Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 46

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 46
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 46 V Fjármál hins opinbera Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2014 og nýju frumvarpi um lög um opinber fjármál stefnir ríkisstjórnin að því að ná í ár bæði lítils háttar afgangi á heildarjöfnuði og festa í lög nýja heildarumgjörð um opinber fjármál. Afgangi á frumjöfnuði var náð árið 2012 en samkvæmt upp­ haflegum efnahagsáætlunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda átti afgangur á heildarjöfnuði að nást í fyrra. Í fjárlögum ársins 2012 var markmiðinu um afgang á heildarjöfnuði frestað um eitt ár til ársins 2014. Þeirri ákvörðun hefur ekki verið breytt. Langtímaáætlun í ríkis­ fjármálum var hins vegar breytt úr langtímastefnumörkun í einfaldan framreikning í frumvarpi til fjárlaga ársins 2014. Þótt talið sé að skuldir hins opinbera verði áfram háar á spátímanum hafa horfurnar batnað frá fyrri spám bankans, sem má fyrst og fremst rekja til betri hag­ vaxtarhorfa og einskiptisgreiðslna. Afkoman árið 2013 mun betri en fjáraukalög sögðu til um ... Fjárlög ársins 2013 voru samþykkt með 3,7 ma.kr. halla. Í fjár­ aukalögum sem samþykkt voru í desember sl. fyrir árið 2013 er hins vegar gert ráð fyrir 19,7 ma.kr. halla. Frávikið nemur 2,7% af tekjum sem er 1,7 prósentum yfir meðaltali áranna 2010­2012 ef óreglu­ legum tekjum og gjöldum sem ekki voru á upphaflegum fjárlögum er haldið utan við matið. Fjármála­ og efnahagsráðuneytið gaf í kjölfar alþingiskosninganna í fyrra út spá sem gerði ráð fyrir 31 ma.kr. halla á rekstrargrunni fjárlaga sem hefði þýtt frávik sem nemur 5,6% af áætl­ uðum tekjum ársins 2013. Óvissa í spám um afkomuna var því nokkur. Í Peningamálum 2013/4 var afkomu ríkissjóðs spáð á þjóðhagsreikn­ ingagrunni. Þar var gert ráð fyrir 1,7% halla af landsframleiðslu en bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands sýna 1,9% halla. Eftir samþykkt fjáraukalaga kom hins vegar til arðgreiðsla frá Landsbankanum sem var tæplega 14 ma.kr. hærri en gert hafði verið ráð fyrir og því mun að öllum líkindum verða nálægt 6 ma.kr. afgangur á fjárlagagrunni eða sem samsvarar 0,3% af landsframleiðslu. ... og afkoman árið 2014 verður einnig betri en samkvæmt fjárlögum Fjárlög ársins 2014 voru afgreidd með 0,9 ma.kr. afgangi. Það er aðeins 0,1% af áætluðum tekjum ríkissjóðs í ár og vel innan vikmarka þeirra tekjuspáa sem liggja til grundvallar áætluðum tekjum á fjárlög­ um. Afkoma ríkissjóðs nýtur góðs af því að þrótturinn í efnahagslífinu verður meiri en þegar síðasta afkomuspá var gerð auk þess sem nýtt samkomulag um breytingu á ákvæðum skuldabréfs sem ríkissjóður gaf út til að styrkja eigið fé Seðlabankans skilar ríkissjóði 19 ma.kr. í ár. Samkvæmt spá Peningamála nú verður afkoma ríkissjóðs jákvæð um 13 ma.kr. eða 0,7% af landsframleiðslu í ár (mynd V­1). Í afkomuspá fyrir bæði hið opinbera og ríkissjóð árin 2015 og 2016 er búist við áframhaldandi afgangi á heildarjöfnuði en þó minni afgangi en gert var ráð fyrir í efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda. Þar var gert ráð fyrir að afgangur á heildarjöfnuði hins opinbera árið 2016 yrði 1,6% af landsframleiðslu og frumjöfnuður 5% af lands­ framleiðslu. Samkvæmt spá Peningamála verður afgangurinn á Tekjur (v. ás) Gjöld (v. ás) Heildarjöfnuður (h. ás) Frumjöfnuður (h. ás) Mynd V-1 Fjármál ríkissjóðs 2000-20161 % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2016. Á rekstrargrunni. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 28 30 32 34 36 38 40 42 44 46 48 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘16‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.