Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 24

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 24
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 24 svarar framlag stjórnvalda u.þ.b. 6% af landsframleiðslu, ríflega 11% af áætlaðri einkaneyslu og 12½% af áætluðum ráðstöfunartekjum.4 Ætla má að skuldir heimila minnki vegna þessa um 8% og gætu því að öðru óbreyttu farið úr 102% af landsframleiðslu á þriðja fjórðungi sl. árs í 94% þegar áhrif aðgerðarinnar eru að fullu komin fram. Þar sem bein lækkun höfuðstóls skulda beinist eingöngu að verðtryggðum skuldum mun hlutdeild verðtryggðra lána í skuldum heimila minnka enn frekar frá því sem nú er (mynd 2).5 Fjármögnun aðgerðarinnar Áformað er að fjármagna skuldalækkunaraðgerðina með sérstökum bankaskatti á fjármálafyrirtæki og bú fallinna fjármálafyrirtækja. Áætl- að er að sá hluti bankaskattsins sem er eyrnamerktur skuldalækkuninni nemi 23 ma.kr. á ári eða samtals 92 ma.kr. yfir fjögurra ára tímabil (mynd 3). Þar af fara 20 ma.kr. á ári eða samtals 80 ma.kr. til að fjár- magna lækkun skulda sem skiptist eins og áður segir í 72 ma.kr. til lækk- unar höfuðstóls verðtryggðra lána og 8 ma.kr. vegna áfallinna vaxta og verðbóta, uppgreiðsluákvæða skuldabréfa og mismunar markaðs- og nafnvirðis lánanna. Afganginn eða 3 ma.kr. á ári (samtals 12 ma.kr. á fjórum árum) á að nota til að tryggja fulla fjármögnun aðgerðarinnar. Þar af eru 1,8 ma.kr. til að mæta áætluðu tekjutapi ríkissjóðs vegna hækkunar framlags í séreignarlífeyrissparnað úr 2% í 4% á þessu ári og 2 ma.kr. vegna almenns kostnaðar við framkvæmd aðgerðarinnar. Afganginum, 8,2 ma.kr., er t.d. ætlað að mæta kostnaði Íbúðalána- sjóðs vegna hraðari uppgreiðslu lána og öðrum ófyrirséðum kostnaði sem af aðgerðinni gæti hlotist. Áætlað er að tekjur af bankaskattinum sjálfum verði hins vegar meiri eða 38,5 ma.kr. á ári (154 ma.kr. á fjögurra ára tímabili). Þeir 62 ma.kr. umfram þá 92 ma.kr. sem tengjast skuldaaðgerðinni eru hluti af almennri tekjuöflun ríkissjóðs og tengjast ekki þeirri aðgerð sem hér er fjallað um. Gert er ráð fyrir að 36 ma.kr. af 154 ma.kr. bankaskattinum komi frá starfandi fjármálafyrirtækjum en að lunginn af fjárhæðinni eða 118 ma.kr. komi frá búum fallinna fjármálafyrirtækja (mynd 3). Því má ætla að u.þ.b. 70 ma.kr. af þeim 92 ma.kr. sem ætlað er að nota til að fjár- magna skuldaaðgerðina komi frá föllnum fjármálafyrirtækjum. Efnahagsleg áhrif aðgerðarinnar: almennt um einstaka áhrifaþætti Skuldaaðgerðin hefur þau áhrif að hreinn auður heimila eykst. Greiðslu- byrði lána minnkar einnig og tekjur heimila aukast. Aðgerðin gerir það einnig að verkum að laust fé í umferð eykst og launakostnaður at- vinnurekenda hækkar sem nemur mótframlagi þeirra í lífeyrissparnað vegna aukinnar notkunar launafólks á séreignarlífeyrissparnaði. Hér á eftir verður fyrst fjallað sérstaklega um hvern þessara áhrifaþátta en síðan verður fjallað um heildaráhrif aðgerðarinnar á efnahagsumsvif og verðbólgu. Sýnt er mat á áhrifum aðgerðanna á helstu efnahags- 4. Byggt er á tölum Hagstofu Íslands fyrir fyrstu þrjá fjórðunga ársins 2013 en spá Seðla- bankans í Peningamálum 2014/1 fyrir síðasta fjórðunginn. 5. Hægt er að bera saman umfang þessarar aðgerðar við umfang skuldalækkunarinnar í kjölfar dóma um ólögmæti gengistryggðra lána og ýmissa aðgerða til lækkunar skulda á árunum 2010-2013 sem fjallað er um í rammagrein IV-1 í Peningamálum 2013/2. 1. Miðað er við landsframleiðslutölur árstíðarleiðréttar af Seðlabankanum. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd 2 Skuldir heimila1 1. ársfj. 2004 - 3. ársfj. 2013 Verðtryggð lán Óverðtryggð lán Gengisbundin lán Yfirdráttarlán og eignaleigusamningar 0 20 40 60 80 100 120 140 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04 Heimildir: Fjármálaráðuneytið, Forsætisráðuneytið (2013), Seðlabanki Íslands. Ma.kr. Mynd 3 Áætlaður bankaskattur Skattur frá starfandi fjármálafyrirtækjum Skattur frá föllnum fjármálafyrirtækjum Bankaskattur vegna lækkunar húsnæðislána Viðbótarbankaskattur tengdur skuldaaðgerðum Bankaskattur ótengdur skuldaaðgerðum 0 20 40 60 80 100 120 140 160 RáðstöfunUppspretta 36 118 62 12 80

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.