Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 27

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 27
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 27 INNLENT RAUNHAGKERFI Hið opinbera Áætlað að samneyslan vaxi áfram og að fjárfesting hins opinbera hækki úr sögulegu lágmarki Samneyslan jókst um 0,8% í fyrra og um liðlega 1% á fyrri hluta þessa árs. Áætlað er að vöxturinn á árinu í heild verði 1% en sú áætlun byggist á því að launaþróun hjá hinu opinbera það sem eftir lifir árs verði svipuð og hún var í fyrra. Óvissa er um launaþróun næsta árs en hér er gert ráð fyrir heldur meiri vexti en í ár sem aftur endurspeglast í hærri verðvísitölu samneyslu. Líkt og í spá síðustu Peningamála er gert ráð fyrir auknum viðskiptum sveitarfélaga með vöru og þjónustu á föstu verðlagi en að þau dragist saman hjá bæði ríkissjóði og Almanna- tryggingum í samræmi við aðhaldsmarkmið sem fram koma í fjárlaga- frumvarpi ársins 2015. Gert er ráð fyrir áþekkri þróun árin þar á eftir. Fjárfesting hins opinbera var í sögulegu lágmarki árið 2012 þegar hún var einungis 2,5% af landsframleiðslu og hafði minnkað um 2 prósentur frá árinu 2008. Í langtímaáætlun fjárlagafrumvarpsins eru ekki áform um að auka sérstaklega við fjárfestingu ríkissjóðs en vandamál sem komið hafa upp við gerð Vaðlaheiðarganga eru þó líkleg til að seinka framkvæmdinni og auka kostnað við hana. Horfur eru á að hlutfall opinberrar fjárfestingar af landsframleiðslu verði um 3% í ár og haldist á því stigi út spátímann. Á síðasta ári var framlag opinberra útgjalda jákvætt í fyrsta sinn frá því að aðhaldsaðgerðir hófust í kjölfar fjármálakreppunnar. Gangi spáin eftir verður framlag þeirra til hagvaxtar á næstu árum svipað því sem var á síðasta ári eða um ½ prósenta á ári (mynd IV-12). Afkoman í ár mun betri en fjárlög sögðu til um Fjárlög ársins 2014 voru samþykkt með 0,9 ma.kr. afgangi. Í fjárlaga- frumvarpi ársins 2015 kemur hins vegar fram að gert sé ráð fyrir lið- lega 38 ma.kr. afgangi í ár.3 Munar þar mestu um 24 ma.kr. hærri hreinar tekjur frá Seðlabanka Íslands auk 14 ma.kr. hærri arðgreiðslu frá Landsbankanum en hafði verið áætlað. Ekki er gert ráð fyrir viðlíka tekjum frá þessum aðilum í nýrri langtímaáætlun. Í staðinn er búist við hærri vaxtagreiðslum ríkissjóðs á líftíma skuldabréfs Seðlabanka Íslands sem bankanum var lagt til árið 2008.4 Langtímaáætlun sem fylgir fjár- lagafrumvarpi næsta árs gerir ráð fyrir hallalausum rekstri á næstu árum. Afgangur á heildarjöfnuði eykst lítillega á árunum 2015 til 2018 Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 4 ma.kr. afgangi á næsta ári sem er liðlega ½% af áætluðum tekjum ríkissjóðs sama ár. Í langtímaáætlun frumvarpsins er gert ráð fyrir stöðugum bata á heildarjöfnuði ríkis- sjóðs. Áætlað er að tekjur lækki sem hlutfall af landsframleiðslu en þar eð lækkun gjalda sem hlutfall af landsframleiðslu er áætluð meiri verður bati á heildarjöfnuði ef forsendur ganga eftir. Gjöld ríkissjóðs hafa farið lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu allt frá árinu 2010. Öðru máli gegnir um tekjurnar en þær hafa farið vaxandi frá árinu 2011. Eins og sjá má á mynd IV-13 hækka tekjur jafnan sem hlutfall 3. Nánar er fjallað um fjárlagafrumvarpið í rammagrein 2. 4. Ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða í breytingum á fjárhagslegum samskiptum Seðla- bankans og ríkissjóðs og því getur niðurstaðan orðið önnur en gengið er út frá í fjárlaga- frumvarpi næsta árs. 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-11 Þróun fjármunamyndunar og framlag helstu undirliða hennar 2010-20171 Atvinnuvegir án stóriðju, skipa og flugvéla Stóriðja Skip og flugvélar -15 -10 -5 0 5 10 15 20 Íbúðarhúsnæði Hið opinbera Fjármunamyndun alls 20172016201520142013201220112010 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Br. frá fyrra ári (%) Mynd IV-12 Samneysla og fjárfesting hins opinbera 2010-20171 Samneysla (v. ás) Fjárfesting hins opinbera (v. ás) Opinber útgjöld í ráðstöfunaruppgjöri (h. ás) Framlag til hagvaxtar (prósentur) -1,6 -1,2 -0,8 -0,4 0,0 0,4 0,8 -6,0 -4,5 -3,0 -1,5 0,0 1,5 3,0 20172016201520142013201220112010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.