Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 26

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 26
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 26 Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa hefur lækkað Þótt raunvextir hafi heldur hækkað frá því í febrúar, hefur ávöxtunar­ krafa óverðtryggðra ríkisbréfa lækkað um allt að 0,6 prósentur, mest á stysta enda vaxtarófsins (mynd III­5). Hún er þó enn um 0,3­0,6 prósentum hærri en hún var í byrjun nóvember sl. og 0,4­1 prósentu hærri en um miðjan maí í fyrra. Lækkun kröfunnar að undanförnu kann að skýrast af aukinni eftirspurn vegna hagstæðra verðbólgumæl­ inga nýlega og lægri skammtíma verðbólguvæntinga (sjá kafla VIII) og af endurfjárfestingarþörf vegna ríkisbréfs sem var á gjalddaga um miðjan mars sl. en stærstur hluti bréfanna var í eigu erlendra fjárfesta en þeir fjárfesta einkum í styttri bréfum. Raunávöxtun óverðtryggðra skuldabréfa hefur hins vegar hækkað í takt við fyrrnefnda hækkun raunvaxta Seðlabankans og hækkun verðtryggðra vaxta. Í ársáætlun Lánamála ríkisins fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir að útgáfa ríkisbréfa verði um 50 ma.kr. á þessu ári og að hrein útgáfa verði um 25 ma.kr., sem er meira en gefið var út í fyrra. Gefin hafa verið út bréf fyrir tæplega 31 ma.kr. það sem af er þessu ári og er ríkis­ sjóður því langt kominn með að ná markmiðum ársáætlunar sinnar. Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs lækkar áfram Áhættuálag á erlendar skuldbindingar Ríkissjóðs Íslands hefur heldur lækkað frá útgáfu síðustu Peningamála í febrúar en rétt fyrir þá útgáfu staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lánshæfiseinkunn ríkissjóðs og mat horfunar áfram stöðugar en í janúar hafði Standard & Poor‘s breytt lánshæfishorfum úr neikvæðum í stöðugar. Þá sendi matsfyrirtækið Moody‘s frá sér álit um miðjan febrúar þar sem fram kemur að lögsókn yfirvalda í Bretlandi og Hollandi á hendur Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi hafi engin áhrif á lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands. Frá því í febrúar hefur skuldatryggingarálag á fimm ára skuld­ bindingar ríkissjóðs lækkað um 0,2 prósentur og mælist nú 1,7% (mynd III­6). Það er þó enn 0,2 prósentum hærra en það var um miðjan maí í fyrra. Þá hefur áhættuálag samkvæmt vaxtamun á skuldabréfum ríkissjóðs í Bandaríkjadölum og sambærilegum bréfum ríkissjóðs Bandaríkjanna einnig lækkað og hefur það á undanförnum vikum aldrei mælst jafn lágt. Vaxtamunurinn var um 2% rétt fyrir útgáfu þessa heftis Peningamála sem er tæplega ½ prósentu minni munur en í febrúar. Sú hækkun sem varð á álaginu um mitt síðasta ár í kjölfar óróleika á alþjóðamörkuðum vegna óvissu sem þá ríkti um framhald stuðningsaðgerða bandaríska seðlabankans hefur þar með gengið til baka. Óróleikinn sem þá varð á mörkuðum virtist hins vegar ekki hafa haft marktæk áhrif til hækkunar á vöxtum innlendra mark­ aðsskulda ríkissjóðs eða veikingar íslensku krónunnar, líkt og hann hafði í ýmsum öðrum ríkjum (mynd III­7), sem líklega endurspeglar það skjól sem fjármagnshöftin veita. Lækkun áhættuálags á Ríkissjóð Íslands og áframhaldandi lækkun vaxtaálags á evrópsk fyrirtæki í áhættuflokki eru vísbendingar um að aðgengi innlendra fyrirtækja, ekki síst fjármálafyrirtækja, að erlendum lánsfjármörkuðum á viðráðanlegri kjörum gæti verið að opnast en það skiptir miklu fyrir losun fjármagnshafta. Þau vaxtakjör sem innlendum fjármálafyrirtækjum bjóðast á alþjóðlegum fjármálamörkuðum munu % Prósentur Mynd III-6 Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs Daglegar tölur 1. janúar 2010 - 16. maí 2014 Heimild: Bloomberg. Skuldatryggingarálag ríkisins (v. ás) Vaxtamunur á íslensku og bandarísku ríkisskuldabréfi útgefnu í Bandaríkjadölum á gjalddaga árið 2016 (h. ás) Vaxtamunur á íslensku og bandarísku ríkisskuldabréfi útgefnu í Bandaríkjadölum á gjalddaga árið 2022 (h. ás) 0 1 2 3 4 5 6 7 0 1 2 3 4 5 6 7 2010 2011 2012 2013 ‘14 % Mynd III-7 Ávöxtunarkrafa á 10 ára innlendum ríkis- skuldabréfum nokkurra ríkja og erlendri útgáfu Ríkissjóðs Íslands1 Daglegar tölur 1. janúar 2013 - 16. maí 2014 1. Litaða svæðið sýnir tímabil óróleika á alþjóðamörkuðum frá 22. maí þegar Seðlabanki Bandaríkjanna gaf merki um að hann kynni að draga úr eignakaupum sínum þar til um miðjan september þegar þeim áformum var frestað. Heimildir: Alþjóðagreiðslubankinn, Macrobond, Seðlabanki Evrópu, Seðlabanki Íslands. Ísland Svíþjóð Bretland Sviss Ástralía Ísland - útgefið í Bandaríkjadölum á gjalddaga 2022 Nýmarkaðsríki (GBI-EM Broad) Evrusvæðið 0 1 2 3 4 5 6 7 8 20142013 Mynd III-8 Gengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum Daglegar tölur 3. janúar 2008 - 16. maí 2014 Kr./EUR, Kr./USD, Kr./GBP Heimild: Seðlabanki Íslands. Bandaríkjadalur (v. ás) Evra (v. ás) Breskt pund (v. ás) Vísitala meðalgengis - viðskiptavog þröng (h. ás) 4. janúar 2000 = 100 50 90 130 170 210 250 50 100 150 200 250 300 201020092008 2011 2012 2013 ‘14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.