Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 30

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 30
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 30 losa um eignarhald sjóðsins á fasteignum en á fyrsta ársfjórðungi voru þær um 2.100 talsins. Hlutfall íbúðaverðs og tekna nálægt langtímameðaltali Hækkun íbúðaverðs hefur verið í ágætu samræmi við helstu efnahags- stærðir á undanförnum fjórum árum. Hlutföll íbúðaverðs af launum, ráðstöfunartekjum og byggingarkostnaði voru í fyrra nærri langtíma- meðaltölum sínum, ólíkt mörgum öðrum OECD-ríkjum (mynd III-16). Grunnspáin gerir ráð fyrir að húsnæðisverð haldi áfram að hækka í takt við tekjur út spátímann. Lækkun á hlutabréfamarkaði en skráðum fyrirtækjum fjölgar Frá síðustu Peningamálum hefur heildarverðvísitala aðallista Kaup- hallar innar lækkað um 5,7% og verðvísitala OMXI6 um 7,9% (mynd III-17). Að hluta til má rekja breytingarnar til arðgreiðslna sem fallið hafa til á tímabilinu en sambærilegar heildarafkomuvísitölur, sem leið- réttar eru fyrir verðáhrifum arðgreiðslna, hafa lækkað minna eða um 4,4-6,1%. Velta á hlutabréfamarkaði eykst enn milli ára þótt hægt hafi á aukningunni að undanförnu. Samanlögð velta jókst um 24% milli ára á fyrsta ársfjórðungi en það er talsvert minni aukning en var á sama fjórðungi í fyrra þegar hún jókst um 156%. Í apríl voru bréf Sjóvár og HB Granda tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands en samanlagt markaðsvirði þeirra var metið á um 71 ma.kr. í lok þess mánaðar og er framlag HB Granda þar mest eða um 50 ma.kr. Markaðsvirði skráðra félaga á aðalmarkaðinum var 33% af landsframleiðslu síðasta árs í lok aprílmánaðar en 29% án nýju félaganna. Íslensk félög á aðalmarkaði eru því orðin 13 talsins og er frekari nýskráninga að vænta á næstu tveimur árum. Frá efnahagshruninu hefur talsverðrar óvissu gætt við útgáfu hlutafjár sem hefur endurspeglast í afslætti á verði til fjárfesta í frumút- boðum. Hins vegar virðist sem dregið hafi úr bæði umframeftirspurn og útboðsafslætti að undanförnu (mynd III-18). Minnkandi útboðs- afsláttur, metinn sem markaðsvirði hlutafjárútgáfunnar í lok fyrsta viðskiptadags að frádregnu söluandvirði sömu útgáfu, gefur til kynna að útboðsaðilar hafi hækkað útboðsverð. Kann það að endurspegla minnkandi óvissu á hlutabréfamarkaði. Skuldir einkageirans halda áfram að lækka Skuldir heimila námu um 105% af vergri landsframleiðslu í árslok 2013 og höfðu lækkað um 5 prósentur milli ára og um 28 prósentur frá því að þær voru mestar á fyrsta ársfjórðungi 2009 (mynd III-19). Skuldir fyrirtækja lækkuðu sem nemur 24 prósentum af landsfram- leiðslu á síðasta ári og mældust um 141% af landsframleiðslu í lok ársins eða um 242 prósentum lægri en þegar þær voru mestar haustið 2008.5 Skuldir einkageirans voru því tæplega 250% af landsfram- leiðslu í lok síðasta árs eða rúmlega helmingi lægri en þegar þær voru 5. Tölur um skuldir íslenskra fyrirtækja innihalda einnig skuldir eignarhaldsfélaga sem tengjast fjármálastarfsemi þar sem þau hafa ekki verið flokkuð sérstaklega. Án eignarhaldsfélaga hafa skuldir fyrirtækja lækkað um sem nemur 144 prósentum af landsframleiðslu á sama tímabili. Ma.kr. Mynd III-18 Útboðsafsláttur við skráningu fyrirtækja á aðalmarkað 2013-20141 1. Markaðsvirði útgáfu í lok fyrsta viðskiptadags að frádregnu söluandvirði útgáfunnar samkvæmt tilkynningu útboðsaðila. Heimildir: Arion banki hf., Íslandsbanki hf., Landsbankinn hf., NASDAQ OMX Iceland. 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 25. apríl 2014 11. apríl 2014 19. des. 2013 8. maí 2013 24. apríl 2013 VÍS TM N1 Sjóvá HB Grandi % af VLF Mynd III-19 Skuldir heimila og fyrirtækja1 4. ársfj. 2003 - 4. ársfj. 2013 1. Miðað við árstíðarleiðréttar landsframleiðslutölur Seðlabankans. Skuldir við fjármálafyrirtæki og útgefin markaðsskuldabréf. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Heimili Fyrirtæki 0 100 200 300 400 500 600 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04 Mynd III-20 Þróun skulda heimila og fyrirtækja í nokkrum Evrópulöndum 2003-20131 % af VLF Heimili Fyrirtæki 1. Bláar súlur sýna skuldastöðu heimila og fyrirtækja í lok árs 2003. Rauðar sýna aukningu skulda að hæsta árslokagildi og þríhyrningar sýna stöðuna í lok árs 2013. Miðað er við skuldir árið 2012 ef tölur fyrir 2013 eru ekki fáanlegar. Tölurnar eru ekki á samstæðugrunni. 2. Eingöngu skuldir fyrirtækja við fjármálafyrirtæki og útgefin markaðs- skuldabréf skv. tölum Seðlabanka Íslands. Tölurnar innihalda skuldir eignarhaldsfélaga sem tengjast fjármálastarfsemi þar sem þau hafa ekki verið flokkuð sérstaklega. Heimildir: Eurostat, Seðlabanki Íslands. Skuldir árið 2003 Hækkun að hámarki Skuldir árið 2013 G rik kl an d Ít al ía H ol la nd Ev ró pu sa m b. D an m ör k Fr ak kl an d Br et la nd Ei st la nd N or eg ur Sp án n Po rt úg al K ýp ur Sv íþ jó ð Ír la nd Ís la nd 2 Ít al ía Fr ak kl an d Ei st la nd G rik kl an d Ev ró pu sa m b. Sv íþ jó ð Sp án n N or eg ur Po rt úg al Br et la nd Ír la nd H ol la nd Ís la nd K ýp ur D an m ör k0 50 100 150 200 250 300 350
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.