Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 32

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 32
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 32 Samantekt Í lok nóvember á síðasta ári skilaði sérfræðingahópur tillögu að út- færslu skuldalækkunaraðgerðar stjórnvalda. Gert er ráð fyrir að að- gerðin nái yfir fjögurra ára tímabil og er áætlað að með öllu sé umfang hennar um 150 ma.kr. eða sem nemur 8½% af áætlaðri landsfram- leiðslu ársins 2013. Fyrirséð er að aðgerðin mun hafa nokkur áhrif á efnahagslega stöðu heimila og þar með á útgjaldaákvarðanir þeirra, innlenda eftir- spurn og þjóðarbúskapinn í heild. Að öllu samanlögðu er talið að að- gerðin muni valda því að vöxtur einkaneyslu verður ríflega 1½ pró- sentu meiri en ella á þessu og næsta ári. Aukningin mun að hluta ryðja út fjárfestingu, sem dregst saman í samanburði við grunndæmið á sama tíma. Þjóðarútgjöld í heild vaxa þó hraðar en í grunndæminu en samsetning vaxtarins verður með öðrum hætti, þ.e. hlutur einkaneyslu verður meiri en hlutur fjárfestingar minni. Innflutningur eykst einnig og viðskiptajöfnuður verður því um 1-1½ prósentu af landsframleiðslu lakari en í grunndæminu og hagvaxtaráhrif aðgerðarinnar minni en áhrifin á innlenda eftirspurn. Talið er að hagvöxtur verði um 0,2 pró- sentum meiri á ári. Samsetning hagvaxtarins verður hins vegar ekki eins hagfelld og í grunndæminu því að hlutur innlendrar eftirspurnar verður meiri og framlag utanríkisviðskipta minna. Aðgerðin hefur einnig í för með sér að þjóðhagslegur sparnaður minnkar. Vegna þess að framleiðslugeta þjóðarbúsins vex ekki til jafns við eftirspurn, endur- speglast aukinn hagvöxtur í meiri framleiðsluspennu en í grunndæm- inu. Óhagstæðari viðskiptajöfnuður mun einnig setja aukinn þrýsting á gengi krónunnar, sem áætlað er að verði orðið um 1% lægra en í grunndæminu á næsta ári og ríflega 3% veikara árið 2018. Meiri fram- leiðsluspenna og lægra gengi krónunnar auka síðan á verðbólgu sem talið er að verði um 0,2 prósentum meiri en í grunndæminu á næsta ári og um 0,4 prósentum meiri á ári næstu tvö ár þar á eftir. Að hluta til birtast áhrif skuldalækkunaraðgerðarinnar í hærri vöxtum. Samkvæmt peningastefnureglu þjóðhagslíkans Seðlabankans verða vextir bankans um 0,3 prósentum hærri en í grunndæminu í ár, um 0,6 prósentum hærri á næsta ári og frá árinu 2016 eru þeir tæplega 1 prósentu hærri. Hærri vextir vega því á móti áhrifum skuldalækkunaraðgerðarinnar á innlenda eftirspurn, gengi krónunnar og verðbólgu. Að lokum er rétt að ítreka að óhjákvæmilega er mikil óvissa um heildaráhrif skuldalækkunarinnar, sérstaklega þar sem fá fordæmi eru um álíka aðgerð. Erfitt er að meta hvernig heimilin muni bregðast við og gætu þau bæði lagt meira af búbótinni til hliðar en hér er gert ráð fyrir eða aukið neysluútgjöld enn frekar. Áhrifin á innlenda eftirspurn munu einnig ráðast af því hvernig þátttaka launafólks í séreignarsparnaðar- leiðinni breytist. Hagvaxtaráhrifin munu að sama skapi ráðast af því hve mikið af aukinni eftirspurn beinist að innfluttri vöru og þjónustu og hve mikið mun beinast að innlendum framleiðsluþáttum. Samsetning efnahagsbatans mun einnig hafa áhrif á gengi krónunnar en gengis- þróunin mun einnig ráðast af áhrifum aðgerðarinnar á trúverðugleika innlendrar eftirspurnarstjórnar. Það sama má segja um áhrif aðgerðar- innar á verðbólgu. Verðbólguáhrifin munu einnig ráðast af því hvort og hve mikill slaki er til staðar í þjóðarbúskapnum þegar eftirspurnaráhrifin koma fram, hver viðbrögð peningastefnunnar við aðgerðinni verða og

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.