Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 58

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 58
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 58 kerfislæg vandamál, t.d. vegna erfiðleika við pörun á milli framboðs og eftirspurnar á vinnumarkaði.4 Eins og sjá má á mynd VI­10 hreyfðust atvinnuleysi og störf í boði á árunum 1996­2008 eftir niðurhallandi línu í takt við hagsveifluna ef undan er skilið stutt tímabil um miðbik síðasta áratugar sem átti sér sérstakar skýringar.5 Í kjölfar fjármála­ kreppunnar jókst atvinnuleysi (og jafnvægisatvinnuleysi) hratt eins og sést vel á hliðrun ferilsins árið 2009. Þessi aukning var þó tímabundin og tekur atvinnuleysi að ganga til baka þegar á árinu 2011 og hefur minnkað síðan jafnvel þótt framboð starfa hafi einnig minnkað. Þótt enn sé nokkuð í land miðað við samband lausra starfa og atvinnuleysis sem var fyrir fjármálakreppuna virðist atvinnuleysi aðlagast á eðlilegan hátt í takt við aukin umsvif í þjóðarbúskapnum og með hjálp aðgerða sem gripið hefur verið til af hálfu stjórnvalda til að koma í veg fyrir að fólk festist í atvinnuleysi.6 Slaki á vinnumarkaði að minnka ... Hversu mikið svigrúm er til staðar til að fjölga heildarvinnustundum án þess að það hafi í för með sér aukinn launaþrýsting ræðst fyrst og fremst af því hversu langt mælt atvinnuleysi er frá jafnvægisgildi sínu. Minnkandi atvinnuleysi þarf því eitt og sér ekki að vera vísbending um að slaki á vinnumarkaði sé að hverfa ef jafnvægisatvinnuleysi minnkar í sama mæli. Jafnvægisatvinnuleysi jókst nokkuð hér á landi í kjölfar fjármálakreppunnar. Frá miðju ári 2011 er hins vegar áætlað að það hafi tekið að minnka á ný í takt við efnahagsbatann og minnkandi langtímaatvinnuleysi, þótt enn sé það líklega hærra en það var fyrir kreppuna.7 Þegar horft er til fleiri mælikvarða á stöðuna á vinnumarkaði er hins vegar ljóst að dregið hefur úr slaka á vinnumarkaði frá því að hann var mestur árið 2010 (mynd VI­11). Sé einungis litið til síðasta árs sést að atvinnuleysi, atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi færðust nokkuð nær sögulegu meðaltali sínu. Lítil breyting var hins vegar á frá­ viki meðalvinnustunda frá sögulegu meðaltali þess, enda hefur fjölgun heildarvinnustunda að mestu átt sér stað fyrir tilstilli fjölgunar starfandi fólks. Að þetta hlutfall sé enn töluvert frá sögulegu meðaltali sínu gæti bent til þess að nokkurt svigrúm sé til að fjölga vinnustundum án þess að það skapi verulegan þrýsting á laun. Fyrirtæki virðast einnig geta flutt inn vinnuafl þegar þörf er á en fjölgun aðfluttra umfram brott­ flutta að undanförnu stafar eingöngu af fjölgun erlendra ríkisborgara. Framboð starfa sem hlutfall af fjölda atvinnulausra hefur hins vegar 4. Hér eru notaðar tölur um laus störf sem VMS hefur safnað saman frá vinnumiðlunum frá árinu 1996. Nothæfar eldri tölur um framboð starfa hér á landi eru ekki til. Ekki eru öll laus störf auglýst hjá vinnumiðlunum en sambandið milli þeirra og atvinnuleysis ætti engu að síður að vera góður mælikvarði á samstillingu á vinnumarkaði. 5. Hliðrun ferilsins til hægri skýrist af því að atvinnurekendur vildu flytja inn vinnuafl en þurftu að auglýsa störf og sýna fram á að ekki væri hægt að manna þau innanlands áður en þeir gátu sótt um atvinnuleyfi fyrir erlent vinnuafl. Sjá Rannveig Sigurðardóttir (2005), „Ráðgátur á vinnumarkaði“, Peningamál 2005/1. 6. Einhver merki um að vandkvæði gæti verið á pörun milli framboðs og eftirspurnar á vinnu­ markaði má þó sjá í því að atvinnuleysi hefur lítið breyst meðal háskólamenntaðra á meðan það hefur minnkað um tæplega 30% meðal annarra menntunarhópa enda hafa flest störf skapast í greinum þar sem þörf er á minni menntun. 7. Sjá umfjöllun í rammagrein VI­1 í Peningamálum 2013/4 og í Bjarni G. Einarsson og Jósef Sigurðsson (2013), „How ‚natural‘ is the natural rate? Unemployment hysteresis in Iceland“. Seðlabanki Íslands Working Paper nr. 64. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun. Mynd VI-10 Atvinnuleysi samkvæmt VMK og laus störf 1996-2013 Laus störf Atvinnuleysi VMK (%) 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 3.500 4.000 4.500 2005 2009 2013 1. Margfaldað með -1 þannig að hærra staðalfrávik sýnir meiri slaka. 2. 1996-2013. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-11 Mælikvarðar á slaka á vinnumarkaði Frávik frá meðaltali 1991-2013 mælt í fjölda staðalfrávika Atvinnu- þátttaka Atvinnuleysi (VMK) Meðalvinnu- stundir1 Laus störf sem hlutfall af atvinnuleysi1, 2 Hlutfall starfandi1 2013 2012 2010 -1 0 1 2 Hlutfall fjölda í hlutastarfi af fjölda starfandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.