Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 12

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 12
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 12 takmörkunar á aðgengi almennings að verðtryggðum lánum, er líklegt að neikvæð áhrif þess síðarnefnda vegi þyngra, sérstaklega á næsta ári (mynd I­20). Vöxtur innlendrar eftirspurnar yrði þá hægari en í grunnspánni og hagvöxtur minni. Slakinn í þjóðarbúskapnum Samkvæmt grunnspánni er slakinn í þjóðarbúskapnum að verulegu leyti horfinn. Því er spáð að á þessu ári myndist framleiðsluspenna sem að öðru óbreyttu mun valda því að verðbólguþrýstingur eykst á ný. Um þetta mat ríkir auðvitað óvissa (sjá umfjöllun í rammagrein IV­1 í Peningamálum 2011/4 og IV­2 í Peningamálum 2013/4). Þær vísbendingar sem Seðlabankinn horfir á við mat á framleiðslu­ spennu benda þó allar til þess að slakinn sé nánast horfinn eða hafi breyst í spennu (mynd I­21). Þannig gefur mat á jafnvægisatvinnu­ leysi til kynna að slakinn sé þegar horfinn (sjá rammagrein VI­1 í Peningamálum 2013/4) og útlit er fyrir að hlutfall launa í þáttatekjum fari upp fyrir langtímameðaltal sitt í ár. Svör forráðamanna fyrirtækja um hvort starfsemi þeirra sé nærri fullri framleiðslugetu og hversu auðvelt þeir eiga með að bæta við sig starfsfólki benda hins vegar til þess að enn sé einhver slaki fyrir hendi þótt hann fari minnkandi. Hið sama má segja þegar horft er til nýlegs mats OECD á slakanum í þjóðarbúskapnum. Verðbólguhorfur Allir þeir óvissuþættir sem lýst er hér að ofan skapa óvissu varðandi verðbólguhorfur. Verði t.d. gengi krónunnar lægra eða launahækkanir meiri en í grunnspánni er hætta á að verðbólguhorfur grunnspárinnar eða forsendan um það vaxtastig Seðlabankans sem dugir til að tryggja hjöðnun verðbólgu í markmið séu of bjartsýnar.5 Það sama á við ef grunnspáin ofmetur slakann í þjóðarbúskapnum. Hætta á vanmati undirliggjandi verðbólguþrýstings er jafnframt meiri en ella í ljósi þess hve illa hefur tekist að skapa langtímaverðbólguvæntingum trausta kjölfestu. Sé krafturinn í innlendri eftirspurn aftur á móti ofmetinn eða alþjóðlegur hagvöxtur minni en gert er ráð fyrir gætu efnahagsumsvif orðið hægari hér á landi og verðbólguþrýstingur því minni. Hið sama á við ef hægari alþjóðlegur efnahagsbati hefur einnig í för með sér meiri lækkanir alþjóðlegs hrávöru­ og olíuverðs, a.m.k. að svo miklu leyti sem gengi krónunnar gæfi ekki eftir. Verðbólguhorfur eru því sem fyrr óvissar. Til að endurspegla þessa óvissu sýnir mynd I­22 verðbólguhorfur samkvæmt grunnspá með mati á óvissubili spárinnar. Myndin sýnir mat á líkindadreifingu spárinnar, þ.e. þau bil sem metin eru 50%, 75% og 90% líkur á að verðbólga verði innan á spátímanum (sjá viðauka 3 í Peningamálum 2005/1 þar sem aðferðafræðinni í þessum útreikningum er lýst). Talið er að óvissan sé svipuð og í febrúarspá bankans en að heldur meiri líkur séu á að verðbólgu sé vanspáð á seinni hluta spátímans en að henni sé ofspáð. 5. Grunnspáin byggist á því að peningastefnunni sé beitt þannig að tryggt sé að verðbólga leiti aftur í markmið þegar líður á spátímann. 1. Efri og neðri mörk áhrifanna endurspegla samanlögð áhrif óvissubils áhrifa skuldalækkunar sem fjallað er um í viðauka 2 í Peningamálum 2014/1 og óvissubils áhrifa banns við 40 ára verðtryggðum jafngreiðslu- lánum sem fjallað er um í rammagrein V-1 í Fjármálastöðugleika 2014/1. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-20 Óvissa um þróun einkaneyslu vegna áhrifa skuldalækkunar og takmarkana á framboði verðtryggðra lána Grunnspá PM 2014/2 Bil efri og neðri marka mögulegra áhrifa1 0,0 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 2013 2014 2015 2016 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-22 Verðbólguspá og óvissumat PM 2014/2 Verðbólgumarkmið 50% líkindabil 75% líkindabil 90% líkindabil 0 1 2 3 4 5 6 7 2012 2013 2014 2015 2016 ‘17 1. Tveir mælikvarðar á fráviki atvinnuleysis frá jafnvægisatvinnuleysi (sjá rammagrein VI-1 í PM 2013/4), mati á getu fyrirtækja til að mæta óvæntri framleiðsluaukningu og hvort þau búa við skort á starfsfólki, hlutfalli launa af vergum þáttatekjum og mati OECD á framleiðsluspennu á Íslandi. Við matið á bilinu eru allar stærðirnar endurskalaðar þannig að þær hafi sama meðaltal og staðalfrávik og metna framleiðsluspennan. Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands, OECD, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd I-21 Mismunandi mat á framleiðsluspennu 2000-2015 PM 2014/2 Mat OECD Efri og neðri mörk vísbendinga um framleiðsluspennu1 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.