Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 15

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 15
GLÓÐAFEYKIR 15 legTa. Menn eru sumir sérhyggjumenn, aðrir samhyggju, félags- hyggju, og mun svo löngum verða. Því er eðlilegt, að kaupmenn og kaupfélög starfi hlið við hlið. Þó hefur ekki alls staðar orðið svo í reynd. Allvíða og einkum þar, sem samgöngur voru erfiðar og efnahagur ótraustur, gáfust kaupmenn upp — þ. e. þeir töldu arðs- vonina of litla, seldu hús og aðrar eignir og fluttu brott úr byggðar- laginu með þá fjármuni, sem þeim höfðu safnazt þar. Þeir töldu sig ekki hafa skyldur að rækja við fólkið. Þá urðu samtök byggðar- manna sjálfra, samvinnufélögin, að koma til. Þau eru ekki svo fá, byggðarlögin, sem félögin hafa hreinlega bjargað frá auðn. Andstæðingar kaupfélaganna sjá ofsjónum yfir gengi þeirra. Slíkt er vissulega mannlegt. En félögunum stafar naumast hætta frá óvild- armönnum og öfundar. Ef um einhverja hættu væri að ræða, mundi hún helzt eiga upptök sín í röðum okkar sjálfra, sem teljum okkur félagsmenn og samvinnumenn. Okkur gleymast stundum yfirburð- ir samvinnuverzlunar. Við eigum ekki eldmóð frumherjanna, ekki heilindi heldur. Þ\ í er ekki með öllu fyrir að synja, að flugumenn kunni að geta valdið stundartjóni. Fsrir nokkrum árum hrundu óvildarmenn kaupfélaganna af stað þeirri óvildaröldu, er kljúfa skyldi kaupfélögin, sundra þeim inn- an frá. Sú alda reið einnig yfir Skagafjörð og reis allhátt um stund, — engum, þeim sem að stóðu, til sæmdarauka, fáum til hagnaðar, flestum til tjóns. Nú er sú alda hnigin að mestu, sem vita mátti. Fer svo löngum, þegar högg er reitt að stefnum og hugsjónum, þeim sem horfa til mestra heilla. Enda þótt meðal skráðra félagsmanna kaupfélaganna fyrirfinnist alltaf einhverjir, sem veikir eru á svell- inu og geta látið glepjast af ginningum félagslegra óhappamanna og ímynduðum stundarhagsmunum, þá er, sem betur fer, flestum félag-smönnum gefinn meiri þroski, meiri framsýni, en svo, að það sé þeim nokkur freisting að hlaupa eftir annarlegum sjónarmiðum, svíkjast undan merkjum og vega aftan að sínum eigin félagssam- tökum. Þess vegna munu kaupfélögin enn sem áður reynast máttug- asti aðilinn í haCTsmunalesri os; féla^slesri sókn almenninsjs. o o o o o o G. M.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.