Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 17

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 17
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 17 III Peningastefnan og innlendir fjármálamarkaðir Þótt virkir nafnvextir Seðlabankans hafi ekki breyst undanfarið hefur taum hald peningastefnunnar heldur styrkst frá útgáfu Peningamála í ágúst og virðast markaðsaðilar vænta stífara taumhalds á næsta ári en þeir væntu í síðustu könnun. Áhættuálag á erlendar skuldbindingar ríkissjóðs hefur lækkað sem ætti að stuðla að auknu aðgengi innlendra aðila á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Gengi krónunnar hefur verið tiltölulega stöðugt og Seðlabankinn keypt talsvert af erlendum gjald­ eyri á markaði. Vöxtur peningamagns er enn nokkur en virðist í ágæt­ um takti við vöxt efnahagsumsvifa. Hrein ný útlán til fyrirtækja hafa heldur aukist milli ára en hægt hefur á vexti nýrra útlána til heimila. Fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja hafa á heildina litið batnað. Hrein eign einkageirans hefur aukist með hærra eignaverði og lægri skuldum og hefur eiginfjárhlutfallið ekki verið hærra síðan árið 2005. Peningastefnan Nafnvextir Seðlabanka Íslands eru óbreyttir … Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundum sínum í ágúst og september sl. að halda vöxtum bankans óbreyttum og hafa þeir verið óbreyttir í tæplega tvö ár. Fyrir útgáfu þessa heftis Peningamála voru virkir vextir bankans því um 5,4%.1 Vextir á millibankamarkaði með krónur hafa þróast í takt við virka vexti bankans. Vextir til einnar nætur hafa lítið breyst frá út gáf­ unni í ágúst og haldist í neðri hluta vaxtagangsins (mynd III­1) en velta hefur verið afar lítil. Samþykktir vextir í útboðum ríkisvíxla hafa hins vegar hækkað og færst nær vaxtaganginum þótt þeir séu enn fyrir neðan gólf hans. … en raunvextir bankans hafa hækkað Þótt virkir nafnvextir bankans hafi ekki breyst hefur taumhald pen­ ingastefnunnar styrkst frá Peningamálum í ágúst miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingum (tafla III­1). Á þann mælikvarða eru raunvextir nú um 2,4% og hafa hækkað um 0,2 prósentur frá ágúst og um prósentu frá því fyrir ári. Hækkun raunvaxta bankans er þó heldur meiri sé miðað við mælda ársverð­ bólgu sem hefur hjaðnað nokkuð undanfarið. Þessi hækkun raunvaxta bankans hefur í meginatriðum miðlast út í aðra raunvexti á markaði, þó síst út í verðtryggða íbúðalánavexti (mynd III­2). Eins og sést á mynd III­3 eru raunvextir Seðlabankans nokkru hærri en meðal flestra annarra iðnríkja en það helgast fyrst og fremst af því að enn hefur ekki fyllilega tekist að skapa verðbólguvæntingum trausta kjölfestu hér á landi. Þá er slakinn í þjóðarbúskapnum einnig minni hér en í helstu iðnríkjum (sjá einnig rammagrein I­1 í Peningamálum 2013/2). 1. Einfalt meðaltal vaxta á óbundnum og bundnum innlánsreikningum fjármálafyrirtækja í Seðlabankanum (áður innstæðubréfa). Þessi mælikvarði þykir endurspegla best þá nafn­ vexti bankans sem ráða þróun vaxta á peningamarkaði. Mynd III-1 Vextir Seðlabanka Íslands og skammtíma- markaðsvextir Daglegar tölur 1. janúar 2010 - 31. október 2014 % Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglánavextir Vextir á veðlánum Vextir til einnar nætur á millibankamarkaði Vextir á 7 daga bundnum innlánum Vextir á bundnum innlánum til eins mánaðar Hámarksvextir 28 daga innstæðubréfa Vextir á viðskiptareikningum Tekin tilboð við útgáfu þriggja til fjögurra mánaða ríkisvíxla 20122010 2011 2013 2014 0 2 4 6 8 10 12 1. Virkir raunvextir miðað við verðbólguvæntingar sem eru til 1-2 ára út frá könnunum meðal markaðsaðila og sérfræðinga. 2. Fyrir önnur lönd en Ísland er notast við mat OECD. Heimildir: Consensus Forecasts, heimasíður seðlabanka, IMF, Macrobond, Seðlabanki Íslands. % % af framleiðslugetu Mynd III-3 Virkir raunvextir og framleiðsluspenna í nokkrum iðnríkjum Raunvextir1 Framleiðsluspenna 20142 -2 -1 0 1 2 3 Sv is s Ba nd ar ík in Sv íþ jó ð Ev ru sv æ ði ð K an ad a Br et la nd Ja pa n N ýj a- Sj ál an d Á st ra lía N or eg ur Ís la nd -4 -3 -2 -1 0 1 % Mynd III-2 Raunvextir Seðlabanka Íslands og raunvextir á markaði 1. ársfj. 2010 - 3. ársfj. 2014 1. 5 ára vextir metnir út frá nafnvaxtaferlinum. 2. 5 ára vextir metnir út frá raunvaxtaferlinum. 3. Vegið meðaltal útlánavaxta þriggja stærstu viðskiptabankanna. Vextir verðtryggðra húsnæðislána eru fastir frá 5 árum og allt upp í allan lánstímann. Heimild: Seðlabanki Íslands. Raunvextir Seðlabankans Raunvextir óverðtryggðra skuldabréfa¹ Vextir verðtryggðra skuldabréfa2 Meðalraunvextir óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum3 Meðalvextir á verðtryggðum húsnæðislánum3 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 20142013201220112010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.