Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 23

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 23
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 23 IV Innlent raunhagkerfi Landsframleiðslan er komin á svipað stig og hún var áður en fjár- málakreppan skall á. Innlend eftirspurn hefur tekið við sér samhliða auknu vægi útflutningsgeirans sem endurspeglar aðlögun að ytri skilyrðum sem eru ólík þeim sem íslenskt efnahagslíf hefur lengst af búið við. Viðhorfskannanir benda til þess að heimili og fyrirtæki telji efnahagsaðstæður og atvinnuhorfur hafa batnað undanfarna árs- fjórðunga. Á sama tíma hefur halli á rekstri hins opinbera minnkað. Á fyrri hluta ársins hægði töluvert á hagvexti frá fyrra ári en horfur eru á kröftugum vexti á seinni hluta ársins sem drifinn verður áfram af innlendri eftirspurn einkaaðila en framlag utanríkisviðskipta verður nei- kvætt. Hagvaxtarhorfur fyrir árið í heild eru þó heldur lakari en í ágúst og munar þar mest um hægari vöxt fjármunamyndunar en þá var gert ráð fyrir. Áfram dregur úr slaka á vinnumarkaði en hægar en áður. Talið er að framleiðsluslakinn sem myndaðist á árinu 2009 sé svo til horfinn og að lítils háttar framleiðsluspenna fari smám saman að myndast. Hagvöxtur og innlend eftirspurn einkaaðila Horfur á heldur hægari hagvexti í ár en spáð var í ágúst Hagstofa Íslands birti þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung í september sl. ásamt endurskoðun á eldri tölum aftur til ársins 1997. Þjóðhagsreikningarnir voru birtir samkvæmt nýjum staðli ásamt því að aðrar endurbætur voru gerðar. Þessar breytingar hafa umtalsverð áhrif á mælingu landsframleiðslunnar (sjá nánar í rammagrein 1). Árstíðarleiðrétt landsframleiðsla jókst um 2,2% á milli fyrsta og annars ársfjórðungs og hafði vaxið um ríflega 9% frá fyrsta fjórðungi ársins 2010 en þá náði hún lágmarki eftir að fjármálakreppan reið yfir haustið 2008.1 Útflutningur, einkaneysla og atvinnuvegafjárfesting hafa staðið fyrir bróðurparti batans (mynd IV-1). Samkvæmt tölum Hagstofunnar var árshagvöxtur á öðrum ársfjórðungi ½ prósentu meiri en spáð var í ágúst eða 2,4%. Endurskoðun fyrsta ársfjórðungs leiddi hins vegar til lækkunar á þeim fjórðungi og því varð hag- vöxtur á fyrri helmingi ársins 0,3 prósentum minni en spáð var eða einungis 0,6% (mynd IV-2). Helst munar um þróun fjárfestingar sem jókst minna en spáð hafði verið. Á fyrri hluta ársins var það innlend eftirspurn sem knúði fram vöxt landsframleiðslunnar en þjóðarútgjöld jukust um 2,8% frá fyrra ári. Það er viðsnúningur frá síðasta ári þegar meginþorra hagvaxtarins mátti rekja til utanríkisviðskipta. Á seinni hluta ársins er gert ráð fyrir að hagvöxtur aukist umtalsvert og verði 5,2% og hagvöxtur á árinu í heild 2,9% sem er um ½ prósentu minni vöxtur en spáð var í ágúst. Líkt og þá verða einkaneysla og fjárfesting megindrifkraftar hagvaxtar. Gangi spáin eftir verður hagvöxtur á spá- tímanum á bilinu 2½ - 3½% þar sem vegast á framlag einkaneyslu og fjárfestingar annars vegar og utanríkisviðskipta hins vegar (mynd IV-3). 1. Hér er miðað við árstíðarleiðréttar tölur Seðlabankans. Eins og rakið er í rammagrein IV-1 í Peningamálum 2012/4 virðast aðferðir Hagstofunnar við árstíðarleiðréttingu ekki henta við túlkun efnahagsþróunarinnar innan árs og kýs Seðlabankinn því að árstíðarleiðrétta landsframleiðslutölurnar beint. Mynd IV-2 Þjóðhagsreikningar á fyrri hluta 2014 og mat Seðlabankans Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Hagstofa Íslands PM 2014/3 0 2 4 4 6 8 10 12 14 Innflutningur Útflutningur Þjóðarútgjöld Fjárfesting Samneysla Einkaneysla VLF Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-3 Hagvöxtur og framlag undirliða 2010-20171 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Einkaneysla Samneysla Fjármunamyndun -4 -2 0 2 4 6 20172016201520142013201220112010 Birgðabreytingar Utanríkisviðskipti Landsframleiðsla Mynd IV-1 Framlag undirliða landsframleiðslu til efnahagsbata1 1. Árstíðarleiðréttar tölur. Frá fyrri hluta 2010 til fyrri hluta 2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -15 -10 -5 0 5 10 Innflutningur Samneysla Fjárfesting Einkaneysla Útflutningur Vörur Atvinnu- vegir Önnur fjárfesting Prósentur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.