Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 43

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 43
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 43 Við mat á efnahagshorfum horfir Seðlabankinn til fjölda hagvísa sem mældir eru á hærri tíðni en þær hagstærðir sem reynt er að spá. Nýverið hefur bankinn tekið að nota fjölda greiðslufyrirmæla í uppgjöri viðskipta til og frá landinu sem vísbendingu og virðast þau hafa töluvert forspárgildi fyrir þróun innflutnings til landsins. Þar sem gögnin eru fáanleg nokkru áður en þjóðhagsreikningar fyrir fjórðunginn liggja fyrir bæta þau skammtímaspár bankans um inn­ flutning til landsins. Greiðslufyrirmæli í uppgjöri alþjóðaviðskipta Við uppgjör viðskipta milli landa eru send greiðslufyrirmæli frá banka innflytjanda til banka útflytjandans og fer uppgjör greiðslunnar fram í gegnum alþjóðlegan samstarfsvettvang banka um allan heim (SWIFT­kerfið, e. Society for Worldwide Interbank Financial Tele­ communication). Frá febrúar 2012 hafa á þessum vettvangi verið teknar saman vísitölur sem unnar eru úr greiðslumiðlunarkerfi þess fyrir bæði heiminn allan og OECD­ríkin í heild en í febrúar 2013 var bætt við vísitölum fyrir Evrópusambandið, Bandaríkin, Bretland og Þýskaland. Þessar vísitölur hafa í vaxandi mæli verið notaðar sem hátíðnivísbending fyrir efnahagsumsvif um allan heim.1 Vísitölurnar mæla fjölda greiðslufyrirmæla sem seðlabanki sendir í umboði inn­ lendra banka sem greiðslubeiðni til erlendra banka (svokölluð MT­103­fyrirmæli) og eru til á mánaðartíðni frá janúar 2005. Fjöldi greiðslufyrirmæla er notaður frekar en fjárhæðir þeirra þar sem hann er talinn gefa betri upplýsingar um efnahagsumsvif, enda geta verið mjög háar upphæðir á bak við einstaka fyrirmæli, (t.d. í tilfelli skipta­ samninga) sem hafa lítið með raunveruleg efnahagsumsvif að gera.2 Vísbendingargildi fyrir þróun innflutnings Ekki kemur á óvart að gögnin hafi gott forspárgildi fyrir þróun inn­ flutnings þar sem þau eru ávísun á greiðslur fyrir kaup innlendra aðila á vörum og þjónustu frá útlöndum (mynd 1). Samtímafylgni ársbreytingar í fjölda MT­103­greiðslufyrirmæla og ársbreytingar heild arinnflutnings mælist 0,83 yfir tímabilið í heild. Samtímafylgni við ársbreytingar innflutnings vöru er litlu minni eða 0,81 og við þjónustu 0,76. Fylgnin er mest við ársbreytingar í heildarinnflutningi. Samtímafylgnin við ársbreytingar vergrar landsframleiðslu er 0,59 á sama tímabili. Þessum hagvísi hefur því verið bætt við mikið úrval hagvísa við mat á nýlegri þróun efnahagsumsvifa og fyrir skamm­ tímaspár Seðlabankans. þrátt fyrir tæplega 3% vöxt útflutnings. Á næstu tveimur árum er því spáð að framlag utanríkisviðskipta verði neikvætt um 1 prósentu af landsframleiðslu á hvoru ári fyrir sig. Skýrist það fyrst og fremst af kröftugum vexti innflutnings sem endurspeglar áðurnefndan öran vöxt þjóðarútgjalda á tímabilinu og þann vaxandi innflutning sem því fylgir.6 Nánar er fjallað um utanríkisviðskipti í kafla II. 6. Þetta má m.a. lesa út úr auknum fjölda greiðslufyrirmæla í alþjóðlegri greiðslumiðlun eins og fjallað er um í rammagrein IV­2. Rammagrein IV­2 Vísbendingar um þróun innflutnings fengnar út frá fjölda greiðslufyrirmæla í alþjóðlegri greiðslumiðlun 1. Sjá nánar á heimasíðu Alþjóðlegu greiðslumiðlunarinnar, http://www.swift.com/index. page?lang=en. 2. Þar sem SWIFT­vísitala er ekki til fyrir Ísland, er notast við fjölda MT­103­greiðslufyrirmæla frá janúar 2005 en einnig hafa verið búin til gögn fyrir árin 2001­2004 út frá yfirflokki MT­103 miðað við áætlaða stærð MT­103. -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 Innflutningur vöru og þjónustu Innflutningur vöru Innflutningur þjónustu Fjöldi MT-103-greiðslufyrirmæla Mynd 1 Innflutningur vöru og þjónustu og fjöldi MT-103-greiðslufyrirmæla 1. ársfj. 2002 - 4. ársfj. 2013 Heimildir: Alþjóðlega greiðslumiðlunin, Hagstofa Íslands. Breyting frá sama ársfjórðungi fyrra árs (%) ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.