Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 6

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 6
6 GLÓÐAFEYKIR Sögufélag Skagfirðinga 30 ára Frá fornu fari hefur verið mikill áhugi meðal Skagfirðinga fyrir þjóðlegum fróðleik ýmiss konar. Af fyrri tíðar fræðimönnum nægir að nefna Björn Jónsson, lögréttumann og annálaritara á Skarðsá, sr. Gottskálk Jónsson, annálaritara í Glaumbæ, Gísla Konráðsson, fræðimann, Ytra-Skörðugili, og Jón Espólín sýslumann og sagna- ritara á Frostastöðum. An þessara manna væru víða miklar eyður í sögu lands og þjóðar. Ahugi sá, er var aflgjafi fræðastarfa þessara manna lifir enn góðu lífi rneðal Skagfirðinga. Skipulegt starf að málum þessum á sér 30 ára sögu um þessar mundir. Hinn 6. febrúar 1937 komu til fundar í sýsluskrifstofunni á Sauð- árkróki nokkrir menn, er áhuga höfðu á málum þessum og einkum söfnun gagna til héraðssögu Skagfirðinga. Fundarboðendur voru Sigurður Sigurðsson sýslumaður og Jón Sigurðsson alþrn. á Reyni- stað. Tilefni fundarins var að ræða möguleika á stofnun félagsskap- ar til að vinna að skagfirzkum fræðum. Var kosin nefnd til að undir- búa málið betur. Hún boðaði svo til fundar á Sauðárkróki 16. apríl 1937 og þann dag var Sögufélag Skagfirðinga stofnað. Stofnendur voru 41. Fyrstu stjórn skipuðu: Sigurður Sigurðsson, sýslumaður Sauðárkróki, formaður, Jón Sigurðsson, alþm. Reynistað, Stefán Vagnsson, bóndi Hjaltastöðum, Gísli Magnússon, bóndi Eyhildar- holti, sr. Tryggvi Kvaran, Mælifelli, Guðmundur Davíðsson, bóndi Hraunum, og Margeir Jónsson, bóndi Ögmundarstöðum. Sr. Helgi Konráðsson, Sauðárkróki, var kosinn varamaður, en mun þegar á næsta fundi hafa verið tekinn í aðalstjórnina og gegndi gjaldkera- störfum eftir það til dauðadags. Fyrsta verkefni félagsins var að hefja afritun kirkjubóka úr Skaga- firði, sem geymdar eru á Þjóðskjalasafni. Urðu þær fyrsti vísir að Héraðsskjalasafni Skagfirðinga, sem nú er eitt hinna merkilegustu slíkra safna. Sögufélagið sneri sér fljótlega að bókaútgáfu. Fékk það hina færustu rnenn innan héraðs sem utan til að rita héraðssögu Skaga- fjarðar. Kom fyrsta bindi verksins út árið 1939, en síðan hvert af öðru eins 02: ritaskráin hér á eftir ber með sér. Er kornin nokkuð heilleg héraðssaga frá landnámi og fram á 15. öld, en einnig all- margir þættir úr sögu síðari alda. Er þar samandreginn rnikill og

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.