Peningamál - 01.08.2014, Blaðsíða 15

Peningamál - 01.08.2014, Blaðsíða 15
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 3 15 og tóbaks) hefur lækkað um 1,2% sl. tólf mánuði á sama tíma og gengi krónunnar hefur styrkst um 3,8%. • Ársverðbólga miðað við mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu hefur aukist lítillega frá síðustu útgáfu Peningamála. Kjarnavísitala 3, sem undanskilur áhrif óbeinna skatta, sveiflukenndra matvöru- liða, bensíns, opinberrar þjónustu og raunvaxtakostnaðar hús- næðislána, lækkaði um 0,3% í júlí og mældist undirliggjandi ársverðbólga 2,8% á þennan mælikvarða samanborið við 2,6% í apríl sl. Sé markaðsvirði húsnæðis einnig undanskilið (kjarnavísi- tala 4) mældist undirliggjandi verðbólga minni í júlí eða 1,9% en hafði aukist úr 1,3% í apríl. Aukninguna má rekja til grunnáhrifa vegna mikillar lækkunar kjarnavísitölu 4 í júlí 2013. Tölfræðilegir mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu benda til þess að hún hafi legið á bilinu 1-1½% í júlí. • Lítil breyting hefur orðið á mælikvörðum á skammtímaverðbólgu- væntingum frá síðustu útgáfu Peningamála. Heimilin búast áfram við því að verðbólga verði 4% að ári liðnu og fyrirtækin vænta þess að hún verði 3%. Væntingar markaðsaðila og vísbendingar um verðbólguvæntingar út frá verðbólguálagi á skuldabréfa- markaði hafa einnig lítið breyst, en á þessa mælikvarða virðast verðbólguvæntingar til næstu tveggja ára vera í kringum 3½%. Vísbendingar um langtímaverðbólguvæntingar hafa að sama skapi lítið breyst og eru í kringum 4% til fimm og tíu ára. • Verðbólguhorfur til skamms tíma eru svipaðar og búist var við í maí. Gert er ráð fyrir að verðbólga á þriðja ársfjórðungi 2014 verði 2,3% eða 0,2 prósentum minni en spáð var í maí. Jafnframt er spáð að verðbólga verði 2,6% á fjórða fjórðungi þessa árs sem er svipað og í síðustu spá. Samkvæmt spánni yrði meðalverðbólga á þessu ári 2,4%. Á árinu 2015 er búist við að verðbólga aukist lítillega samhliða því að slakinn í þjóðarbúinu minnkar og verði að meðaltali um 2,8% og 2,9% árið 2016 en það er lítillega minni verðbólga en gert var ráð fyrir í maí. Það felur í sér það mat að meiri slaki í þjóðarbúinu en þá var spáð vegi þyngra varðandi þróun verðbólgunnar en horfur á meiri hækkun launakostnaðar á framleidda einingu. Samkvæmt spánni er verðbólga mest um 3% á seinni hluta spátímans en tekur síðan að hjaðna í átt að mark- miði um mitt ár 2017. • Þróun gengis krónunnar og launakostnaðar eru sem fyrr þeir óvissu þættir sem vega þyngst varðandi þróun verðbólgu á spá tímanum. Óvissa um gengisþróunina vegur einkum þungt í ljósi þeirrar óvissu sem er fyrir hendi um framgang losun- ar fjármagnshafta og uppgjör búa fallinna fjármálafyrirtækja. Lang tímaverðbólguvæntingar hafa verið yfir verðbólgumark- miði Seðlabankans um nokkurt skeið og er því enn hætta á að undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé vanmetinn, einkum ef þessar væntingar endurspeglast í kröfugerð komandi kjarasamn- inga, gjaldskrárhækkunum og verðákvörðunum fyrirtækja. Húsnæðisverð hefur hækkað nokkuð það sem af er þessu ári og gæti verðbólga því orðið meiri á spátímanum ef aukið líf Mynd 27 Innlend og innflutt verðbólga1 Janúar 2011 - júlí 2014 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Innflutt verðlag (35%) Innlent verðlag utan húsnæðis (44%) Húsnæði (21%) Verðbólgumarkmið 1. Innflutt verðbólga er nálguð með innfluttri mat- og drykkjarvöru, verði nýrra bíla og varahluta, bensíns og annarrar innfluttrar vöru. Inn- lend verðbólga er nálguð með verði innlendrar vöru og verði almennrar og opinberrar þjónustu. Tölur í svigum sýna núverandi vægi viðkomandi liða í vísitölu neysluverðs. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -4 -2 0 2 4 6 8 10 2014201320122011 Mynd 28 Verðbólga og verðbólguvæntingar fyrirtækja, heimila og markaðsaðila til eins árs 1. ársfj. 2010 - 3. ársfj. 2014 % Verðbólga Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja Verðbólguvæntingar heimila Verðbólguvæntingar markaðsaðila Verðbólgumarkmið Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 20142013201220112010 Mynd 29 Kjarnaverðbólga, gengi krónunnar og langtímaverðbólguvæntingar Janúar 2010 - júlí 2014 12 mánaða breyting (%) 12 mánaða breyting (%) Kjarnavísitala 3 án skattaáhrifa (v. ás) Verðbólguálag til 10 ára (v. ás) Vísitala meðalgengis - viðskiptavog þröng (h. ás, andhverfur kvarði) Verðbólgumarkmið (v. ás) Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 25 20 15 10 5 0 -5 -10 -15 -20 20142013201220112010

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.