Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 11

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 11 • Á síðasta ári námu hrein, ný útlán innlánsstofnana, þ.e. ný útlán að frádregnum uppgreiðslum, um 55 ma.kr. til heimila og um 84 ma.kr. til fyrirtækja (annarra en eignarhaldsfélaga). Á sama tímabili voru hrein ný útlán Íbúðalánasjóðs neikvæð um 4,4 ma.kr. Hrein ný útlán innlánsstofnana til heimila og fyrirtækja hafa að mestum hluta verið óverðtryggð. Hins vegar hefur meirihluti nýrra útlána til heimila verið verðtryggður en uppgreiðslur slíkra lána eru einnig meiri. Þrátt fyrir aukningu nýrra útlána heldur gengis- og verðleiðrétt bókfært virði heildarstofns útlána áfram að minnka. Sem fyrr skýrist samdrátturinn að mestu leyti af minni stofni gengisbundinna lána innlánsstofnana og verðtryggðra lána Íbúðalánasjóðs. • Á árinu 2013 hækkaði íbúðaverð um 6½%, leiguverð um 10% og velta þinglýstra kaupsamninga jókst um 9½% frá fyrra ári. Meðalsölutími íbúða hefur einnig styst og var um fimm mánuðir á síðasta ári sem er tveimur mánuðum styttra en árið á undan. Raunverð húsnæðis hækkaði um 2½% að meðaltali milli áranna 2012 og 2013 og er nú litlu hærra en það var haustið 2004, rétt fyrir hinar miklu umbreytingar sem urðu á innlendum íbúðalána- markaði. • Frá útgáfu síðustu Peningamála hefur heildarvísitala aðallista Kauphallarinnar hækkað um tæp 10% og úrvalsvísitalan (OMXI6) um 9%. Vísitölurnar hækkuðu um tæp 28% og 19% á síðasta ári og heildarvelta á hlutabréfamarkaði hátt í þrefaldaðist milli ára. Fjárfestingarkostum á markaðinum fjölgar áfram og fleiri félög stefna á skráningu á næstu tveimur árum. Ávöxtun nokkurra inn- lendra hlutabréfasjóða var talsvert meiri eða um 45% á síðasta ári. • Fjármálaleg skilyrði einkageirans þokast áfram í rétta átt. Þannig hefur hrein eign heimila og fyrirtækja haldið áfram að hækka samhliða hækkandi eignaverði og lækkandi skuldum, m.a. vegna endurútreiknings ólöglegra gengistryggðra lána en uppgjöri slíkra lána er þó enn ekki lokið. Þá mun fjárhagsleg staða heimila batna enn frekar á næstu árum vegna aðgerða til lækkunar húsnæðis- skulda heimila. Hlutfall lána heimila og fyrirtækja í vanskilum hjá stóru viðskiptabönkunum þremur og Íbúðalánasjóði hefur einnig lækkað á undanförnum mánuðum. Einstaklingum á vanskilaskrá hefur jafnframt fækkað en þó er enn mikið um vanskil samanborið við stöðuna við upphaf samdráttarskeiðsins. Fyrirtækjum á van- skilaskrá hefur hins vegar fjölgað lítillega á undanförnum mán- uðum og virðist fjárhagsstaða hluta fyrirtækja brothætt, líkt og fjallað var um í síðustu útgáfu Peningamála. Innlendur þjóðarbúskapur • Í desember sl. birti Hagstofa Íslands þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung 2013 ásamt endurskoðun á þjóðhagsreikningum fyrri hluta ársins. Samkvæmt tölunum mældist hagvöxtur 4,9% frá sama fjórðungi árið áður en 3,1% á fyrstu þremur fjórðungum ársins samanborið við sama tímabil árið á undan. Megindrifkraftur Ma.kr. Ma.kr. Mynd 16 Hrein ný útlán1 stóru viðskiptabankanna þriggja til heimila og fyrirtækja2 1. - 4. ársfj. 2013 1. Ný útlán að frádregnum uppgreiðslum. 2. Utan eignarhaldsfélaga. Heimild: Seðlabanki Íslands. Óverðtryggð Verðtryggð Í erl. gjaldmiðlum Eignaleigusamningar Alls -5 0 5 10 15 20 4. ársfj. 3. ársfj. 2. ársfj. 1. ársfj. -10 0 10 20 30 40 Heimili Fyrirtæki 4. ársfj. 3. ársfj. 2. ársfj. 1. ársfj. Mynd 17 Þjóðhagsreikningar 1. ársfj. - 3. ársfj. 2013 og mat Seðlabankans Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) PM 2013/4 Hagstofa Íslands -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 VLF Innflutningur Útflutningur Þjóðarútgjöld Fjárfesting Samneysla Einkaneysla

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.