Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 44

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 44
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 44 Gert ráð fyrir umtalsvert meiri hagvexti á þessu ári en í febrúarspá bankans Útlit er fyrir umtalsvert meiri hagvöxt á þessu ári en áður hefur verið spáð. Á fyrsta ársfjórðungi er búist við að hagvöxturinn nemi 4,1% frá sama tíma fyrra árs og 4,3% á fyrri helmingi ársins (mynd IV­14). Talið er að hagvöxtur á seinni hluta ársins verði nokkru hægari og að á árinu í heild verði hann 3,7%, sem er um einni prósentu meiri vöxtur en í febrúarspánni. Skýrist munurinn fyrst og fremst af bættum horfum um fjárfestingu í ár. Á næsta ári er spáð 3,9% hagvexti, sem er áþekkt því sem spáð var í febrúar. Á árinu 2016 er gert ráð fyrir að nokkuð hægi á hagvexti á ný þegar dregur úr vexti innlendrar eftirspurnar eftir mikinn vöxt árin á undan. Gangi spáin eftir verður meðalhagvöxtur á spátímabilinu 3,4% samanborið við 2,7% meðalhagvöxt á síðustu þrjátíu árum. Það er einnig töluvert umfram 2,2% meðalhagvöxt meðal helstu viðskiptalanda Íslands (mynd IV­15). Hagvöxtur á spátímanum drifinn af vexti innlendrar eftirspurnar Eins og rakið er að ofan voru utanríkisviðskipti megindrifkraftur hag­ vaxtar á síðasta ári ólíkt því sem var á fyrri stigum efnahagsbatans þegar innlend eftirspurn einkaaðila lagði mest til batans. Á þessu ári er hins vegar gert ráð fyrir að innlendir eftirspurnarliðir standi fyrir hagvextinum á nýjan leik (mynd IV­16). Frá síðustu spá bankans er það helst framlag atvinnuvegafjárfestingar sem breytist en þar að auki er spáð umtalsverðum vexti einkaneyslu. Samanlagt mun lunginn af hagvexti í ár og á næstu tveimur árum koma frá einkaneyslu og fjár­ festingu, en framlag opinberra útgjalda verður lítið og framlag utan­ ríkisviðskipta neikvætt eins og áður hefur komið fram. Framleiðsluslakinn nánast horfinn og spenna myndast um mitt þetta ár Eins og áður hefur verið fjallað um í Peningamálum er jafnan mikil óvissa um mat á framleiðslugetu þjóðarbúskaparins og á það sérstak­ lega við í kjölfar fjármálakreppna. Hins vegar hefur framleiðsluslakinn sem myndaðist í kjölfar fjármálakreppunnar sem skall á árið 2008 minnkað hratt á undanförnum ársfjórðungum og er annaðhvort horf­ inn eða við það að hverfa (sjá einnig umfjöllun í kafla I). Bæði benda ýmsar vísbendingar um framleiðsluspennu til þess að sú sé raunin, auk þess sem ólíklegt er að framleiðslugetan hafi náð að halda í við öran hagvöxt undanfarinna ársfjórðunga. Vísbendingar af vinnumarkaði benda í sömu átt (sjá kafla VI). Þannig hefur launahlutfallið hækkað og er komið nálægt sögulegu meðaltali sínu og atvinnuleysi hefur minnkað og gæti verið komið niður fyrir jafnvægisstig atvinnuleysis. Þá sýnir hlutfall fjármagnsstofnsins af landsframleiðslunni að nýting fjármagnsstofnsins hélt áfram að aukast á síðasta ári en hún minnkaði umtalsvert í kjölfar fjármálakreppunnar. Vísbendingar úr könnun Capacent Gallup meðal forráðamanna stærstu fyrirtækja landsins gætu hins vegar bent til þess að einhver slaki sé enn fyrir hendi en að hann sé að hverfa (mynd IV­17). Talið er að framleiðsluslakinn hafi verið ½% af framleiðslugetu í fyrra og minnkað um 1½ prósentu frá árinu 2012 (mynd IV­18). Slakinn er talinn munu snúast í lítils háttar spennu á miðju þessu ári sem heldur áfram að aukast á árinu í takt við minnkandi atvinnuleysi. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-16 Hagvöxtur og framlag undirliða 2010-20161 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Einkaneysla Samneysla Fjármunamyndun -6 -4 -2 0 2 4 6 2016201520142013201220112010 Birgðabreytingar Utanríkisviðskipti Landsframleiðsla Mynd IV-17 Vísbendingar um notkun framleiðsluþátta og þróun framleiðsluspennu1 1. Samkvæmt viðhorfskönnun Capacent Gallup meðal 400 stærstu fyrir- tækja landsins. Tvisvar á ári er spurt um hvort starfsemi sé nærri eða um- fram framleiðslugetu. Ársfjórðungsleg gögn eru fengin með línulegri brúun (e. interpolation). Framleiðsluspenna er mat Seðlabankans. Heimildir: Capacent Gallup, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Fyrirtæki með starfsemi nærri eða umfram hámarks- framleiðslugetu (h. ás) Fyrirtæki sem búa við skort á starfsfólki (h. ás) Framleiðsluspenna (v. ás) Frávik frá meðaltali frá 2006 (prósentur) -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 20132012201120102009200820072006 Mynd IV-18 Framleiðsluspenna og atvinnuleysi 1990-20161 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Framleiðsluspenna (v. ás) Atvinnuleysi (h. ás, andhverfur kvarði) % af vinnuafli -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 ‘90 ‘92 ‘94 ‘96 ‘98 ‘00 ‘02 ‘04 ‘06 ‘08 ‘10 ‘12 ‘14 ‘16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.