Peningamál - 01.08.2014, Blaðsíða 11

Peningamál - 01.08.2014, Blaðsíða 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 3 11 stafar af neikvæðum áhrifum sjávarafurðabirgða, jókst innlend eftirspurn um 5,2% milli ára. Slakan hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi má því fyrst og fremst rekja til neikvæðs framlags birgðabreytinga og utanríkisviðskipta til hagvaxtar en síðartalda framlagið skýrist að mestu af miklum vexti þjónustuinnflutnings á fjórðungnum. Að öðru leyti voru efnahagsumsvif að mestu í samræmi við maíspána. • Talið er líklegt að áhrif birgðabreytinganna jafnist innan ársins og að um sé að ræða einskiptisáhrif á þjónustuinnflutning. Einnig gæti hluti af bókfærðum kostnaði vegna rekstrarleigu sem færist sem þjónustuinnflutningur á fyrsta fjórðungi ársins komið fram í vexti þjónustuútflutnings í tengslum við ferðaþjónustu síðar á árinu. Áhrifin af þróun þessara þátta á hagvaxtarhorfurnar fyrir árið í heild eru því líklega minni en ætla mætti við fyrstu sýn. • Einkaneysla jókst um 3,9% milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Í maí hafði Seðlabankinn spáð 3,5% vexti. Leiðandi vísbendingar um þróun einkaneyslu gefa til kynna að vöxtur einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi hafi verið heldur meiri en á hinum fyrsta og meiri en spáð var í maí. Sem fyrr má ætla að þróunin á árinu endurspegli að einhverju leyti áhrif skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda. Nokkur óvissa ríkir um það hvernig áhrif þeirra á einkaneyslu muni koma fram, bæði varðandi umfang þeirra og tímasetningu. Í spánni sem hér er fjallað um er reiknað með að vöxtur einkaneyslu á fyrri hluta ársins verði heldur meiri en spáð var í maí vegna þess að áhrifin séu fyrr á ferðinni en að umfang þeirra í heild sé svipað og áður.4 • Horfur um þróun einkaneyslu eru á heildina litið svipaðar og í maíspá bankans. Eins og þá er búist við áframhaldandi kröftugum vexti á seinni hluta þessa árs og á því næsta. Bætt eignastaða heimila, vöxtur kaupmáttar þeirra og áhrif skuldalækkunar- aðgerða munu styðja við vöxt einkaneyslu á spátímanum en spáð er að aukning einkaneyslu verði um 4½% á þessu ári og því næsta en að heldur hægi á vextinum árið 2016 og hann verði 2,9%. • Samkvæmt fjárhagsyfirliti ríkissjóðs fyrir fyrstu sex mánuði ársins reyndust útgjöld til fimm málaflokka af sex vera innan áætlunar. Aðeins málaflokkur heilbrigðismála hefur farið fram úr áætlunum um sem nemur 4,2%. Ef allir málaflokkar eru teknir saman er framúrkeyrslan rúmar 160 m.kr. eða 0,1%. Nafnvöxtur samneyslu hins opinbera á fyrsta ársfjórðungi reyndist í ágætu samræmi við maíspá bankans. Magnvöxturinn mældist þó nokkru meiri en spáð var þar sem verðlag samneyslunnar hækkaði minna en áætlað var. Í ár er því spáð liðlega 1% magnvexti samneyslu sem er lítillega meiri vöxtur en búist var við í maí. Eins og í maí er einnig gert ráð fyrir um 1% vexti á ári á næstu tveimur árum. • Fjárfesting á fyrsta ársfjórðungi jókst um 17,6% frá fyrra ári sem er litlu minna en spáð var í maí en allir helstu undirliðir fjár- festingar jukust töluvert á tímabilinu, bæði milli fjórðunga og milli 1. Brotalínur sýna spá frá PM 2014/2. 2. Breyting í sögulegum tölum er vegna ólíkra verðlagsgrunna í spánum. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd 17 Fjármunamyndun sem hlutfall af landsframleiðslu 2008-20161 % af VLF Heildarfjárfesting PM 2014/3 (v. ás) Atvinnuvegafjárfesting PM 2014/3 (v. ás) Stóriðjufjárfesting PM 2014/3 (h. ás)2 Skip og flugvélar PM 2014/3 (h. ás)2 % af VLF -5 0 5 10 15 20 25 30 35 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 ‘16‘14‘12‘10‘08‘16‘14‘12‘10‘08 4. Sjá nánari umfjöllun og greiningu á skuldalækkunaraðgerðunum í viðauka 2 í Peningamálum 2014/1. 1. Vísbendingarnar eru kortavelta, dagvöruvelta, hlutabréfaverð, hús- næðisverð, innflutningur neysluvöru, nýskráningar bifreiða, laun og atvinnuleysi. Vísbendingarnar eru endurskalaðar þannig að þær hafa sama meðaltal og staðalfrávik og einkaneysla. Heimildir: Hagstofa Íslands, Rannsóknarsetur verslunarinnar, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 16 Vísbendingar um einkaneyslu 1. ársfj. 2004 - 2. ársfj. 2014 Einkaneysla Meðaltal vísbendinga Efri og neðri mörk vísbendinga um einkaneyslu1 -30 -20 -10 0 10 20 30 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.