Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 8

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 8
8 GLÓÐAFEYKIR Sr. Helgi KonráÖsson, Jón Sigurðsson Sigurður Sigurðsson, Sauðárkróki. á Reynistað. sýslumaður Skagfirðinga. hafa allir lagt fram mikla vinnu við samningu bókanna, Jón á Reynistað þó langmest, enda átti hann hugmyndina að verkinu og hefur mótað það frá upphafi og ásamt sr. Helga Konráðssyni verið helzti áhuoamaðurinn í starfi félagsins. Höfundar 1. bindis voru 17, en 2. bindis 31. Okkur, sem að útgáfunni höfum unnið, er full- Ijóst, að til þess að útgáfan eigi framtíð, verða enn fleiri að taka sér penna í hönd og skrifa um menn, sem þeir þekktu og enn hafa ekki komið þættir um. Sérstaklega hafa sveitirnar út að austan orðið af- skiptar, og mikil hjálp væri það útgáfunni, þótt menn skrifuðu ekki nema 1—2 þætti hver. Ég vil hvetja menn til að hafa um þetta samband við ritstjóra verksins, Eirík Kristinsson frá Tungukoti, kennara á Skagaströnd, eða einhvern útgáfunefndarmanna. Þeir munu leiðbeina byrjendum og gefa góð ráð. Einnig er nú mikil nauðsyn að halda til haga öllurn gömlum mannamyndunr og skrifa á þær nöfn fyrirmyndanna, svo þau falli ekki í fyrnsku. A Héraðs- skjalasafninu er nú mjög merkilegt myndasafn, sem fúslega tekur við gömlum myndum, annað hvort til eignar eða eftirtöku. Þetta er verk sem heillar hvern þann nrann, er sögulegunr fróðleik ann. Það getunr við allir staðfest, senr höfunr notið þess að verja ein- hverju af tómstundunr okkar til þessa. Glóðafeykir er blað samvinnumanna hér í Skagafirði. Því nota ég tækifærið hér til að skora á nrenn að leggja þessu nráli lið. Hér þarf samvinnuhugsjónin að vinna sitt verk. Útgáfa þessi er undir því konrin, að góð samvinna takist nreð öllum áhugamönnum okk- ar um þjóðleg fræði. Þá nrun sá draumur rætast, að ritverk þetta

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.