Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 22

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 22
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 22 Í samræmi við stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar og ályktun Al- þingis frá því í júní í fyrra skipaði forsætisráðherra sérfræðingahóp sem falið var að útfæra mismunandi leiðir til að ná fram lækkun á höfuð- stól verðtryggðra húsnæðislána og koma með tillögu um skilvirkustu leiðina að því markmiði. Sérfræðingahópurinn skilaði af sér tillögum 29. nóvember sl. (sjá forsætisráðuneytið, 2013). Í meginatriðum skiptast tillögur hópsins í tvo þætti: annars vegar beina lækkun verðtryggðra húsnæðisskulda heimila sem verður fjármögnuð í gegnum ríkissjóð og hins vegar skatt- frelsi greiðslna úr séreignarlífeyrissparnaði sem nýttur yrði til þess að greiða niður húsnæðisskuldir. Samkvæmt áætlun sérfræðingahópsins er gert ráð fyrir að með þessum aðgerðum geti lántakar náð fram umtals- verðri lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda sinna á næstu fjórum árum. Í þessum viðauka er gerð grein fyrir mati Seðlabanka Íslands á áhrifum þessarar aðgerðar á efnahagsumsvif og verðbólgu á árunum 2014-2018. Ekki er lagt sérstakt mat á áhrifin á stöðu ríkissjóðs, heldur gert ráð fyrir að aðgerðin sé að fullu fjármögnuð. Hér er ekki heldur fjallað sérstaklega um hugsanleg áhrif aðgerðarinnar á fjármálakerfið eða úrlausn greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins og losun fjármagns- hafta. Eingöngu eru greind áhrifin á almenna eftirspurn og verðbólgu, og hugsanleg viðbrögð peningastefnunnar við þeim.1 Bein lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána Sérfræðingahópurinn leggur til að verðtryggð húsnæðislán verði færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010 umfram 4,8% meðalverðbólgu áranna 2001-2007. Verðbætur umfram viðmiðið verða því endurgreiddar og koma til niðurgreiðslu á höfuðstól lánsins. Áætlað er að endurgreiðslan samsvari um 13% lækkun á höfuðstól, en vísitala neysluverðs til verð- tryggingar hækkaði um 14,9% umfram 4,8%-viðmiðið á ári á um- ræddu tímabili. Samkvæmt tillögum hópsins er gert ráð fyrir 4 m.kr. hámarki á hvert heimili en talið er að 90% heimila verði ekki fyrir skerðingu af þessari takmörkun. Til frádráttar koma fyrri úrræði til lækkunar höfuð- stóls sem lántakandi hefur notið, t.d. svokölluð 110%-leið, sérstakar vaxtabætur, greiðsluaðlögun eða sértæk skuldaaðlögun. Lagt er til að niðurfærslan sé útfærð þannig að húsnæðislánum sem falla undir fyrrgreind skilyrði verði skipt í tvo greiðsluhluta: annars vegar „frumhluta“ upphaflegs láns og hins vegar „leiðréttingarhluta“ lánsins, sem eins og áður segir er áætlað að nemi að jafnaði allt að 13% af höfuðstól upphaflega lánsins. Lántakinn hættir þá að greiða af leiðréttingarhlutanum, þótt áfram sé gert ráð fyrir að hann sé ábyrgur Viðauki 2 Efnahagsleg áhrif aðgerða stjórnvalda til lækkunar húsnæðisskulda heimila 1. Fjallað verður um möguleg áhrif aðgerðarinnar á fjármálakerfið og Íbúðalánasjóð í riti bankans Fjármálastöðugleiki 2014/1 sem væntanlegt er 9. apríl nk.

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.