Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 21

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 21
GLÓÐAFEYKIR 21 Þetta sögðu þeir — Halldór Kiljan Laxness: ,,Eí varnarlaus smáþjóð hefur í miðri sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn ganga í lið með henni einsog því dýri sem ég tók dæmi af. Ef hún í neyð sinni játast undir tröllsvernd mun hún verða gleypt í einum munnbita. Ég veit þið hamborgarmenn munduð færa oss íslenzkum maðkalaust korn og ekki telja ómaksins vert að svíkja á oss mál og vog. En þegar á ís- landsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve lángt mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastala- herrum og þýsku málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill mað- ur. Barður þræll er mikill maður, því að í hans brjósti á frelsið heima.“ (Arnas Arnæus í Snæfríði Islandssól). Dr. Sigurður Nordal: „Sú stefna er nú mjög ofarlega í heiminum, að allt eigi að mæla og ekki verði öruggur dómur felldur um neitt, nema hann sé á töl- um reistur. Þetta getur verið lofsvert, ef það er rétt skilið og í hófi haldið. Enginn getur meinað mönnum að mæla það, sem mælt verð- ur, og sjálfsagt að mæla sem réttast allt, sem mælt er. En um leið verður að gera sér ljóst, að sumt verður aldrei mælt, einmitt af því að lög tölvísinnar ná ekki til þess og mælingin er hagnýtt stærðfræði. Og þetta sumt er einmitt hið verðmætasta í tilverunni. Allar slíkar mælingar verða því torsóttari sem ofar dregur. I sálarfræðinni verð- ur mælingum komið við um einföldustu viðbrigði og skynjanir, um vissar tegundir næmi og minnis. En enginn kann að mæla frumleik í hugsun, göfgi tilfinninga né siðferðisþrek. Þar verða menn eftir sem áður að baslast við hinn talnalausa mæli-kvarða, sem hverjum manni er í brjósti fólginn. Þetta þykir tilrauna-sálfræðingum óvís- indalegt og vilja helzt þurrka þessa ómælanlegu eiginleika út lir sálarfræðinni — eða jafnvel sálinni. Svipað mætti benda á í ýmsum vísindagreinum. í bókmenntafræði reikna mælingamenn út hlutfall

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.