Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 50

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 50
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 50 RAMMAGREINAR Hagvaxtarspár Seðlabankans fyrir árið 2013 Til að fá betri mynd af árangri Seðlabankans við verðbólguspár þarf einnig að horfa til þess hvernig bankanum hefur tekist til við að spá fyrir um þróun efnahagsumsvifa. T.d. er líklegt að bankinn vanspái verðbólgu á tímabilum þar sem hann vanspáir vexti almennrar eftir- spurnar og ofmetur umfang þess slaka sem er í efnahagslífinu. Hagstofa Íslands birtir áætlanir um þjóðhagsreikninga fyrir hvern ársfjórðung rúmum tveim mánuðum eftir lok fjórðungsins. Fyrsta áætlun fyrir fjórða ársfjórðung 2013 og árið 2013 í heild var birt í mars sl. og endurskoðaðar tölur voru birtar í september. Að þessu sinni er erfiðara að bera spárnar saman við endanlegar tölur Hagstofunnar vegna breytinga á stöðlum þjóðhagsreikninga í sept- ember.7 Spárnar og áætlanir Hagstofunnar fyrir breytingar helstu þjóðhagsstærða frá fyrra ári má sjá í töflu 4. Efst í dálkunum er fyrsti fjórðungur sem spáð er fyrir um. Þegar Peningamál 2013/1 voru gefin út í febrúar 2013 lágu fyrir áætlanir frá Hagstofunni um þjóð- hagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung 2012. Spá bankans fyrir árið 2013 þurfti því að byggja á spá fyrir fjórða ársfjórðung ársins 2012. Talsverð breyting átti sér stað á tölum Hagstofunnar frá birt- ingu bráðabirgðatalna í mars til endurskoðaðra talna í september á þessu ári, fyrst og fremst vegna nýrra staðla og endurbættra að- ferða. Magnbreyting allra undirliða þjóðarútgjalda, að undanskilinni fjármunamyndun, var endurskoðuð niður á við en magnbreyting útflutnings og innflutnings endurskoðuð upp á við, útflutnings þó talsvert meira. Þessi endurskoðun hafði í för með sér að hagvöxtur á árinu 2013 varð meiri. Hagvöxtur árið 2013 reyndist vera nokkru meiri en spár höfðu gert ráð fyrir. Spár Peningamála birtar á árinu 2013 vanmátu þannig hagvöxt um 1,2-1,6 prósentur miðað við niðurstöður þjóðhags- reikninga frá september sl. Þessa skekkju má helst rekja til þess að útflutningur var kerfisbundið vanmetinn um 2½-5 prósentur, einkum reyndist útflutningur sjávarafurða og þjónustu meiri en gert var ráð fyrir. Einnig var innflutningi lítillega ofspáð í öllum heftum Peninga- mála nema í maíheftinu. Spár um þjóðarútgjöld ársins 2013 voru nokkuð nærri tölum Hagstofunnar. Samneysla reyndist vanmetin í spám fyrri hluta árs 2013 en á móti vó að einkaneysla var ofmetin. Mynd 5 sýnir hvaða útgjaldaliðir skýra spáskekkju í hagvexti 2013 miðað við framlag þeirra. Þar sést að útflutningur og fjár- munamyndun skýra stærstan hluta skekkjunnar. Útflutningi reyndist alltaf vanspáð en spár um innflutning voru nokkuð nærri lagi. Fjár- 7. Í september birti Hagstofan þjóðhagsreikninga skv. nýjum stöðlum ESA 2010 (áður ESA 95) og munu þjóðhagsreikningar framvegis fylgja þeim. Einnig voru ýmsar endurbætur gerðar á gagnasöfnun og breytingum á aðferðafræði. Fjallað er um breytingar í aðferðafræði Hagstofunnar í rammagrein 1. Bráða- Spátímabil frá: 2012/4 2013/1 2013/2 2013/3 2013/4 birgða- Endursk. tölur tölur Breyting frá PM PM PM PM PM (mars (sept. fyrra ári (%) 2013/1 2013/2 2013/3 2013/4 2014/1 2014) 2014) Einkaneysla 2,5 2,2 2,0 1,9 1,6 1,2 0,8 Samneysla 0,1 0,5 1,2 1,2 1,2 1,3 0,8 Fjármunamyndun -1,0 -9,2 -9,4 -4,1 -4,3 -3,4 -2,2 Þjóðarútgjöld 1,3 0,0 0,0 0,7 0,4 0,1 -0,3 Útflutningur 1,8 2,9 4,4 3,4 4,7 5,3 6,9 Innflutningur 0,5 -0,2 1,2 0,8 0,3 -0,1 0,4 Hagvöxtur 2,1 1,8 1,9 2,3 3,0 3,3 3,5 Tafla 4 Þjóðhagsspár Peningamála fyrir árið 2013 Mynd 5 Framlag útgjaldaliða til spáskekkju í hagvexti 20131 Prósentur 1. Miðað við rauntölur birtar í september 2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Samneysla Fjármunamyndun Útflutningur Innflutningur Einkaneysla Birgðabreyting Hagvöxtur -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 Bráðabirgða- tölur mars 2014 Peningamál 2013/4 Peningamál 2013/2 Peningamál 2012/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.