aukninguna í M3 á síðari hluta ársins 2011 má að mestu rekja til þess að innlán fyrirtækja, sem áður töldust fjármálafyrirtæki en hafa nú verið endurskipulögð sem eignarhaldsfélög, hafa bæst við útreikninga á peningamagni. Ársvöxtur M3 var 8,6% í desember og er enn undir nafnvexti lands framleiðslunnar, sem talið er að hafi aukist um ríflega 10% á fjórða ársfjórðungi frá sama tíma ári áður. • Frá útgáfu síðustu Peningamála í nóvember hefur langtímavaxta- munur gagnvart þýskum ríkisskuldabréfum haldist nær óbreyttur í 4,7% en skammtímavaxtamunur aukist um 0,3 prósentur og mældist 4,2% rétt fyrir útgáfu þessa heftis. • Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs Íslands hefur lækkað um u.þ.b. ½ prósentu frá útgáfu Peningamála í nóvember, hvort sem miðað er við skuldatryggingarálagið eða vaxtamun fimm ára skuldabréfs Ríkissjóðs Íslands í Bandaríkjadölum og sambærilegs bréfs bandaríska ríkissjóðsins. Skuldatryggingarálagið er nú um 2,8 prósentur en vaxtamunurinn um prósentu hærri. Mynd 6 Vextir Seðlabanka Íslands og skammtímamarkaðsvextir Daglegar tölur 1. janúar 2010 - 3. febrúar 2012 % Vextir á veðlánum Daglánavextir Hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum Vextir á viðskiptareikningum Daglánavextir á millibankamarkaði Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 2 4 6 8 10 12 2010 2011 ‘12 Mynd 7 Veðlánavextir og framvirkir vextir1 Daglegar tölur 1. janúar 2010 - 31. mars 2015 % Veðlánavextir PM 2011/3 (miðjan ágúst 2011) PM 2011/4 (lok október 2011) PM 2012/1 (byrjun febrúar 2012) 1. Við mat á vaxtaferlinum er notast við vexti á millibankamarkaði og vexti ríkisbréfa. Ríkisbréf með gjalddaga á árunum 2012 og 2013 eru þó ekki notuð þar sem verðlagning þeirra er talin vera skekkt vegna áhrifa gjaldeyrishafta. Heimild: Seðlabanki Íslands. 2010 2011 2012 2013 2014 2015 0 2 4 6 8 10 12 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 1.800 2.000 2.200 2010200920082007 Mynd 8 Peningamagn í umferð Janúar 2007 - desember 2011 Ma.kr. M1 M2 M3 Hlutdeildarskírteini í fjárfestingarsjóðum Heimild: Seðlabanki Íslands. 2011

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.