Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 22

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 22
99 GLÓÐAFEYKIR milli nafnorðatölu og sagnorðatölu í ritum höfunda, í máifræðinni beita þeir vélurn sínum við yzta borð orðanna: hljóðin. I þessi vís- indi vantar ekkert — nema sálina. Takmarkið virðist vera að gera mennina vélar eða vélaþjóna, og láta alla með því móti standa jafnt að vígi, heimskingja og vitmenn. Ef mælingarnar næðu takmarki sínu, mundu menn á endanum verða jafnblindir á sálarlíf sitt og annarra sem úr og almanök hafa gert þá blinda á stjörnugang og sólarfar. Þeir mundu þá ganga með manngildiskvarða í vasanum og leggja hann á hvern nýjan kunningja. Og ættu þeir um tvær konur að velja, mundu þeir leggja þær inn á hagstofu, láta reikna þær út og meta til hundruða og bíða hlutlausir úrslitanna. En líklega tekur heilbrigð skynsemi í taumana, áður en svo langt er komið. Þó er ekki þar með sagt, að mannkynið verði ekki áður farið að bíða tjón á sálu sinni af mælingarfaraldrinum . . .“ (Áfangar E). Davíð Stefánsson frá Fagraskági: „En það eru fleiri en þú, sem ginnkeyptir eru fyrir erlendum varningi. Þegar hraðlestur var rnest iðkaður í barnaskólum í Vestur- heimi, var auðvitað sjálfsagt að hefja sarna sið hér. Allt var undir því komið, að barnið gæti þulið sem flest orð á mínútu, hitt skipti engu, hvort það skildi eða mundi nokkuð af því, sem lesið var. Þeg- ar nýr skattur er lagður á fólkið í einhverju nágrannaríki, er sjálf- sagt að skella honum á Islendinga, eins fljótt og auðið er. Þegar ensk eða sænsk skáld yrkja rímleysur, er óhjákvæmilegt að gera slíkt hið sama á íslandi. Þúsund ára erfðir eru fyrirlitnar á einu andar- taki. Glópar vilja öllu ráða og þykjast allt vel gera. Fjarstæða er það engin, heldur rökrétt ályktun, að einn góðan veðurdag telji þeir málið úrelt.“ „Nýlega heyrði ég hljóðfæraleikara framleiða í útvarpi hávaða, sem nefndur var tónsmíð: Högg, mismunandi rnörg í senn, á stöku stað tengd saman með þvengmjóum bláþræði, sviplausum hljóð- pípublæstri. Þetta var of auvirðilegt til þess að hægt væri að rekja uppruna þess til frumstæðustu villimanna, en sór sig að einhverju leyti í ætt við uppskafið járnarusl í höndum glópsins. Hér var held- ur ekki um að ræða barnslega einfeldni, sem mildar hugarfarið og hreinsar sorann úr hjörtunum. Hér birtist hlustendum óhroði spilltrar menningar, — andleg holdsveiki, náhljóð myrkvaðra sálna.“ („Mælt mál“. — Úr „Bréfi til uppskafnings“).

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.