Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 18

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 18
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 18 Verðbólga • Verðbólga mældist 3,8% á fjórða ársfjórðungi 2013 rétt eins og gert var ráð fyrir í nóvemberspá bankans. Sem fyrr voru megindrifkraftar verðbólgunnar af innlendum toga, þ.e. hækkun húsnæðisliðar og verðs á almennri þjónustu, en á móti vógu verðlækkanir á innfluttri vöru og bensíni. Meðalverðbólga ársins var 3,9% og minnkaði úr 5,2% árið 2012. • Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,72% milli mánaða í janúar sl. eftir að hafa hækkað nokkuð mánuðina tvo á undan. Lækkunina í janúar má að mestu leyti rekja til útsöluáhrifa á fötum, skóm og heimilisbúnaði en útsöluáhrifin voru þó sterkari í fyrra. Einnig lækkuðu flugfargjöld og bensínverð en á móti vógu verðhækkanir í heilbrigðisþjónustu og hækkun kostnaðar vegna húsnæðis, hita og rafmagns. Áhrif óbeinna skatta námu 0,08% til hækkunar en það eru talsvert minni áhrif en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Vísitala neysluverðs án skatta lækkaði því svipað milli mánaða og heildarvísitalan eða um 0,8%. • Ársverðbólga mældist 3,1% í janúar en var 4,2% í desember. Nokkur grunnáhrif voru fyrir hendi þar sem vísitala neysluverðs hafði hækkað um 0,3% í janúar 2013. Um helming ársverðbólg- unnar í janúar má rekja til húsnæðisliðar vísitölunnar sem hefur hækkað um 7,6% sl. tólf mánuði. Um fimmtung ársverðbólg- unnar má rekja til hækkunar á almennri þjónustu en á móti vó lítil innflutt verðbólga og hækkun gengis krónunnar sem eiga veigamikinn þátt í hjöðnun almennrar verðbólgu. • Mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu hafa einnig hjaðnað. Þannig lækkaði kjarnavísitala 3, sem undanskilur áhrif óbeinna skatta, sveiflukenndra matvöruliða, bensíns, opinberrar þjónustu og raunvaxtakostnaðar húsnæðislána, um 1% í janúar og mældist undirliggjandi ársverðbólga á þennan mælikvarða 3,7% og hafði þá hjaðnað úr 4,5% í desember. Sé markaðsvirði húsnæðis einnig undanskilið (kjarnavísitala 4), mælist undirliggjandi verðbólga enn minni eða 2,4%. Aðrir mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu- þrýsting gefa einnig til kynna að verðbólga hafi hjaðnað nokkuð. Þannig nam árshækkun almennrar þjónustu, sem jafnan gefur vísbendingu um innlendan verðbólguþrýsting, 3,3% í janúar en var 6,1% í desember. Tölfræðilegir mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu benda jafnframt til þess að undirliggjandi verðbólga liggi á bilinu 2½-3%. • Í kjölfar hjöðnunar verðbólgu í janúar og aukinna væntinga um hóflegar launahækkanir á árinu hafa verðbólguvæntingar lækkað. Þannig hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til næstu tveggja ára lækkað um ¼ úr prósentu frá því í nóvember en um tæplega 0,2 prósentur til næstu fimm og tíu ára. Sambærileg lækkun hefur einnig orðið á verðbólguálaginu til fimm ára eftir fimm ár. Á alla þessa kvarða mælast verðbólguvæntingar nú á bilinu 3,3-3,7%. Væntingar markaðsaðila um verðbólgu næstu tvö ár hafa lækkað heldur meira eða um 0,5-0,7 prósentur og vænta þeir að verð- Mynd 33 Undirliðir verðbólgu Framlag einstakra undirliða til verðbólgu jan. 2010 - jan. 2014 Prósentur Innfluttar vörur án áfengis, tóbaks og bensíns Bensín Húsnæði Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Almenn þjónusta Aðrir liðir Vísitala neysluverðs (12 mánaða %-breyting) Heimild: Hagstofa Íslands. -2 0 2 4 6 8 10 2012 201320112010 Mynd 34 Verðbólga, kjarnaverðbólga og gengi krónunnar Janúar 2010 - janúar 2014 12 mánaða breyting (%) 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs (v. ás) Kjarnavísitala 3 án skattaáhrifa (v. ás) Vísitala meðalgengis - viðskiptavog þröng (andhverfur h. ás) Verðbólgumarkmið (v. ás) Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 20 15 10 5 0 -5 -10 -15 -20 -25 2012 201320112010 Mynd 35 Ýmsir mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu og verðbólguþrýsting Janúar 2010 - janúar 2014 12 mánaða breyting (%) Kjarnavísitala 3 án skattaáhrifa Kjarnavísitala 4 án skattaáhrifa Almenn þjónusta Verðbólgumarkmið 2,5% Undirliggjandi verðbólga - bil hæstu og lægstu mælingar1 1. Undirliggjandi verðbólga er mæld sem klippt meðaltal (e. trimmed mean) þar sem 10%, 15%, 20% og 25% þeirra undirliða sem breytast mest í verði eru undanskilin. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2013201220112010

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.