Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 32

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 32
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 32 INNLENT RAUNHAGKERFI hægari vöxt heildarvinnustunda á árinu þar sem einnig er gert ráð fyrir minni hagvexti. Vísbendingar um nýtingu framleiðsluþátta Endurskoðun á sögulegum þjóðhagsreikningum breytir mati á framleiðslugetu þjóðarbúsins og framleiðsluspennu Eins og rakið er í rammagrein 1 leiddi endurskoðun þjóðhagsreikninga til töluverðrar hækkunar á raunvirði landsframleiðslunnar og endur- mats á sögulegri hagvaxtarþróun. Nýju tölurnar benda til þess að framleiðsluspennan hafi verið nokkru meiri rétt áður en fjármála- kreppan skall á en áður var áætlað (mynd IV-23). Það felur í sér að sá aukni hagvöxtur sem nýjar tölur Hagstofu sýna að hafi orðið á árinu 2007 (en nú er hann talinn hafa verið 9,7% í stað 6% í eldri tölum) hafi ekki að öllu leyti verið vegna aukinnar framleiðslugetu heldur að spennan í þjóðarbúskapnum hafi verið meiri. Slakinn í kjölfar fjár- málakreppunnar er einnig talinn hafa verið heldur minni en áður var talið enda var samdráttur landsframleiðslunnar árin 2009-2010 minni í endurskoðuðum tölum. Slakinn í þjóðarbúskapnum hverfur á þessu ári Á síðasta ári er áætlað að framleiðsluslakinn hafi verið um ½% af framleiðslugetu sem er um helmingur þess sem gert var ráð fyrir í ágústspánni. Þá var gert ráð fyrir lítils háttar slaka á þessu ári sem hyrfi í byrjun næsta árs en nú er áætlað að slakinn hverfi heldur fyrr eða á seinni hluta þessa árs og að framleiðslustigið verði tæpu ½% yfir fram- leiðslugetu í árslok. Þetta mat virðist ríma ágætlega við niðurstöður könnunar Capacent Gallup á viðhorfum stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins en hún sýnir að hlutfall fyrirtækja sem býr við skort á starfs- fólki hefur heldur hækkað og svipaða sögu má segja um hlutfall fyrir- tækja sem telur að starfsemi sín sé þegar við eða umfram framleiðslu- getu (mynd IV-24). Eins og rakið er hér að ofan benda vísbendingar til þess að slakinn á vinnumarkaði sé að hverfa þótt það gerist hægar en áður var talið og lokist síðar en í þjóðarbúskapnum í heild sinni. Atvinnuleysi er líklega nálægt því sem talið er jafnvægisatvinnuleysi (mynd IV-25) og áætlað er að hlutfall launa af vergum þáttatekjum fari yfir langtímameðaltal sitt á þessu ári (sjá kafla V). Mynd IV-25 Framleiðsluspenna og atvinnuleysi 2005-20171 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Framleiðsluspenna (v. ás) Atvinnuleysi (h. ás, andhverfur kvarði) % af mannafla -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 9 8 7 6 5 4 3 2 1 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05 Mynd IV-24 Vísbendingar um notkun framleiðsluþátta1 1. ársfj. 2006 - 3. ársfj. 2014 Frávik frá meðaltali 2006-2014 (prósentur) Fyrirtæki með starfsemi nærri eða umfram hámarks- framleiðslugetu Fyrirtæki sem búa við skort á starfsfólki 1. Samkvæmt viðhorfskönnun Capacent Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Tvisvar á ári er spurt um hvort starfsemi sé nærri eða umfram framleiðslugetu. Ársfjórðungsleg gögn eru fengin með línulegri brúun (e. interpolation). Heimildir: Capacent Gallup, Seðlabanki Íslands. -20 -10 0 10 20 30 40 ‘1420132012201120102009200820072006 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd IV-23 Framleiðsluspenna 2000-20171 PM 2014/4 PM 2014/3 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 ‘16‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.