Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 16

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 16
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 16 2013 en gert var ráð fyrir í nóvemberspánni. Þá var spáð 1% fjölgun heildarvinnustunda frá fyrra ári en í reynd fjölgaði þeim um 4,3%. Eins og undangengna ársfjórðunga skýrist meiri fjölgun en spáð var af fjölgun starfandi fólks (4,6%) en meðalvinnutími styttist um 0,4%. Þótt fjölgun heildarvinnustunda á árinu öllu skýrist nánast algerlega af fjölgun starfandi fólks (3,4%) jókst meðalvinnutími um 0,3% milli ára en hann hafði dregist saman um 0,6% á árinu 2012. Á árinu 2013 fjölgaði heildarvinnustund- um því um 3,7% en það er sama fjölgun og var á árunum 2005 og 2007. • Allir aðrir mælikvarðar á eftirspurn og framboð vinnuafls þróuðust í sömu átt á síðasta ári. Hlutfall starfandi af heildarvinnuafli jókst um 1,4 prósentur milli ára, atvinnuþátttaka jókst um 0,9 prósentur og fólki utan vinnumarkaðar fækkaði um 3,3%. • Á síðasta fjórðungi ársins 2013 fluttu fleiri til landsins en frá því, fimmta fjórðunginn í röð. Í fyrsta skipti frá falli bankakerfisins fluttu því fleiri til landsins en frá því á árinu í heild eða sem nemur 0,9% af vinnuaflinu. Nettófjölgunin stafar eingöngu af fjölgun erlendra ríkis borgara, sem styður við aðrar vísbendingar um aukna eftirspurn eftir vinnuafli. • Niðurstöður könnunar Capacent Gallup, sem var framkvæmd í nóvember og desember sl. meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, benda til þess að vinnuaflseftirspurn gæti aukist hægar á fyrri helmingi þessa árs en í fyrra. Samkvæmt könnuninni vildi svipaður fjöldi fyrirtækja fækka starfsfólki og fjölga því í nóvember 2013 en í tveimur könnunum sem framkvæmdar voru á fyrri hluta ársins vildu um 10% fleiri fyrirtæki fjölga starfsfólki en fækka því. • Í uppfærðri spá er gert ráð fyrir svipaðri fjölgun heildarvinnustunda og í síðustu spá eða tæplega 1% fjölgun. Horfur fyrir næstu tvö ár eru einnig svipaðar og í nóvember og er spáð um 1% fjölgun að meðaltali á spátímanum. • Atvinnuleysi samkvæmt skrá Vinnumálastofnunar (VMST) var heldur minna en gert var ráð fyrir í síðustu spá Seðlabankans á síð asta fjórðungi síðasta árs. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi var 4,1% á fjórð ungnum samkvæmt VMST en 5,3% eins og það mælist í Vinnumarkaðskönnun (VMK) Hagstofu Íslands.5 Á mælikvarða VMST hafði atvinnuleysi minnkað um 1,1 prósentu frá sama tíma árið áður en um 0,2 prósentur samkvæmt VMK. Eins og búast mátti við var atvinnuleysi því einnig heldur meira á mælikvarða VMK á síðsta ári (5,4%) en VMST (4,4%) þar sem tímabundið ákvæði um lengingu bótaréttar úr þremur í fjögur ár var ekki framlengt fyrir síðasta ár en VMK tekur einnig þá með sem hafa misst bótarétt. • Áfram má gera ráð fyrir að skráð atvinnuleysi mælist eitthvað minna en samkvæmt tölum VMK á þessu ári. Spáð er að skráð 5. Samkvæmt skilgreiningu VMK eru þeir sem þegar hafa fengið vinnu en eru ekki byrjaðir að vinna atvinnulausir. Atvinnuleysi samkvæmt VMK var 5% án þeirra sem höfðu þegar fengið vinnu sem ekki var hafin. 1. Árstíðarleiðréttar tölur. 2. Fjöldi starfandi sem hlutfall af mannfjölda 15-64 ára. 3. Fjöldi atvinnulausra sem hlutfall af vinnuafli 15-64 ára (alþjóðlega samræmdur mælikvarði OECD). Heimildir: Hagstofa Íslands, OECD, Seðlabanki Íslands. Mynd 28 Hlutfall starfandi og atvinnuleysi1 1. ársfj. 2007 - 3. ársfj. 2013 % af mannfjölda 15-64 ára Ísland Bandaríkin Evrusvæðið OECD-ríki Hlutfall starfandi2 Atvinnuleysishlutfall3 % af mannafla 60 65 70 75 80 85 90 2 4 6 8 10 12 14 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07 Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd 29 Fólksflutningar Fjöldi (þús.) Aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta Aðfluttir íslenskir ríkisborgarar umfram brottflutta Aðfluttir umfram brottflutta ‘90 ‘95 ‘00 ‘05 ‘10 2012 2013 -6 -4 -2 0 2 4 6 Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd 27 Breytingar á atvinnu og vinnutíma 1. ársfj. 2004 - 4. ársfj. 2013 Breyting frá fyrra ári (%) Fjöldi starfandi Meðalvinnutími Heildarvinnustundir -15 -10 -5 0 5 10 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.