Peningamál - 01.02.2012, Blaðsíða 11

Peningamál - 01.02.2012, Blaðsíða 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 2 • 1 11 hagvöxtur síðasta árs hafi verið 3%, sem er nánast sá sami og spáð var í nóvember. • Á þessu ári er spáð 2,5% hagvexti, einkum fyrir tilstuðlan aukinn- ar fjárfestingar. Framlag einkaneyslu er auk þess nokkurt, þótt það sé umtalsvert minna en í fyrra. Áætlað er að framlag utanríkisvið- skipta verði neikvætt í ár um sem nemur 0,6 prósentum af lands- framleiðslu, sem er svipað því sem var í nóvemberspánni. Á næsta ári er einnig spáð 2,5% hagvexti og 2,7% hagvexti árið 2014. Áfram er gert ráð fyrir að fjárfesting og einkaneysla beri uppi vöxt landsframleiðslunnar. Spáð er að framlag utanríkisviðskipta batni lítillega og verði jákvætt á næstu tveimur árum en í báðum tilvikum er um litlar breytingar milli ára að ræða. Hagvaxtarhorfur í ár og næstu tvö ár eru því mjög svipaðar og gert var ráð fyrir í nóvemberspá bankans. • Áætlað er að framleiðsluslakinn hafi minnkað verulega á síðasta ári og numið 2% af framleiðslugetu. Gert er ráð fyrir að slakinn minnki enn frekar í ár og á næsta ári þrátt fyrir hóflegan hag- vöxt og verði horfinn á árinu 2014. Þetta er áþekk þróun og í nóvemberspánni. Áætlanir um framleiðsluslaka eru hins vegar óvenju óvissar um þessar mundir sakir þess að þjóðarbúskapurinn er að ganga í gegnum óvenju miklar breytingar í framhaldi af þeim stóru áföllum sem riðu yfir í fjármálakreppunni. • Vinnuaflseftirspurn hélt áfram að aukast á milli ára á síðasta fjórðungi í fyrra, eins og hún gerði á öðrum og þriðja ársfjórðungi samkvæmt niðurstöðum Vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar. Heldur hefur hægt á batanum í samræmi við spá Seðlabankans frá því í nóvember. Heildarvinnustundum fjölgaði um 2,4% milli ára þrátt fyrir að starfandi fólki fækkaði lítillega þar sem meðalvinnutími á viku jókst um eina klukkustund. Ársverkum fjölgaði um 1,5% milli ára í fyrra sem er í takt við nóvemberspána. Einnig fjölgar áfram þeim sem eru í fullu starfi á meðan starfandi í hlutastarfi fækkar. Gert er ráð fyrir svipuðum og tiltölulega hægum vexti atvinnu á spátímanum og í síðustu spá eða tæplega 1% að meðaltali á ári. • Vinnuaflsframboð minnkaði hins vegar um rúmlega 3.000 manns milli ára á fjórða fjórðungi síðasta árs þannig að atvinnuþátttöku- hlutfallið lækkaði um 1,5 prósentur og hefur ekki verið lægra frá því að framkvæmd ársfjórðungslegra vinnumarkaðskannana hófst árið 2003. Þátttökuhlutfallið mældist 80,4% á árinu 2011 og lækkaði um 0,7 prósentur frá fyrra ári eða sem samsvarar tæplega 1.000 manns. Á sama tíma fjölgaði þeim sem voru utan vinnumarkaðar um tæplega 3.000. Fjölgun fólks sem var utan vinnumarkaðar skýrist að mestu af fjölgun námsmanna og öryrkja. • Atvinnuleysi hefur verið svipað og gert var ráð fyrir í síðustu spá Seðlabankans, bæði á síðasta fjórðungnum í fyrra (7,1%) og á árinu öllu (7,4%) og dróst atvinnuleysi saman um 0,7 prósentur milli ára. Vísbendingar úr viðhorfskönnun meðal 400 stærstu fyrir- tækja landsins, sem Capacent Gallup gerði í desember, gefa til kynna að 7,5 prósentum fleiri fyrirtæki vilji fækka starfsmönnum á Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd 17 Breytingar á vinnuafli 1. ársfj. 2004 - 4. ársfj. 2011 Breyting frá sama fjórðungi fyrra árs (%) Atvinnuþátttaka (prósentur) Fjöldi starfandi (%) Heildarvinnustundir (%) Meðalvinnutími (klst.) -8 -6 -4 -2 0 2 4 20112010200920082007200620052004 Mynd 18 Atvinna og atvinnuleysi 1. ársfj. 2009 - 1. ársfj. 20151 1. Grunnspá Seðlabankans 1. ársfj. 2012 - 1. ársfj. 2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Atvinna (v. ás) Atvinnuleysi, árstíðarleiðrétt (öfugur h. ás) % af mannafla -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 20142013201220112010200920082007 1. Jákvæður vöxtur framleiðni kemur fram sem neikvætt framlag til hækkunar á launakostnaði á framleidda einingu. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd 19 Launakostnaður á framleidda einingu og framlag undirliða 2000-20141 Breyting frá fyrra ári (%) Nafnlaun Launakostnaður annar en laun Undirliggjandi framleiðni Launakostnaður á framleidda einingu -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.