Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 35

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 35
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 35 VERÐBÓLGA Verðbólguþrýstingur frá vinnumarkaði kann að vera vanmetinn Hagstofa Íslands birti í september sl. endurskoðaðar tölur um launa- kostnað á grundvelli þjóðhagsreikninga fyrir árin 2007-2013. Venju samkvæmt breytast tölur þjóðhagsreikninga fyrir laun og launatengd gjöld nokkuð við endurskoðun en að þessu sinni voru einnig teknir upp nýir staðlar og aðrar endurbætur gerðar (sjá rammagrein 1). Endurskoðunin sýnir að laun á ársverk voru að meðaltali svipuð á þessum árum en áhrif endurskoðunarinnar eru nokkuð misjöfn eftir árum. Þannig var hækkun launa á ársverk milli ára í fyrra 1 prósentu minni en áður var gert ráð fyrir eða 3,5%. Hlutfall launakostnaðar (þ.e. launa og launatengdra gjalda) af vergum þáttatekjum breyttist einnig (mynd V-8). Hlutfallið hækkaði lítillega meira í fyrra en fyrri tölur höfðu bent til og var aðeins rúmri hálfri prósentu undir sögulegu meðaltali sínu og gangi spáin sem hér er birt eftir, yrði það tæplega prósentu yfir sögulegu meðaltali á þessu ári.3 Á þriðja fjórðungi ársins hafði launavísitalan hækkað um 5,1% frá því að gerð kjarasamninga stóð yfir á síðasta ársfjórðungi í fyrra og þar sem verðbólga hefur hjaðnað á sama tíma hefur kaupmáttur launa einnig aukist töluvert eða um 3,7%. Samkvæmt launavísitölunni voru launahækkanir lítillega meiri á þriðja fjórðungi ársins en gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans. Einnig virðast kröfur frá ýmsum hópum á vinnumarkaði um meiri hækkanir en almennt var samið um síðast færast í aukana. Því er nú spáð heldur meiri hækkun launa á spátímabilinu en gert var í ágúst þótt áfram sé gert ráð fyrir að gerður verði framhlaðinn þriggja ára samningur í upphafi næsta árs á svipuðum nótum og samið var um í desember 2013. Það kann þó að vera bjartsýni í ljósi þess að framleiðsluslakinn er við það að hverfa og gert er ráð fyrir að hlutfall launakostnaðar af vergum þáttatekjum nái sögulegu meðaltali í ár. Verðbólguþrýstingur frá vinnumarkaði kann því að vera vanmetinn í spá bankans. Vegna endurskoðunar á launum og launatengdum gjöldum hef ur launakostnaður á framleidda einingu vaxið lítillega minna að meðal tali á undanförnum árum en endurskoðun á hagvexti hefur einnig haft áhrif á sögulega framleiðniþróun (sjá umfjöllun i kafla IV). Gert er ráð fyrir að launakostnaður á framleidda einingu aukist svipað í ár og búist var við í ágústspánni eða um tæplega 5% þar sem minni framleiðnivöxtur vegur upp á móti minni hækkun launa (mynd V-9). Horfur eru á meiri vexti en spáð var í ágúst á næstu tveimur árum þegar meiri launahækkanir og hægari framleiðnivöxtur leggjast á sömu sveif. Gangi spáin eftir verður vöxtur launakostnaðar á framleidda einingu hins vegar orðinn í takt við verðbólgumarkmiðið árið 2017. Verðbólguvæntingar Skammtímaverðbólguvæntingar hafa lækkað á flesta mælikvarða … Árangur hefur náðst að undanförnu við það að koma böndum á verð bólgu. Varanleiki þess er að töluverðu leyti háður því hvernig verð bólguvæntingar þróast. Vísbendingar eru um að skammtíma- 3. Nýjar tölur sýna að launahlutfallið lækkar nokkuð og fer tuttugu ára sögulegt meðaltal þess úr rúmlega 63% í 60,4%. Sjá umfjöllun um nýlega þróun launahlutfallsins í rammagrein 1 og kafla VI í Peningamálum 2014/2. 1. Framleiðniaukning kemur fram sem neikvætt framlag til hækkunar á launakostnaði á framleidda einingu. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd V-9 Launakostnaður á framleidda einingu og framlag undirliða 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) Nafnlaun Launakostnaður annar en laun Framleiðni Launakostnaður á framleidda einingu -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. 20 ára meðaltal er 60,4% (1997 grunnur). Ársmeðaltal fyrir árið 2014 byggist á grunnspá PM 2014/4. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd V-8 Hlutfall launa og launatengdra gjalda af vergum þáttatekjum 1995-20141 % af vergum þáttatekjum Frávik frá 20 ára meðaltali (prósentur) Frávik frá 20 ára meðaltali (h. ás) Launahlutfall (v. ás) 52 54 56 58 60 62 64 66 68 70 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘13‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95 Mynd V-7 Innlend og innflutt verðbólga1 Janúar 2011 - október 2014 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Innflutt verðlag (34%) Innlent verðlag utan húsnæðis (43%) Húsnæði (23%) Verðbólgumarkmið 1. Innflutt verðbólga er nálguð með innfluttri mat- og drykkjarvöru, verði nýrra bíla og varahluta, bensíns og annarrar innfluttrar vöru. Innlend verðbólga er nálguð með verði innlendrar vöru og verði almennrar og opinberrar þjónustu. Tölur í svigum sýna núverandi vægi viðkomandi liða í vísitölu neysluverðs. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -4 -2 0 2 4 6 8 10 2014201320122011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.