Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 21

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 21
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 21 engu að síður nokkru hærra á fyrsta ársfjórðungi en vænst var, ekki síst vegna staðbundinna þátta í Úkraínu og Líbýu. Verð á hrávöru utan olíu hækkaði ennfremur umtalsvert í febrúar þvert á spár, m.a. vegna óhagstæðs veðurfars í Brasilíu og Bandaríkjunum. Eins og í síðustu spá Peningamála er gert ráð fyrir áframhaldandi verðlækkun á hrávöru og olíu út spátímabilið en minni en þá var vænst (mynd II­10). Við mat á horfum um verðþróun hrávöru og eldsneytis vegast á annars vegar áhrif þess að efnahagsbatinn í heimsbúskapnum er að sækja í sig veðrið með tilheyrandi aukinni eftirspurn eftir hrávörum og elds­ neyti, og hins vegar áhrif aukinnar framleiðslu matvara og olíu. Í ár er gert ráð fyrir um 3% lækkun olíuverðs, sem er um 1½ prósentu minni lækkun en í síðustu spá. Búist er við að verð á hrávöru lækki um tæp 2% í ár í stað þeirrar 5½% lækkunar sem gert var ráð fyrir í febrúar­ spánni. Auk þess er gert ráð fyrir nokkru minni lækkun árið 2015. Horfur um útflutningsverð vænkast Verð sjávarafurða hefur á heildina litið staðið í stað síðustu mánuði. Horfur miðað við síðustu spá eru misjafnar eftir tegundum: betri en vænst var fyrir botnfiskafurðir en verri fyrir uppsjávarfisk. Þar vega þyngst viðsnúningur í verðþróun á söltuðum afurðum og sjófrystum botnfiski og vænt verðlækkun á frystum makríl samfara auknum veiðum. Heilt á litið er gert ráð fyrir um 2% árlegri hækkun á verði sjávarafurða á þessu og næsta ári, sem er 1 prósentu meiri hækkun hvort árið fyrir sig en í febrúar (mynd II­11). Á hinn bóginn er búist við 1,7% lækkun árið 2016 en áður var gert ráð fyrir óbreyttu verði frá fyrra ári.2 Samfelld verðlækkun á áli hefur átt sér stað frá árslokum 2012. Í takt við framvirkt verð og alþjóðlegar spár er gert ráð fyrir 2% lækkun í ár en það er 1½ prósentu meiri lækkun en í síðustu spá. Á móti kemur að búist er við að verðhækkun næstu tveggja ára verði nokkru meiri en þá var gert ráð fyrir. Horfur á að viðskiptakjör batni í ár eftir samfellda rýrnun frá árinu 2010 Minni lækkun innflutningsverðs í fyrra en gert hafði verið ráð fyrir í febrúar gerði það að verkum að viðskiptakjör rýrnuðu um 1 prósentu meira en búist var við í febrúarspánni (mynd II­12). Horfur um við­ skiptakjör í ár og á næstu tveimur árum hafa hins vegar batnað frá því í febrúar og er nú spáð að þau batni lítillega í ár eftir samfellda rýrnun frá árinu 2010. Samtals er gert ráð fyrir að þau batni um tæplega 1% á spátímanum en í febrúar var reiknað með ríflega 2% rýrnun þeirra. Gangi spáin eftir verða viðskiptakjör undir lok spátímans áþekk og þau voru árið 2009. Hagstæðari þróun viðskiptakjara á spátímabilinu skýrist fyrst og fremst af bættum horfum um útflutningsverð, sem endurspegla líklega að hluta aukinn þrótt eftirspurnar í helstu við­ skiptalöndum Íslands.3 2. Spáin um verð sjávarafurða byggist á spá FAO­OECD um verðþróun sjávarafurða á alþjóða­ markaði og spálíkani bankans. Auk þess er tekið tillit til mats helstu markaðsaðila innanlands á horfum fyrir þetta ár. 3. Sjá umfjöllun um helstu ástæður að baki rýrnun viðskiptakjara í kjölfar alþjóðlegu fjármála­ kreppunnar í rammagrein II­1 í Peningamálum 2013/4. 1. Verð á hrávöru án olíu í USD. Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands. Vísitala, meðaltal 2000 = 100 Mynd II-10 Heimsmarkaðsverð á olíu og hrávöru 1. ársfj. 2005 - 2. ársfj. 2017 Heimsmarkaðsverð á hrávöru1 Heimsmarkaðsverð á hráolíu PM 2014/2 PM 2014/1 100 150 200 250 300 350 400 450 ‘16‘14‘12 ‘15‘10‘09‘08‘07‘06 ‘13‘11‘05 ‘17 1. Verð á sjávarafurðum í erlendum gjaldmiðli er reiknað með því að deila í verð sjávarafurða í íslenskum krónum með vöruskiptavog m.v. útflutning. Heimildir: Hagstofa Íslands, London Metal Exchange, Seðlabanki Íslands. Vísitala, janúar 1999 = 100 Mynd II-11 Verð á sjávarafurðum og áli Í erlendum gjaldmiðli Verð sjávarafurða (v. ás)1 Álverð (h. ás) $/tonn PM 2014/2 PM 2014/1 ‘13‘11‘05 ‘07 ‘09‘03‘01‘99 ‘15 90 100 110 120 130 140 150 1.000 1.400 1.800 2.200 2.600 3.000 3.400 ‘17 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2016. Framlag helstu undirliða til ársbreytingar viðskiptakjara er fengið með því að vega saman árlega breytingu viðkomandi undirliðar með vægi hans í út- eða innflutningi vöru og þjónustu. Liðurinn "annað" er afgangsliður. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-12 Viðskiptakjör og framlag undirliða 2010-20161 Sjávarafurðaverð Hreint framlag álverðs Framlag viðskiptakjara þjónustu Hrávöruverð Olíuverð Annað Viðskiptakjör vöru og þjónustu -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 2016201520142013201220112010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.