Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 19

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 19
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 19 ríkjum fjölgi ört þar sem hagvöxtur verður yfir 2% og að samdráttur verði í einungis tveimur þróuðum ríkjum í ár og engu á því næsta. Hagvísar benda til áframhaldandi efnahagsbata beggja vegna Atlantsála og bata fjármálalegra skilyrða á suðurhluta evrusvæðisins Hagvísar eru almennt í takt við áframhaldandi efnahagsbata beggja vegna Atlantsála þótt tímabundið bakslag hafi orðið í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi, m.a. vegna slæms tíðarfars (mynd II­4). Gert er ráð fyrir að árlegur hagvöxtur í Bandaríkjunum verði um 2½­3% á árunum 2014­2015 en um 1­1½% á evrusvæðinu. Hægari vöxtur á evrusvæðinu endurspeglar arfleifð fjármálakreppunnar sem birtist m.a. í umfangsmiklu atvinnuleysi og veikburða efnahag einkaaðila og hins opinbera. Búist er við að erfið fjármálaleg skilyrði reynist enn um sinn dragbítur á eftirspurn í evruríkjunum. Þar hafa vanskil haldið áfram að aukast og útlán til heimila og fyrirtækja dragast enn saman, öfugt við þróunina í Bandaríkjunum (mynd II­5). Jákvæð teikn eru þó á lofti: vaxtaálag á skuldsett ríki í suðurhluta álfunnar og evrópsk fyrirtæki í áhættuflokki hefur lækkað umtalsvert. Þannig er t.d. vaxtaálag gagn­ vart tíu ára þýskum ríkisskuldabréfum komið niður fyrir 2 prósentur fyrir Ítalíu og Spán og 5 prósentur fyrir Grikkland (mynd II­6). Álagið hefur ekki verið lægra um þriggja til fjögurra ára skeið. Líklegt er að eftirspurn eftir lánsfé aukist eftir því sem vaxtaálag lækkar og vís­ bendingum fjölgar um aukna eftirspurn heimila eftir vöru og þjónustu. Væntingar neytenda á evrusvæðinu hafa t.d. ekki mælst hærri en í apríl sl. frá því síðla árs 2007. Óvissa hefur einnig minnkað (mynd II­7). Óbreyttar hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum Íslands frá síðustu spá Heilt á litið eru horfur um hagvöxt í helstu viðskiptalöndum Íslands óbreyttar frá síðustu spá Peningamála. Horfurnar eru lítillega betri fyrir evrusvæðið, Bretland og Bandaríkin (mynd II­3), verri fyrir nokkur nýmarkaðsríki í hópi viðskiptalanda Íslands og nokkru verri fyrir Norðurlöndin að Svíþjóð undanskilinni. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands verði 2% í ár og tæplega 2½% á ári á árunum 2015­2016. Verðbólga hjaðnað meira en vænst var og er víða undir markmiði Verðbólga hefur víða hjaðnað í helstu viðskiptalöndum Íslands og skýrist þróunin m.a. af lækkun hrávöruverðs, einkum orkuverðs og verðs matvöru. Víða þar sem þó nokkur framleiðsluslaki er enn til staðar hefur verðbólga ekki verið minni frá því að samdráttaráhrif efnahagskreppunnar, sem fylgdi í kjölfar alþjóðlegu fjármálakrepp­ unnar, náðu hámarki á árinu 2009. Verðbólga er því víðs vegar undir verðbólgumarkmiðum stjórnvalda. Þetta á ekki síst við á evrusvæðinu þar sem nær samfelld hjöðnun verðbólgu hefur átt sér stað frá árs­ lokum 2011. Áhyggjur hafa því aukist af verðhjöðnun á svæðinu en í apríl mældist aðeins 0,7% verðbólga. Verðhjöðnun er þegar orðin að veruleika í fjórum ríkjum evrusvæðisins og í alls átján Evrópuríkjum er verðbólga undir 0,7%. Í aprílspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gert ráð fyrir að verðbólga verði undir markmiði á evrusvæðinu a.m.k. 1. Hagvaxtarvísir OFCE og EUROFRAME leggur mat á ársfjórðungslegan hagvöxt á evrusvæðinu tvo ársfjórðunga fram í tímann. 2. Iðnaðarvísitalan fyrir framleiðendur í Bandaríkjunum, Manufacturing Purchasing Managers' index (PMI) er birt mánaðarlega og er árstíðarleiðrétt. Þegar gildi vísitölunnar er yfir 50, táknar það vöxt milli mánaða, en ef hún er undir 50, táknar það samdrátt. Heimild: Macrobond. Breyting frá fyrri ársfjórðungi (%) Mynd II-4 Leiðandi vísbendingar um hagvöxt Janúar 2006 - apríl 2014 Evrusvæðið (v. ás)1 Bandaríkin (h. ás)2 Vísitala -4 -3 -2 -1 0 1 2 30 35 40 45 50 55 60 ‘13 ‘14‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06 1. Fyrirtæki (önnur en fjármálafyrirtæki) og heimili. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-5 Þróun útlánaaukningar í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu1 1. ársfj. 2006 - 4. ársfj. 2013 Bandaríkin Evrusvæðið Spánn Ítalía -10 -5 0 5 10 15 20132012201120102009200820072006 Heimild: Macrobond. % Mynd II-6 Vextir 10 ára ríkisskuldabréfa Daglegar tölur 1. janúar 2004 - 16. maí 2014 Bandaríkin Þýskaland Japan Bretland Spánn Ítalía 0 1 2 3 4 5 6 7 8 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.