Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 51

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 51
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 51 öllum fjórum flokkunum en félagslegum bótum var hlíft á Íslandi. Umfang niðurskurðar á frumútgjöldum hér á landi var svipað og í Bretlandi, Bandaríkjunum, Spáni og Portúgal en í þessum löndum var jafnvel bætt í félagslegar bætur. Endurskoðun laga um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, hefur verið á dagskrá um nokkurt skeið. Við framkvæmd efnahagsáætlunar stjórn valda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kom í ljós að bæta þyrfti laga umgjörðina og var leitað til sjóðsins vorið 2011 um að hann gerði tæknilega úttekt á umgjörð opinberra fjármála hér á landi og setti fram ábendingar og hugmyndir um úrbætur. Lög um fjárreiður ríkisins tóku gildi árið 1997 en fram til þess hafði löggjöf um þetta efni verið brotakennd. Með lögunum var í fyrsta sinn sett heildarlöggjöf um fjárreiður ríkisins, þ.m.t. fjárlaga­ gerð, framkvæmd fjárlaga, ríkisreikning, lántökur ríkissjóðs og reikn­ ings skil. Þannig voru gerðar umtalsverðar breytingar á framsetningu frumvarps til fjárlaga: t.d var mælt svo fyrir að fjárlög skyldu sett fram á rekstrargrunni í stað greiðslugrunns. Lagaumgjörð um fjármál sveitarstjórnarstigsins hefur einnig verið betrumbætt eftir að fjármálakreppan skall á. Ný sveitarstjórnar­ lög (nr. 138/2011) tóku gildi 1. janúar 2012 og tiltóku þau strangari fjármálareglur, samstarf um efnahagsmál og eftirlit. Þar er mælt fyrir um tvær fjármálareglur: jafnvægi skal vera á milli samanlagðra tekna og útgjalda A­ og B­hluta samstæðu sveitarfélaga á hverju þriggja ára tímabili og skuldir og skuldbindingar samstæðunnar verða tak­ markaðar við 150% af tekjum. Heildstæð umgjörð um opinber fjármál Það frumvarp til laga um opinber fjármál sem nú liggur fyrir Al­ þingi felur í sér heildstæða umgjörð um opinber fjármál sem hefur víðfeðmara gildissvið en gildandi fjárreiðulög. Lögin eiga að ná til opinberra aðila í heild sinni en þar er átt við alla þá aðila sem fara með ríkis­ og sveitarstjórnarvald auk fyrirtækja sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu ríkis eða sveitarfélaga. Ráðherra er ætlað að tryggja formlegt og reglubundið samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga um mótun fjármálastefnu og ­áætlunar. Skýrari stefnumörkun í opinberum fjármálum Grunngildi stefnumörkunar eru skilgreind sem sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi. Þessi grunngildi fela í sér áherslur og viðmið sem auðveldlega geta orðið haldlítil og of almenn í reynd en þau geta engu að síður öðlast lögmæti í útfærslu löggjafar t.d. í formi sértækra fjármálareglna. Mörkun fjármálastefnunnar felur í sér að nýkjörin ríkisstjórn móti fjármálastefnu til a.m.k. fimm ára sem nái til bæði ríkis og sveitar félaga. Í fjármálastefnunni skal megináhersla vera á hið opin­ bera, þ.e.a.s. A­hluta ríkissjóðs og sveitarfélaga en einnig skulu sett fram markmið um umfang, afkomu og þróun efnahags opinberra aðila í heild (A­, B­ og C­hluta ríkissjóðs og A­ og B­hluta sveitar­ félaga). Fjármálastefnan skal taka mið af mun fleiri skilyrðum en langtímaáætlun samkvæmt gildandi lögum en samkvæmt þeim skal langtímaáætlun í ríkisfjármálum ná til þriggja ára eftir næsta fjár­ hagsár. Henni eru hins vegar ekki sett skýr skilyrði og gæti hún þess vegna verið einfaldur framreikningur en ekki t.d. stefnumarkandi fjármálaferill (e. Fiscal path). Mörkun stefnumarkandi fjármálaferils er hins vegar hornsteinninn í frumvarpinu nú og helsta fjármálaregl­ an. Fjármálareglan lýtur að verklagi við gerð fjármálastefnu og felur í sér að bundið er í löggjöf svokölluð ferlimiðuð fjármálaregla (e. Procedural fiscal rule). Samkvæmt henni skulu stjórnvöld fylgja skýru Rammagrein V­1 Frumvarp til laga um endurbætur á framkvæmd opinberra fjármála
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.