Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 33

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 33
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 33 V Verðbólga Verðbólga hefur haldist undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans síðan snemma á þessu ári og hafa verðbólguhorfur til skamms tíma batnað. Ársverðbólga mældist 1,9% í október sl. Flestir mælikvarðar á undir- liggjandi verðbólgu eru nálægt markmiði og hafa hjaðnað frá útgáfu síðustu Peningamála. Hjöðnun verðbólgu hefur að mestu leyti verið drifin áfram af verðlækkun innfluttrar vöru. Gengi krónunnar hefur hækkað frá því í fyrra sem hefur, ásamt minni gengissveiflum, skapað aðstæður fyrir þessa verðlækkun. Fremur hóflegar nafnlaunahækkanir í síðustu kjarasamningum hafa að sama skapi stutt við litla verðbólgu og aukið kaupmátt launa. Hækkun húsnæðisverðs hefur hins vegar vegið upp á móti. Blikur eru á lofti á vinnumarkaði og kann að vera að verðbólguþrýstingur þaðan sé vanmetinn. Verðbólguvæntingar, bæði til skamms og lengri tíma, hafa þó lækkað á flesta mælikvarða frá síðustu útgáfu Peningamála. Hvort hjöðnun verðbólgu verði varanleg veltur í meginatriðum á því að launahækkanir verði í takt við framleiðnivöxt, verðbólguvæntingar í grennd við verðbólgumarkmiðið og gengi krónunnar verði áfram stöðugt. Nýleg verðbólguþróun Verðbólga hefur verið undir markmiði síðastliðna níu mánuði Verðbólguþrýstingur hefur minnkað töluvert undanfarið ár og mældist verðbólga 2,1% á þriðja ársfjórðungi sem var 0,2 prósentum minna en var spáð í ágústhefti Peningamála. Frávikið skýrist þó að mestu af óvæntri lækkun vísitölu neysluverðs í september þar sem lækkun flug- fargjalda til útlanda hafði töluverð áhrif og vó þyngra en áhrif útsölu- loka og hækkun húsnæðisverðs.1 Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,14% í október og mældist árs- verðbólga 1,9% en var 1,8% í september og 3,6% fyrir ári (mynd V-1). Mest áhrif hafði lækkun bensínverðs en hækkun húsnæðisverðs vó upp á móti. Þá hafði fyrirhuguð lækkun vörugjalda um næstu áramót nokkur áhrif til lækkunar nú.2 Verðbólga án húsnæðis mældist töluvert minni eða 0,5% og hafði hjaðnað úr 1,4% fyrir útgáfu síðustu Peningamála og hefur ekki verið minni síðan sumarið 2005. Þróun samræmdrar neysluverðsvísitölu Hagstofu Evrópusambandsins, þar sem húsnæðis- kostnaði er einnig sleppt, hefur verið áþekk og var árshækkun vísitöl- unnar 0,4% í september sl. samanborið við 3,8% í september 2013. Undirliggjandi verðbólga og aðrar vísbendingar um verðbólguþrýsting Lítill almennur verðbólguþrýstingur er fyrir hendi Hjöðnun verðbólgu undanfarið virðist byggjast á nokkuð breiðum 1. Eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofunni í október sl. voru gerð mistök í útreikningi flugfargjalda í september sem leiðrétt voru í október. Aðferðafræði við mælingu þeirra var einnig breytt við grunnskiptin í apríl sl. en frá þeim tíma eru verðmælingar á flugi teknar inn í útreikning vísitölunnar í þeim mánuði sem ætluð ferð er farin til samræmis við nýjar viðmiðunarreglur um útreikning samræmdrar vísitölu neysluverðs á evrópska efnahagssvæðinu. 2. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er lagt til að almenn vörugjöld verði afnumin í janúar 2015, sjá nánar í rammagrein 2. Mynd V-1 Ýmsir mælikvarðar á verðbólgu Janúar 2010 - október 2014 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Vísitala neysluverðs án húsnæðis Samræmd vísitala neysluverðs Verðbólgumarkmið Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 20142013201220112010 Mynd V-2 Dreifing verðhækkana vísitölu neysluverðs Janúar 2007 - október 2014 % 12 mánaða breyting (%) Hlutfall vöruflokka sem hækka í verði (v. ás)1 Hlutfall vöruflokka sem hækka umfram 2,5% á ársgrundvelli (v. ás) Vísitala neysluverðs (h. ás) 1. Hlutfall vöruflokka sem hækka í verði er 3 mánaða miðsett meðaltal. Heimild: Hagstofa Íslands. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 20142013201220112010200920082007 Mynd V-3 Ýmsir mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu Janúar 2010 - október 2014 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 3 án skattaáhrifa1 Kjarnavísitala 4 án skattaáhrifa Verðbólgumarkmið Tölfræðilegir mælikvarðar - bil hæstu og lægstu mælingar2 1. Kjarnavísitala 3 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta, bensíns, opinberrar þjónustu og raunvaxtakostnaðar húsnæðislána. Í kjarnavísitölu 4 er að auki markaðsverð húsnæðis undanskilið. 2. Undir- liggjandi verðbólga er mæld sem vegið miðgildi og sem klippt meðaltal (e. trimmed mean) þar sem 5%, 10%, 15%, 20% og 25% þeirra undirliða sem breytast minnst og mest í verði eru undanskilin. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2010 2011 2012 2013 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.