Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 7

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 7
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 7 ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM með svipuðum hætti og í nóvemberspánni eða um 2½% á ári að meðaltali á þessu og næstu tveimur árum. • Í fyrra lækkaði alþjóðlegt hrávöruverð um 1% frá fyrra ári og var spáin í síðustu Peningamálum í takt við þá þróun. Í ár er gert ráð fyrir að hrávöruverð lækki um rúm 5% eins og í nóvemberspánni og er lækkunin drifin áfram af lækkun matvælaverðs. Þetta er ívið minni lækkun en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði í janúar en nokkru meiri lækkun en Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) spáði í nóvember. Gert er ráð fyrir að olíuverð lækki um 4½% á þessu ári en það er mjög svipað og spáð var í nóvember. Þá er gert ráð fyrir 1-2% lækkun á ári út spátímann. • Horfur um aukna eftirspurn eftir fiskafurðum gefa tilefni til auk- innar bjartsýni um þróun verðs sjávarafurða. Nú er gert ráð fyrir að verð hækki að meðaltali um 1% í ár og á næsta ári í stað um 2% lækkunar bæði árin í síðustu spá. Horfur um þróun álverðs hafa hins vegar versnað og er nú spáð um ½% lækkun í ár í stað ríflega 3% hækkunar í nóvemberspánni. Horfurnar fyrir næstu tvö ár eru hins vegar svipaðar og í nóvember. • Hagstæðari horfur um sjávarafurðaverð gera það að verkum að nú er spáð að viðskiptakjör rýrni um tæplega ½% í ár í stað þess að rýrna um tæplega 1% í nóvemberspánni. Kemur það til við- bótar nokkru hagstæðari þróun í fyrra. Líkt og í nóvember er gert ráð fyrir tæplega 2% rýrnun viðskiptakjara til viðbótar á næstu tveimur árum. • Raungengi hækkaði um tæplega 10% í desember frá sama tíma í fyrra og að meðaltali um 3,9% á árinu í heild. Hækkunin skýrist að mestu leyti af hækkun gengis krónunnar í byrjun og lok síðasta árs. Meiri verðbólga hér á landi en í helstu viðskiptalöndum á einnig þátt í hækkun raungengis. Það er þó enn lágt í sögulegu samhengi. • Vöruútflutningur jókst um tæplega 3% í fyrra, sem er töluvert meiri vöxtur en gert hafði verið ráð fyrir í nóvember. Skýrist það bæði af meiri útflutningi sjávarafurða, sem rekja má til meiri afla og betri nýtingar, og meiri álútflutnings. Horfur um vöruútflutning fyrir þetta ár hafa hins vegar versnað töluvert og er nú gert ráð fyrir tæplega 1% samdrætti frá fyrra ári í stað 2% aukningar. Leggjast þar á eitt mun verri horfur um loðnuveiði og fyrirhuguð skerðing á raforku til stórnotenda sem veldur því að álframleið- endur reikna með minni framleiðslu á fyrri hluta þessa árs en í fyrra. Útflutningur sjávar- og álafurða verður því minni en áður hafði verið spáð. Horfur fyrir vöruútflutning næstu tveggja ára eru hins vegar taldar lítillega betri. • Búist er við meiri aukningu þjónustuútflutnings í fyrra en áætlað var í nóvember og var útflutningur vöru og þjónustu rúmlega prósentu meiri eða 4,7% í stað 3,4%. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir meiri vexti þjónustuútflutnings í ár, leiða lakari horfur um vöruútflutning til þess að nú er áætlað að útflutningur í heild vaxi einungis um 1,4% í stað ríflega 2% í nóvemberspánni. Gert er ráð fyrir að vöxturinn aukist aftur á næstu tveimur árum og verði um 2% á ári að meðaltali, sem er svipað og í nóvember. 1. Mánaðarleg meðaltöl. Heimild: Macrobond. Vísitala, Janúar 2007 = 100 Mynd 5 Hlutabréfaverð á ýmsum mörkuðum1 Janúar 2007 - janúar 2014 Norðurlönd Nýmarkaðsríki Heimsverð Evrusvæðið Bandaríkin 40 60 80 100 120 140 160 2013201220112009 201020082007 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2016. Framlag helstu undirliða til ársbreytingar viðskiptakjara er fengið með því að vega saman árlega breytingu viðkomandi undirliðar með vægi hans í út- eða innflutningi vöru og þjónustu. Liðurinn "annað" er afgangsliður. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 6 Viðskiptakjör og framlag undirliða 2010-20161 Sjávarafurðaverð Hreint framlag álverðs Framlag viðskiptakjara þjónustu Hrávöruverð Olíuverð Annað Viðskiptakjör vöru og þjónustu -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 2016201520142013201220112010 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 7 Þróun útflutnings og framlag undirliða hans 2010-20161 Útflutningur vöru og þjónustu Sjávarafurðir Ál Þjónusta Skip og flugvélar Annar vöruútflutningur -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 2016201520142013201220112010

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.