Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 13

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 13
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 13 þó að í áætlunum stjórnvalda er gert ráð fyrir hækkun framlags launafólks í séreignarlífeyrissparnað sem að öðru óbreyttu dregur úr áhrifum aðgerðarinnar á ráðstöfunartekjur. Þessu til viðbótar gæti orðið tímabundin aukning í einkaneyslu á næstunni þar sem hluti heimila kann að hafa beðið með útgjaldaákvarðanir þar til að niðurstaða stjórnvalda lægi fyrir. • Nánar er fjallað um áhrif skuldalækkunarinnar í viðauka 2. Eins og þar kemur fram má ætla að einkaneysla muni vaxa hraðar á næstu árum af völdum hennar. Aukningin mun að hluta ryðja út fjár- festingu, sem vex þá um hríð hægar en ella. Innflutningur eykst einnig og viðskiptajöfnuðurinn versnar. Hagvaxtaráhrif aðgerðar- innar verða því minni en áhrifin á innlenda eftirspurn. Hagvöxtur verður því í meira mæli drifinn af innlendri eftirspurn og þjóð- hagslegur sparnaður verður minni en ella. Meiri framleiðsluspenna og lægra gengi krónunnar eykur verðbólguþrýsting en á móti kemur að gert er ráð fyrir að taumhald peningastefnunnar verði stífara en ella, sem dregur úr eftirspurnar- og verðbólguáhrifum aðgerðarinnar. Eins og fjallað er um í viðaukanum tengist fjöldi óvissuþátta skuldalækkuninni. Því ríkir töluverð óvissa um endan- leg áhrif aðgerðarinnar. Eins ríkir nokkur óvissa um framgang og efnahagsleg áhrif áforma um hugsanlegt bann eða takmörkun á aðgengi heimila að löngum verðtryggðum húsnæðislánum. • Auk skuldalækkunaraðgerðarinnar, sem reiknað er með að taki gildi á miðju þessu ári, var heimild til sérstakrar úttektar séreignar- sparnaðar framlengd og rýmkuð frá ársbyrjun. Vöxtur einkaneyslu á þessu og næstu árum verður því töluvert kröftugri en spáð var í nóvember. Gert er ráð fyrir að einkaneysla aukist um 4,6% á þessu ári og um 3,9% að meðaltali á spátímanum í stað 2½% í nóvemberspánni. Gangi spáin eftir mun vægi einkaneyslu í lands- framleiðslu vaxa úr 54% á síðasta ári í 56% árið 2016. • Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var vöxtur samneysl- unnar minni en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Frávikið felst í því að verðhækkun samneyslu var vanmetin á þriðja fjórðungi. Spáin fyrir árið 2013 í heild er þó óbreytt frá fyrri spá. Spá um þróun samneyslunnar út spátímann er lítið breytt. • Bráðabirgðatölur Hagstofunnar fyrir fyrstu þrjá fjórðunga síðasta árs gefa til kynna að vöxtur opinberrar fjárfestingar hafi verið minni í fyrra en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Núverandi ríkis- stjórn tilkynnti fljótlega eftir að hún tók við völdum að hún ætlaði að draga úr fjárfestingaráformum fyrri ríkisstjórnar samkvæmt Fjárfestingaráætlun 2013-2015. Erfitt er að áætla hvernig til hafi tekist að stöðva þær framkvæmdir en nú er spáð svipuðum vexti opinberrar fjárfestingar árið 2013 og í nóvember en þá var gert ráð fyrir að tekist hefði að stöðva hluta framkvæmdanna. Af nýsamþykktum fjárhagsáætlunum stærstu sveitarfélaga fyrir þetta ár má ráða að fjárfesting þeirra verði heldur meiri en gert var ráð fyrir í síðustu spá. • Fjárlög fyrir árið 2014 voru samþykkt í desember og eru heildar­ og frumjöfnuður 0,4 ma.kr. og 1,5 ma.kr. jákvæðari en upphaflegt 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Br. frá fyrra ári (%) Mynd 21 Samneysla og fjárfesting hins opinbera 2010-20161 Samneysla (v. ás) Fjárfesting hins opinbera (v. ás) Opinber útgjöld í ráðstöfunaruppgjöri (h. ás) Framlag til hagvaxtar (prósentur) -2,0 -1,6 -1,2 -0,8 -0,4 0,0 0,4 2016201520142013201220112010 -7,5 -6,0 -4,5 -3,0 -1,5 0,0 1,5 3,00,8

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.