Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 5

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 5
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 5 Alþjóðleg efnahagsmál og utanríkisviðskipti • Frá útgáfu Peningamála í nóvember hafa hagvísar fyrir evru- svæðið að mestu þróast í samræmi við væntingar markaðsaðila. Landsframleiðslan jókst lítillega milli fjórðunga, annan fjórðunginn í röð, en er enn að dragast saman um 0,4% milli ára. Batinn er þó mismikill eftir löndum innan myntsvæðisins, þótt fyrstu bata- merkja gæti einnig á suðurhluta svæðisins. Svo virðist sem batinn sé einnig að sækja í sig veðrið í Bandaríkjunum og á Bretlandi og jókst landsframleiðslan í báðum löndum um tæplega 1% milli fjórðunga á þriðja ársfjórðungi. Árshagvöxtur mælist hins vegar enn tiltölulega lítill eða 1,8% í Bandaríkjunum og 1,5% í Bretlandi. Árshagvöxtur tók einnig nokkurn kipp í Japan, eftir 0,5% aukn- ingu landsframleiðslu milli fjórðunga, og mældist 2,6%. • Á heildina litið virðast hagvaxtarhorfur í heiminum heldur hafa skánað. Í nýrri spá frá því í janúar sl. gerir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn t.d. ráð fyrir um 3,7% hagvexti í heiminum í ár og 3,9% á næsta Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum – Uppfærð spá1 Verðbólguhorfur batna á þessu ári en versna á næstu tveimur árum þegar slaki í þjóðarbúskapnum breytist í spennu Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa skánað frá útgáfu Peningamála í nóvember þótt óvissa sé áfram mikil, sér- staklega í tengslum við ágjöf sem ýmis nýmarkaðsríki hafa orðið fyrir nýlega. Horfur um viðskiptakjör þjóðar- búsins hafa einnig batnað en útflutningshorfur hafa versnað, sérstaklega vegna lakari horfa um loðnuveiði í ár. Áætlað er að hagvöxtur í fyrra hafi verið töluvert meiri en áður hafði verið gert ráð fyrir eða 3% í stað 2,3% í nóvemberspánni. Skýrist það af mun hagstæðara framlagi utanríkisviðskipta en innlend eftirspurn þróaðist í takt við nóvemberspána. Efnahagshorfur litast mjög af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða stjórnvalda til lækkunar hús- næðisskulda og annarra aðgerða stjórnvalda til að örva eftirspurn. Eins og rakið er í sérstökum viðauka er talið að skuldalækkunin muni auka einkaneyslu töluvert á næstu misserum. Aukin eftirspurn mun jafnframt koma fram í auknum innflutningi og draga úr þjóðhagslegum sparnaði og viðskiptaafgangi. Hagvaxtaráhrif aðgerðanna verða því minni en áhrifin á innlenda eftirspurn. Eins og í nóvember er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 2,6% á þessu ári. Vegast þar á áhrif eftirspurnarhvetjandi aðgerða stjórnvalda annars vegar og horfur um minni vöxt útflutnings hins vegar. Uppbygging orkufreks iðnaðar hefur einnig tafist. Horfur um hagvöxt á næstu tveimur árum hafa batnað töluvert og er gert ráð fyrir 3,7% hagvexti á næsta ári og 3% hagvexti árið 2016. Gangi spáin eftir verður hagvöxtur að meðaltali um 3,1% á ári á spátímanum sem er meiri vöxtur en að meðaltali undanfarin þrjátíu ár og töluvert meiri vöxtur en spáð er í helstu viðskiptalöndum Íslands. Batinn á vinnumarkaði hefur einnig reynst meiri en spáð var. Sakir kröftugri hagvaxtar minnkar slakinn í þjóðarbúskapnum hraðar en áður hafði verið talið og gæti snúist í spennu á fyrrihluta næsta árs. Spáð er að verðbólga verði minni á þessu ári en í síðustu spá vegna hærra gengis krónunnar og minni hækkunar launakostnaðar á framleidda einingu. Gangi forsendur um þróun launa og gengis eftir verður verðbólga í námunda við verðbólgumarkmiðið á þessu ári. Þegar áhrif nýliðinnar gengishækkunar fjara út og framleiðsluslaki snýst í spennu gæti verðbólga aukist á ný og orðið um nokkra hríð yfir verðbólgumarkmiðinu. Samkvæmt spánni verður hún mest um 3½% seint á næsta ári en hjaðnar síðan á árinu 2016 vegna stífara taumhalds peningastefnunnar. Gangi spáin eftir verður verðbólga eitthvað yfir markmiði í lok spátímans en markmiðið er þó vel innan þeirra marka sem talið er að 50% líkur séu á að verðbólgan verði. 1. Greiningin sem hér birtist byggist í meginatriðum á mati bankans á þróun efnahagsmála sem birtist í Peningamálum 2013/4 í nóvember sl. og þeirri uppfærðu spá sem hér er birt. Hún er byggð á gögnum sem lágu fyrir í byrjun febrúar. 1. Punktar sýna spár Consensus Forecasts og Global Insight fyrir árin 2013-2016. Heimildir: Consensus Forecasts, Global Insight, Macrobond. Mynd 1 Hagvöxtur meðal nokkurra iðnríkja1 Breyting frá fyrra ári (%) Evrusvæðið Bandaríkin Viðskiptalönd Íslands -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.