Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 71

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 71
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 71 könnun bankans sem gerð var í maí væntu þeir 3,6% verðbólgu til fimm ára og 3,8% til tíu ára sem er svipað og þeir sögðu í sambærilegri könnun í febrúar en lítilsháttar lækkun frá sama tíma í fyrra. Verðbólguhorfur batna frá síðustu spá … Eins og áður hefur komið fram var verðbólga 2,5% á fyrsta fjórðungi ársins en gert var ráð fyrir 2,7% í febrúarspá bankans. Líkt og í febrúar spánni er gert ráð fyrir að verðbólga verði við markmið það sem eftir lifir árs. Horfur til skemmri tíma hafa lítillega batnað frá febrúarspánni sem einkum má rekja til þess að gengi krónunnar hefur verið heldur hærra undanfarið en gert var ráð fyrir í febrúar og launakostnaður á framleidda einingu hefur hækkað minna en þá var gert ráð fyrir (mynd VIII­11).5 Samkvæmt spánni hverfur framleiðsluslakinn um mitt þetta ár og tekur verðbólga að þokast upp á við er líður á árið og er komin yfir 3% á fyrri hluta næsta árs en þá hafa áhrif hækkunar á gengi krónunnar að stærstum hluta fjarað út og nokkur framleiðsluspenna myndast. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði um 3% að meðaltali á næsta ári og aukist lítillega árið 2016 en taki að hjaðna á ný á fyrri hluta árs 2017 og verði rétt yfir markmiði bankans í lok spátímans. … en horfur sem fyrr háðar óvissu Nokkur óvissa er um þróun gengis krónunnar m.a. vegna óvissu um tímasetningu og áhrif losunar fjármagnshafta og uppgjör búa fallinna fjár málafyrirtækja. Þótt nýlegir kjarasamningar hafi á heildina litið verið tiltölulega hóflegir hafa einstakir hópar launafólks reynt að komast út fyrir ramma fyrirliggjandi samninga sem leitt gæti til meiri launahækkana í kjarasamningum á næsta ári en grunnspáin gerir ráð fyrir. Verð bólg an gæti einnig verið vanmetin ef slakinn í þjóðarbúskapnum er of metinn. Hætta á vanmati á undirliggjandi verðbólguþrýstingi er jafn framt meiri en ella í ljósi þess að langtímaverðbólguvæntingum virðist skorta trausta kjölfestu. Reynist slakinn í þjóðarbúinu hins vegar vanmetinn í grunn­ spánni eða krafturinn í innlendri eftirspurn ofmetinn gæti verðbólga orðið minni. Það sama á við ef alþjóðlegur hagvöxtur er ofmetinn eða ef lækkanir á hrávöru­ og olíuverði verða meiri en spáin gerir ráð fyrir. Mynd VIII­12 sýnir mat á líkindadreifingu þróunar verðbólg­ unnar á spátímanum. Breidd hennar varpar ljósi á hve mikil óvissan er og lögun hennar endurspeglar mat á því hvaða áhættuþættir eru taldir hafa yfirhöndina og hvernig þeir hafa áhrif á verðbólguhorfur. Skyggðu svæðin í myndinni sýna bil um grunnspána. Samkvæmt líkindamatinu eru 50%, 75% og 90% líkur á að verðbólga verði innan viðkomandi bils á spátímanum (sjá viðauka 3 í Peningamálum 2005/1). Samkvæmt þessu mati eru um helmingslíkur á að verðbólga verði á bilinu 2¼­4% að ári liðnu og á bilinu 2­4% í lok spátímans. Samkvæmt matinu á líkindadreifingunni eru um þriðjungslíkur á að verðbólga verði undir markmiði bankans á spátímanum. Talið er að óvissan sé svipuð og í febrúarspá bankans en að heldur meiri líkur séu á að verðbólgu sé vanspáð á seinni hluta spátímans en að henni sé ofspáð. Nánar er fjallað um helstu óvissuþætti grunnspárinnar í kafla I. 5. Bankinn notast við fjölda tölfræðilíkana til að meta verðbólguhorfur til skamms og meðal­ langs tíma. Þessi líkön gefa mjög áþekka niðurstöðu og grunnspáin. % 1. Staðalfrávik í svörum um verðbólguhorfur til eins árs. Fram til 2008 er notast við væntingar 4-6 greiningaraðila á verðbólguvæntingum en frá 2012 er byggt á stærra safni greiningar- og markaðsaðila. Í þeim tilvikum þar sem mælingar vantar fyrir fyrirtæki og greiningaraðila er brúað á milli mælinga með línulegri brúun. Heimildir: Capacent Gallup, Seðlabanki Íslands. Mynd VIII-10 Sundurleitni í könnunum á verðbólguvæntingum1 4. ársfj. 2002 - 1. ársfj. 2014 Einstaklingar Fyrirtæki Greiningar- og markaðsaðilar 0 2 4 6 8 10 12 14 16 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03 Breyting frá fyrra ári (%) Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VIII-11 Verðbólga - samanburður við PM 2014/1 PM 2014/2 PM 2014/1 Verðbólgumarkmið 0 1 2 3 4 5 6 7 8 ‘172016201520142013201220112010 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd VIII-12 Verðbólguspá og óvissumat PM 2014/2 Verðbólgumarkmið 50% líkindabil 75% líkindabil 90% líkindabil 0 1 2 3 4 5 6 7 2012 2013 2014 2015 2016 ‘17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.